17.5.2012 | 08:15
50 milljónir í vaskinn fyrir lítið bæjarfélag!
Er þetta ekki alveg ótrúlegt að það skuli vera vera gerðir ráðningasamningar sem sjá til þess að manninum verði borguð laun til 2015 ef honum er sagt upp?
Hverskonar óvirðing er þetta gagnvart fjármunum þeirra sem borga skatta og gjöld til bæjarfélagsins að semja um svona rán á almenningi ef manneskja er látin taka pokann sinn ef aðrir aðilara tala við stjórn?
Hvað á svona kjaftæði að viðgangangast lengi í Íslensku þjóðfélagi að láta eins og það séu til peningar í hverjum vasa í ómældu magni til að borga svona fáráðnlega samninga til manna fyrir það að hætta,eru þeir sem semja þessa samninga algerlega heilalausir hálfvitar upp til hópa og gersamlega sama um peninga bæjarfélagisns ?
Ef þetta er ekki að taka almenning sem borgar sína skatta í ósmurt rassgatið þá veit ég ekki hvað þetta kallast en það á að sækja þá sem gera svona samninga til saka fyrir rán á almannafé því þetta er ekkert nema ábyrgðarleysi og svívirða gagnvar almenninga að bjóða upp á svona bull og kjaftæði ár eftir ár aftur og aftur og menn virðast aldrei læra af reynslunni.
Hvers vegna eru þessir háu herrar með margra ára samninga þegar almenningur fær skít og ekkert fyrir margra ára starf hjá sama fyrirtækinu ef því er sagt upp?
Hvernig væri að þeir sem gerðu samningana væru látnir borga launin hans úr eigin vasa,þá myndi eitthvað heyrast því menn ausa ekki sínum eigin peningum út um gluggann en ef þeir semja fyrir aðra þá er hægt moka út gullinu út og suður eins og ekkert sé sjálfsagðara.
Svo er næsti samningur gerður með sama fáráðnleika og heimskulegu bruðli og almenningur látin borga brúsann ef nýr meirihluti tekur við í bæjarstjórninni.
Finnst fólki þetta allt í lagi að láta fara svona með peningana sína sem það borgar í skatta og gjöld sem á með réttu að fara í rekstur og framkvæmdir og borga upp skuldir hjá bæjarfélögum sem flest eru með allt niðri um sig og á hvínandi kúpunni eftir bruðl síðustu ára.
Bæjarstjórinn í Garði rekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég skora á hreppsbúa í Garðinum. Rekið bæjarstjórnina á stundinni, og neitið að borga öll biðlaun. Enginn hefur rétt til að semja svona um annara peninga!!!
sammi (IP-tala skráð) 17.5.2012 kl. 08:58
Er þetta bara ekki enn eitt dæmið sem sýnir hversu yfirgengileg spillingin er á Íslandi, ekki bara í pólitík.
Guðmundur Pétursson, 17.5.2012 kl. 12:36
já það eru 2 aðilar í þessu máli sem eru siðlausir þykir mér.
Fyrsta lagi eru það þeir sem semja svona við Bæjarstjórann um peninga sem bæjarbúar borga með sköttum og gjöldum og í þokkabót þá borga þeir aðilunum morðfjár fyrir að gera svona ránsamning við Bæjarstjórann.
Svo er það líka Bæjarstjórnin sem var ráðinn og samþykkir að fá laun í nokkur ár og tugi milljóna ef hann fer frá eða verðurlátinn fara frá, Að samþykkja svona siðleysi í samningi ætti líka að vera refsivert því það er ekki mikil umhyggja í grunninn fyrir bæjarfélaginu sínu að semja um að tugir milljóna muni flæða í vasa hans úr vasa bæjarfélagsins þó hann sé látinn hætta þá er fáráðnlegt að borga mönnum laun í mörg ár upp á 50 milljónir sem eru hærri en æfilaun sumra.
Þetta eru peningar bæjarbúa í Garðinum sem fara í vasa fyrrverandi bæjarstjóra,Peningar sem hann á að sjá um og veita aðhald í starfi sínu sem Bæjarstjóri en sú umhyggja nær ekki lengra en þennan stutta tíma sem hann var í starfi og svo meiga bæjarbúar borga og borga næstu árin ef hann er látinn fjúka úr starfi.
Riddarinn , 24.5.2012 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.