Þetta eru mál sem má taka betur á

Þessi situr inni í 2 mánuði og svo út og hann er búinn að hálf drepa fólk. Þetta þykir dómsölum ekki jafn verðmætt eins og þegar ekið er of hratt á þjóðvegum eða peningar eru sviknir einhverstaðar í kerfinu.

Þetta er ekki hægt að bæta, Peninga má bæta.Hvort skiptir þá meiru ? 


mbl.is Í fangelsi vegna líkamsárása
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

skoða dóminn áður en þú dæmir! ef þú nennir því ekki áður en þú byrjar að gagnrýna, getur þú lesið þetta betur hérna.

http://www.visir.is/article/20071217/FRETTIR01/71217106

alltaf auðvelt að hrapa á niðurstöðu af illa ígrunduðu máli, á ég að hrapa á þá niðurstöðu að þú sért barnaníðingur af því að þú bjóst í Asíu! nei! HUGSA!

þreyttur á heimskum moggabloggurum! (ekki taka það sérstaklega til þín) (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 18:55

2 Smámynd: Toggi

Ertu að segja mér það að þú myndir ekki gera hvað sem er til að verja kærustu þina?
Þú hefðir bara leyft þetta og ekki sagt neitt? Ertu alger aumingi eða? Reyndar ekki við meira að búast af heimsku moggabloggurum... 

Þeir réðust á hann með goflkylfum og hann tók hana af þeim og barði þá á móti með henni.
Aðeins að kynna sér málið fyrst...

Toggi, 17.12.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Riddarinn

erum við að lesa sömu greinina vinur(eða hvað sem þú ert)

Ég er nú ekki alveg ókunnur svona málum síðan ég var yngri og þó ég hafi ekki lennt í því nákvæmlega saman þá þarf fólk að kunna að stilla sig eins og aðrir.

Ég hugsa að ég hefði þá dómgrein að berja fólk ekki með gólf kylfu,Hef reyndar lent í því að þurfa að verja kærustu einhvern tímann á yngri árum en þá var ég sleginn fyrst og sló þá til baka og það kostaði kjálkabrot.

Fólk er nefnilega ekki gert úr stáli eins og í bíómyndum og hrein vittleysa að detta þannig í hug.Þyrfti allavega meira til í mínu tilviki.

Spurning um common sence. 

Riddarinn , 17.12.2007 kl. 22:30

4 identicon

Held nú að algengustu morðin og manndrápin á Íslandi séu þegar fólk er að keyra of hratt væni minn:) þannig það er alveg full ástæða til að taka hart á því í dómstólum. Kannski spurning um að hugsa aðeins lengra..;)

hmmm (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 22:46

5 Smámynd: Riddarinn

Og ég tek það ekki sérstaklega til mín að þú ert orðin þreyttur á Heimskum bloggurum, ég tek það ekki til mín svo nó hard feelings

Hef nú ekki stórar áhyggjur af því og margt hefur maður heyrt um æfina en að ég sé heimskur er ekki eitt af því sem fólk segir við mig,og það gerir enginn framan í mig því það yrði fljót jarðað og snúið til föðurhúsana

RIDDARINN gengur stoltur frá vígvellinum og leggur málið í Nefnd

Riddarinn , 17.12.2007 kl. 22:47

6 Smámynd: Riddarinn

Hmmmmm! þú nafnlaus nr 4.? sko þetta er náttúrulega ágætur punktur hjá þér en það er samt stigsmunur á illskunni þegar maður lemur annan næstum til dauða eða keyrir bíl.

Það getur hvaða maður séð að högg með Gólf kylfu er mjög líklega lífshættulegt og það er einfaldlega spurning að hugsa lengra þó að æði leggi á menn og gera ekki hvað sem er.Það vantar suma,því miður.

Riddarinn , 17.12.2007 kl. 22:53

7 identicon

Það er munur á að lemja einhvern með GOLFkylfu (ekki gólf kylfu:D) og með 170 gramma álpriki...

Ef þú ætlar að tjá þig um þetta, skaltu kynna þér málið almennilega.

Árni (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 00:34

8 identicon

Ég er samt ekki að reyna að réttlæta neitt hér. Þú hugsar kannski að þetta sé gert af ásetningi, enda ekki við öðru að búast miðað við það sem sagt er í fréttinni. En allir sem þekkja mig vita að ég er ekki ofbeldishneigður og mér finnst alltaf betra að koma mér útúr kringumstæðum sem þessum með því að tala við aðilana sem eru í ósætti. Það var líka ástæðan sem ég hafði til þess að fara til þeirra þarna um kvöldið. Þetta var ekki bara ég kom þangað og byrjaði að hamra á þeim, þetta var auðvitað slæmt sem gerðist en enginn þurfti að vera í spelku í framan eftir að vera kjálkabrotinn. Það sem kom fyrir þá er vissulega alvarlegt en ekki eins og sagt er í fréttum eða í dómnum, það var mar á heila hjá öðrum þeirra og sprungin hljóðhimna og hinn var marinn á öxlinni. (samkv. læknisvottorðum).

 Þú getur líka lesið dóminn á domstolar.is undir héraðsdomur austurlands ef þú vilt komast eitthvað nær því hvernig þetta var í raun og veru.

Og það er líka í lagi að bæta við að þrátt fyrir allt sem gerðist þá erum við sáttir í dag, þ.e.a.s. ég og þessi sem varð verr útúr þessu, gætum alveg sest niður og fengið okkur bjór og talað saman.

 En ég vona að þú og þeir sem eruð að blogga um fréttir snúið ykkur til þeirra sem koma málinu við til þess að fá einhverjar staðreyndir til þess að blogga um, það mundi spara mikið takkapikk og pirring meðal viðkomandi og þeirra sem eru að blogga.

Kv. frá Austurlandinu.

Árni V. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 01:52

9 identicon

Já og meðal annar bara til að benda á slæman fréttaflutning, þá er þetta ekki fyrrverandi kærasta mín og ekki þáverandi. En samt sem áður erum við saman í dag og erum mjög hamingjusöm.

Það eru bara ennþá til vinir í þjóðfélaginu í dag sem hjálpa vinum sínum þegar á þarf.  Ekki bara þegar það henntar þeim vel.

Árni V. (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 02:03

10 Smámynd: Riddarinn

Hey, ánægður með þig strákur að koma bara hreint fram og já það er vissulega satt sem þú segir með fréttaflutning og ég hef sjálfur komið í frétt og það var allt snúið úr samhengi og getið í eyðurnar einhvað bull.

Það er helvíti hart að verða svo að lesa svona bull og kjaftæði um það sem maður veit kannski  betur um.

En það hvarflaði allvega að manni að maður skilur samt svolítið aðstöðuna sem þú hefur verið í og að maður geri bara það sem manni langar að gera þegar kærustu hefur í raun verið rænt og maður veit ekki meira hvað hefur gerst.

En samt eitt skemmtilegt við þetta í endann og það er að þið séuð saman eftir þetta, bara smá rómó eiginlega

En já hálf súrt mál eiginlega frá flestum hliðum og eiginlega ekki neinn endir sem er réttur fyrir alla.

Já mig hefur oft langað að tala við fólkið sjálft og sjá allar hliðarnar því allir sjá frá sínu sjónarhorni.

En ég er nú kannski ekki sá saklausasti á alla vegu síðan maður var yngri svo maður hefur séð þá hlið líka . við lærum allir á mistökunum, bara fjandi leiðinlegt þegar allt stendur í háa lofti.

Árni:færð mína afsökun hér með ef ég hef hallað á þinn hag.

En það var samt fínt að það leiddi til að ég talaði við hlutaðeigandi.Hlýtur að vera ágætis gaur eftir allt saman.Gangi þér bara vél og allt er gott sem endar vel,Right ?

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 04:12

11 Smámynd: Riddarinn

Svo má nú kannski bæra því við að maður glottir samt einhvern veginn hugsandi um þær myndir sem maður hefur séð þegar fólk er með golf kylfur umhálsinn og tilheyrandi látum  .

Usss... maður má ekki láta svona út úr sér Þá fellur á Geislabauginn

En þarna er sko sannarlega krassandi saga til að segja barnabörnunum þegar Pabbi kynntist Mömmu, sómir sér í Hetjusögur og Annála og fínt fyrir ræðuna í brúðkaupsveislunni :) Ekki er allt með öllu illt ef endirinn er rómó

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 04:34

12 identicon

Árni er topp gæi og ég myndi getað treyst þeim manni 100% ef það myndi halla á mig. Hann er sannarlega vinur vina sinna. Enda með skynsemina í lagi.

Hverjir hafa ekki orðið á því að missa skapið sitt, hvað þá þegar það kemur að stelpu sem maður hefur mikla hrifningu gagnvart!!??

Flott hjá þér Riddari engu að síður að hafa viðurkennt offarir þínar í að dæma. En sem maður sem hefur lennt í ósanngjörnum fréttarflutningi, þá hefðuru átt að sjá það í hendi þér að skoða málið betur áður en þú leggur dóm frá fréttafarflutningi íslenskra æsi fjölmiðla. Vona ég þessvegna að þetta kenni þér, þar sem þú hefur fengið lexíuna 2 sinnum, að tjá þig sem minnst um mál sem þú þarft að treysta fréttarflutningi.

Ég er á því máli að ég myndi 150% taka golfkylfu sem ég hefði gripið í lofti eftir reiðarhögg og snúa henni frá vörn í sókn. Ég myndi gera það hressilega, svo myndi ég bara taka því ef þreyttir bloggarar þyrftu að tjá sig um málið, einnig það sem dómstólar myndu vilja leggja orð í belg. Ef það hallar að konu minni eða börnum í dag, þá fær sá hinn sami margfalt til baka og hann skal vara sig. Sama hvort það væri steyftur hnefinn eða annarskonar jarðafara söngur.

Ef bloggarar vilja blogga um ósanngirni einhverja dómsmála, þá skulu þeir snúa höfði sínu frekar í þá átt sem tengist kynferðisofbeldi. Því þar er aldrei of harkalega dæmt sekann mann!

Rykið (með Jólagleði í hjarta)

Ottó Örn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 16:28

13 Smámynd: Riddarinn

Já þetta er það sem ég fíla á blogginu, fólk segir bara sitt og dregur lítið undan og þá kemur oft ný lína í málin

En kannski mótast þetta líka af minni reynslu þar sem ég fékk á lúðurinn algerlega án þess að hafa nokkurn tíman séð manninn á æfinni eða vissi neitt hver þetta væri.

Þetta poppaði svo bara upp í kerfinu og fyrndist og þar sat ég með framtíðar útgjöld í formi tannvinnu og fleiru sem þessu fylgir að láta berja úr sér hálfann kjammann .

Þessi viðurkendi að hafa gert þetta af handahófi og til að skemmta sér og þetta var ekki tekið alla leið því kerfinu var nokkuð sama á þeim tíma.

Svo hef ég aðra svona reynslu þar sem kvennamaður var alltaf árásar aðili þó að barn væri á milli og þetta var mjög erfitt mál  þar sem kvenmenn eru ekki taldir gera svona gangvart börnum enþað eru til kvk sem eru eins og Hulk Hogan ef þær eru íllar 

Kerfið er ekki mikið að taka á sona málum fyrr en allt er komið í klessu.Er samt að breytast með tímanum.

En fjölmiðlar sjá ekki mjög langt ínn í málin, bara toppinn á ísjakanum.

Svo þar kemur fram af hverju gerendur eru ekki sáttir við fréttaflutning því hann er svo oft kol vittlaust, en samt kannski það sem fréttamenn höfðu fengið annar staðar og trúa þeim upplýsingum og setja fram í góðri trú.Og stundum vita þeir og gera þetta viljandi því það hljómar meira æsandi.Eins og hann Eíríkur frétta snápur sem varð samt vinsæll.merkilegt hvað þetta vellltirstórum hlössum til lengdar. 

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 19:00

14 Smámynd: Riddarinn

Riddarinn er ánægður þegar hann sér að aðrir eigi góða vini sem eru viljugir að standa við bakið á hver öðrum,Kemur við ættjarðar stoltið í Riddaranum.

Allir saman EINN TVEIR !ÁFRAM GAKK VINSTRI SNÚ!

Öll dýrir í skóginum eiga að vera vinir .

Gott mottó 

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 19:25

15 identicon

Já bloggið getur verið góð dægradvöl. Enda sínir það sig hér að það getur varpað réttri mynd af máli. Þó svo ofbeldisverk séu aldrei einhvað sem skal verja. Enda er Árni langt frá því að vera ofbeldismaður, þó hraustur sé ;).

En ég kannast vel við að konur geti verið Hulk þegar þær verða illar, ég á eina smáa og pena, en ég má halda mér fjarri þegar hún vill mig fjarri hehehe :) (eins gott hún lesi þetta ekki :P).

En Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól og megi góður Guð vera með ykkur á þeim yndislega tíma.

P.S. Minn hugprúði Riddari, þú hefur sannarlega sýnt príði sanns riddara. Guð geymi þig!

Rykið (Vinur þessi manns er hann vel líkar) 

Ottó Örn (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 19:32

16 Smámynd: Riddarinn

mmmm... gaman að svona tjáskiptum og gagnkvæmri virðingu :)

Sýnir líka að menn, ungir og gamlir geta rætt um ýmis mál án þess að aldur skipti þar máli og flest allir hafa einhvað til síns máls. 

Mikið er þetta góð byrjun á Canarý, jibbbbííííí´LIVE IS GREAT.

Riddarinn hverfur inn í sólarlagið með strá í munnvikinu  

Á vit nýrra ævintýra á Canarý eyjum meðan landar hans skjálfa úr kulda sofandi ofaný lambasteikinni eftir annir Jólanna

Riddarinn er mættur að njóta allra Senjorítanna á spáni mmmmmmm,úfff en æ æ þær er  skapheitar eins og sólin hættuleg blanda, En þær grimmu gefa hann víst svo góðann sagði einhver

Ubsss. læt .þær bara vera og held mig við mína nýjustu  hún er ósköp þægileg , það er öruggast, á ekkert að vera að espa þessar elskur upp að óþörfu

Maður er nú farin að vaxa upp úr árunum og hárunum og þá róast lífið oft á annann skemmtilegann veg :)

Adíos Amigos. Gelðileg Jól !!!!!!!!!!! 

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 21:10

17 Smámynd: Riddarinn

mmmm... gaman að svona tjáskiptum og gagnkvæmri virðingu :)

Sýnir líka að menn, ungir og gamlir geta rætt um ýmis mál án þess að aldur skipti þar máli og flest allir hafa einhvað til síns máls. 

Mikið er þetta góð byrjun á Canarý, jibbbbííííí´LIVE IS GREAT.

Riddarinn hverfur inn í sólarlagið með strá í munnvikinu  

Á vit nýrra ævintýra á Canarý eyjum meðan landar hans skjálfa úr kulda sofandi ofaný lambasteikinni eftir annir Jólanna

Riddarinn er mættur að njóta allra Senjorítanna á spáni mmmmmmm,úfff en æ æ þær er  skapheitar eins og sólin hættuleg blanda, En þær grimmu gefa hann víst svo góðann sagði einhver

Ubsss. læt .þær bara vera og held mig við mína nýjustu  hún er ósköp þægileg , það er öruggast, á ekkert að vera að espa þessar elskur upp að óþörfu

Maður er nú farin að vaxa upp úr árunum og hárunum og þá róast lífið oft á annann skemmtilegann veg :)

Adíos Amigos. Gleðileg Jól !!!!!!!!!!! 

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 21:15

18 Smámynd: Riddarinn

Ha ha . Ég þoldi ekki villuna neðst á fyrra bréfinu, það var geðleg jól í stað Gleðileg Jól  . Rétt skal vera rétt .

Riddarinn , 18.12.2007 kl. 21:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband