23.9.2009 | 13:34
Já flott.Kúga fé af almenningi
Ekki veitir nú af því að moka fé af almenningi sem veður í seðlum sem keyrir nokkra kílómetra yfir mörkum sem eru í engu samræmi við raunveruleikann í þessu landi.
Lögreglan plantar sér t.d í Hellisheiði á beinustu og þægilegustu köflunum þar sem akstursaðstæðurnar eru hvað bestar og vitað mál að fólk ekur yfirleitt hraðar en á 90 kílómetra hraða og er að sekta fólk um tugi þúsunda fyrir það að vera á þeim hraða sem almennt tíðkast og umferðin gengur á þessum góðu köflum.
Ég er ekki að tala um í þéttsettum íbúðarhverfum þar sem skólar eru svo það sé á tæru ef fólki langar að bauna því á mig.
Hvernig væri að fara að hækka þessi bjánalegu mörk á sumum köflum á þjóðveginum upp í svipað og er í hinum Norðurlöndunum og hætta þessum fjárkúgunum endalaust,.
Er ekki nóg samt sem er kreist af bílaeigendum alla daga hérlendis og verið er að bæta enn meiru þessa dagana.
En 30 kílómetrar eru líka óraunsætt á mörgum stöðum þar sem þau mörk eru og meirihluti ökumanna sem ekur yfir þeim snigilshraða dags daglega og eru margir Lögreglumenn ekkert öðruvísi en aðrir í þeim málum.
Lögreglan ætti frekar að eyða tímanum í að uppræta innbrotagengi og ofbeldismenn sem berja mann og annan en að eltast við fólk sem ekur á 100 kílómetrum á Beinum þjóðvegi á ökutækjum sem eru vel búin fyrir þann hraða.
Einfaldlega úrelt lög eins og svo mörg lög sem virðast aldrei vera endurskoðaður og breitt til nútímans.
!00 kílómetrar á góðum Þjóðvegi er einfaldlega enginn ofsahraði og langt því frá en miðað við sektirnar mætti halda að þetta væri dauðasök !
59% óku of hratt um Norðurfell | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 85270
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.