Hvernig væri að minnast einu sinni á Jafnrétti í umgengnis og forræðismálum.

Það er alltaf sama helvítis tuggan, Það skal berjast fyrir Jafnrétti í launum og Valdastöðum og öllum fjandanum fyrir konur en það er ekki jafnrétti sem verið er að berjast fyrir hérlendis heldur forréttindi kvenna í flestu sem hægt er.

það er einn málaflokkur sem er gersamlega út úr kúnni hérlendis og ekkert til sem minnir á Jafnrétti í þeim flokki og það eru málefni varðandi börnin okkar ís umgengni og forræðismálum.

En merkilegt að það er aldrei minnst á þetta málefni sem baráttumál þegar að Jafnrétti kemur enda eru mæður á Íslandi full sáttar við þessi ólög og óréttlæti og vilja bara hafa þetta svona um aldur og æfi. Skítt með Jafnrétti þar.

Allur réttur kvenna megin en feður geta bara étið það sem úti frís og halda kjafti þó brotið sé á skýlausum rétti barnanna til að umgangast báða foreldra.

Fyrr en þetta málefni verður tekið fyrir og farið fram á Jafnrétti í þessum málefnum þá trúi ég því að það sé verið að berjast fyrir Jafnrétti og fólk í þessari barátu sé sjálfum sér samkvæmt.

Ef fólk kynnir sér þessi málefni hérlendis og ber það saman við öll hin Norðurlöndin þá er það eins og að fá kjaftshögg að sjá stöðuna á Íslandi því hin Norðurlöndin eru í Nútíðinni en Ísland er í fortíðinni með 40-50 ára gamlar reglur sem allar eru á 1 veg "konan hefur réttindin og getur gert það sem hún vill varðandi börnin okkar og brotið allt sem hægt er að brjóta á réttindum barnsins ef henni sýnist svo"

Forræðismál eru sjálfdæmd móður í hag, mæður geta sagt upp forræði hvenær sem er, hvort sem það er gert af biturð út í föðurinn sem kemur forræðinu akkúrat ekkert við eða það liggur bara illa á móðurinni þá fer hún í dóm og fær Forræðið í áskrift því ekki má dæma sameiginlegt forræði hérlendis eins og á hinum Norðurlöndunum.

Sýnið að ykkur sé alvara í að koma á Jafnrétti og byrjið á því sem er borðleggjandi óréttlæti og misrétti hvernig sem á það er litið.

Þá trúi ég loksins að það sé verið að berjast fyrir Jafnrétti

 

 

 

 

 


mbl.is Ráðherranefnd um jafnréttismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 85113

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband