Einföld skýring á þessu.

Það liggur í augum uppi að það sem gerst hefur í þessu tilviki er að maðurinn hefur nýlega misst tönn og auðvitað lagt tönnina undir koddann fyrir blessaðan Tannálfinn eins og öllum góðum börnum var kennt í æsku.

Það hefur svo líklega viljað til að Tannálfurinn hefur skellt sér í bæjarferð og til þess að vera skjótur á milli bæja hefur hann fengið sér smá Spítt í nös til að halda áætlun og svo hefur hann ætlað að slappa af eftir allt stressið í bænum þegar heim væri komið og fengið sér smá Hass til að eiga í pípu.

Hann hefur svo líklegast verið ansi spíttaður og hefur hann verið búinn að stelast í pípuna og ruglast á hendi þegar hann ætlaði að gefa honum glaðninginn fyrir tönnina og sett allt dópið í staðinn undir koddann.

þetta eru bara mannleg mistök og ekki hægt að saka aumingja manninn svona blásaklausan um neitt heldur á að reyna að ná í hnakkadrambið á Tannálfinum og skella honum í meðferð me de samme.

En það gæti orðið erfitt því öll mín æskuár þá náði ég honum allavega aldrei, sá fór varlega, hvernig sem ég ætlaði að góma gutta þá svaf ég hann alltaf af mér.

Það gekk betur þegar ég var 6 ára að nappa jólasveininn,eitt sinn þegar hann kom inn að nótt og kom inn í herbergið þá náði ég að berja á honum marg oft í hausinn en hann náði að hlaupa út og komst undan á harða hlaupum en reyndi ekki einu sinna ð fara út um gluggann.

Næsta dag þegar ég vaknaði þá var mamma við eldhúsborðið og ég held að Jólasveinninn hafi líklega rekist á hana á hlaupunum því hún var með glóðarauga og kúlu á hausnum og svo var hún ferlega morgunfúl við mig því hún hafði sofi illa um nóttina líklega eftir að jóli hafði rekist svona harkalega á hana.

Alltaf þegar ég sá jólasveina eftir þetta þá þá lét ég þá heyra það háum rómi hvað þeir höfðu verið vondir við mömmu og þeir voru fljótir að ýta mér af löppinni á sér þegar ég borgaði þeim höggin til baka sem mamma hafði fengið frá þeim.

Maður getur nú ekki liðið honum Jóla allt, hann verður nú að fara varlega í vinnunni.Angry

 


mbl.is Geymdi fíkniefnin undir koddanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 85150

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband