Hvetjið þá líka til aukinna réttinda feðra til umgengni

Hvernig væri að þetta blessaða Kvenréttindafélag Íslands benti líka á það að með auknum réttindum feðra til að umgangast börnin sína hafi mæður meiri möguleika á að taka meiri þátt á vinnumarkaðinum.

Það er lýðum löngu ljóst að réttindi feðra eru lágt skrifuð hjá Íslenskum Kvenréttindafélögum og öllum kvenlægum félögum hér á landi

Þegar einhverjar tillögur þess efnis að auka réttindi feðra á að umgangast börnin sín eða eitthvað í þeim dúr er lagt til þá er þessi félög sínkt og heilagt á móti öllu, þær vilja hafa málin eins og þau eru og hafa verið síðustu áratugina svo til óbreytt og eru í takt við tíðaranda fyrri parts síðustu aldar.

Ef feður fá aukin réttindi til að vera með börnin sín til móts við mæður þá eykst atvinnuþátttaka kvenna og þær hafa meiri tíma til að sinna sínum starfsframa og börnin fá þau sjálfsögðu réttindi til að umgangast báða foreldra til jafns.

Áberandi hvað kvennasamtök vilja berjast fyrir auknum réttindum kvenna og jafnréttindum á öllum vígstöðum en þetta mjög svo brýna málefni sem myndi jafna verulega aðstöðu kvenna til að vinna úti er ekki til í þeirra hugsun.

Þetta er gamaldags hugsanagangur fyrri kynslóða sem þær þurfa að breyta til nútímans og það ekki seinna en strax.

Löngu komin tími til að börnin á þessi landi hafi jafnann rétt til beggja foreldra.

 


mbl.is Heimgreiðslur úrelt hugmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband