Ótrúlegt að ætlast til að fólk lifi á svona smápeningum.

Þetta nær auðvitað ekki nokkurri átt að fólk sem er í forsvari fyrir þessi mál skuli virkilega geta horft framaní annað fólk og sagt að þetta eigi að duga fyrir því sem þarf á landi þar sem allt er á okur verði og allt sem við kemur húsnæði og lífsins nauðsynjum er glæpsamlega dýrt.

Ég myndi persónulega aldrei geta dregið fram lífið á þessu bull bótum hvernig sem ég myndi herða sultarólina.það eru nú ekki nema vist mörg göt á sultarólinni og þegar á síðasta gat er komið þá bráðlega missir maður allt niður um sig.

Það er einn alþingismaður sem þykir þessi hópur hafa full gott og að þetta sé bara kellingavæl að segja að þetta sé of naumt í askana látið.

Þetta er hann Pétur Blöndal sá öðlingur sem seldi fyrirtækið sitt á nokkur hundruð milljónir og Bankabókin og tékkreikningurinn hans er ekki alveg á leiðinni að tæmast á næstunni.En hann getur leift sér að segja að öryrkjar eigi bara að geta haft það fínt og maður fær á tilfinninguna eftir að hann líkur máli sínu að það hljóti að vera nóg afgangs til að leggja í sjóð til elli árana af öllum auðnum sem eftir er um hver mánaðarmót.

Og svo er nokkuð víst að hann þarf ekki að bíða fyrir utan Fjölskylduhjálpina eftir jólamatnum þessi jólin frekar en þau síðustu.

En einn Alþingismaður á skilið mikið hrós og þakkir og ég skyldi glaður fara á hnén í virðingarskyni fyrir þá  konu sem heitir Jóhanna Sigurðardóttir.

Þvílíkt heil og sanngjörn í sínum baráttumálum og ekki er hún að moka undir sinn hag eða eingöngu að berjast fyrir þá auðugu þar sem hún fengi meira klapp á bakið og greiða bak við tjöldin.

Það kemst engin með tærnar þar sem hún hefur hælana og enginn nennir að berjast fyrir hag þeirra lægst settu í þjóðfélaginu eins og hún.Frábær kona, ég segi það aftur.

FRÁBÆR KONA !!!!!!! Og heil í gegn.

Ég er ekki mjög pólitískur og það getur vel verið að ég telji ekki einhverja fram sem eiga hól skilið en þetta eru einstaklingar sem ég hef tekið eftir sérstaklega vegna þessara mála þó það séu vissulega mismunandi góðverkin sem hægt er að telja upp hjá Pétri eða JÓHÖNNU.

 Ég er líka svo heppinn að vera ekki í þeim sporum að vera öryrki eða í þeim ólukku sporum sem þessi grein fjallar um en ég er bara búinn að fá mig fullsandann á þessu bulli hérlendis að þessar smánar fjárhæðir eigi að duga fólki til að draga fram lífið.

Það vita allir sannleikann, það er ekki hægt fyrir eðlilegt fólk!Hættið að snúa blinda auganu að vandamálinu.

Ráðamenn og Alþingismenn, skammtið ykkar heimili samskonar fjárhæð 1. mánuð og sjáið hvar það endar.Mig grunar að eftir fyrstu vikuna væri ísskápurinn tómur og á annarri viku væru reikningar farnir að safnast upp, á þriðju viku væruð þið komnir með þunglindi og á 4 viku væruð þið vonandi farnir að berjast fyrir bættum kjörum þessa hóps.

Kannski full bjartsýnn en sakar ekki að vona það besta,Vonin er stundum það eina sem fólk hefur til að hugga sig við.

Lítið á mest skoðaða bloggarann hana Þórdísi Tinnu,móðir með lungnakrabba á lokastigi og þarf undir það síðasta að lifa á smá aurum með heimili og börnin á framfæri.(innskot,loksins er komin söfnun handa henni,ný bloggaðar uppl. frá henni)

Fólk þarf að hafa endalausar peninga áhyggjur síðustu dagana sína, eins og allt sem fyrir er sé ekki nóg fyrir sálartetrið.Djíses hvað þetta er absúrd þegar sumir eru syndandi í peningum og hafa ekkert við allan þennan auð að gera nema að ávaxta hann meira og hækka fjárhæðina  

Það þarf oft að slá fólk svo það finni sársaukann.Sumir þurfa að hvernig það er að verða blankir til að skilja hvernig það er að vera blankur.Annars er þeim alveg sama.


mbl.is Neyðin eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 85122

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband