27.4.2012 | 10:18
Ekkert stutt við fólk sem er að mennta sig.
Þetta Íslenska þjóðfélag og kerfið í heild sinni er algert aumingja kerfi þegar kemur að menntun þeirra sem eiga að vera framtíðin og taka á sig að rífa landið upp úr östutónni sem það er komið í eftir fall síðustu ára.
Það verður að fara að endurskoða hlutina frá upphafi ef það á að verða einhvað annað en eymd og volæði hjá komandi kynslóðum eins og það er nú þegar orðið,ekki batnar það ástand þegar menntun situr á hakanum og framfarir verða engar með ómenntaða landsmenn.
Það er nú einu sinni þannig að þær þjóðir sem hafa minnstu menntunina eru þær þjóðir sem missa af lestinni í þróun og framförum og ekki vantar okkur meiri niðurgír hérlendis en við eru bókstaflega í bakkgír hvað varðar að styrkja fólk til náms.
Mörg önnur lönd gefa þeim ungmennum styrki sem halda til náms og það þarf ekki að borga það til baka því það er ekki hugsunin þar að vera búin að safna milljóna skuldum þegar fólk kemur úr námi og hinar þjóðinar átta sig á því að það er framtíðar auður að hafa landsmenn menntaða og hæfa til þess að byggja upp þjóðarbúið.
16-20 ára nemendur í fjölbrautarskólum og svipuðu hafa enga góða góða kosti né lán takk fyrir,hvernig eiga þeir þá að vera í skóla nema þeir hafi foreldra að framfleyta sér, eða vinnu sem er að skornum skammti og skóli er ekkert annað en vinna og aftur vinna.
Háskólanemendur fá stundum námslán já....sem nægja varla fyrir meira en leigu í þessu okur þjóðfélagi,lepja dauðan úr skel ef þeir hafa ekkert annað en ef þeir hafa einhverjs smáaura annarstaðar þá er séð til þess að skera niður lánin þannig að það sé engin leið að lifa af.
Það er séð til þess að það sé örugglega ekki nægilega mikið til þess að bæði leigja og borða líka eða til þess að borga allt sem þarf til eðlilegs lífs hérlendis,yfirvöld vilja ekki sjá það að það er ekki vegur að lifa á þessum smáaurum.Setja hausinn í sandinn að hætti Strútsins.
Ég fór í skóla aftur síðasta ár eftir áratuga hlé og ég og fjöldinn allur af samnemendum mínum lepur beinlínis dauðan úr skel þegar það er við nám. Einn skólafélagi minn sem er með barn á framfæri hafði ekki borðað í 2 og hálfann dag, skalf af næringaleysi eftir að vera nýkomin úr heimsókn af geðdeild þar sem hún var að fara yfir um af áhyggjum,gat ekki lifað sjálf né framfleytt barninu sínu sómasamlega því fjöldi námsmanna á ekki fyrir mat dags daglega, sveltur heilu hungri en það leynir þessu út á við því hver vill opinbera svona stöðu fyrir öðrum og fólk reynir að halda stoltinu eins lengi og mögulegt er en hvað gengur það lengi upp?
Vanar alla framtiðar hugsum hjá stjónvöldum varðandi nám landsmanna,Ísland er þriðja heims land á mörgum sviðum og það er ekki að batna heldur hríðversna.
Látin hætta í skóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 85270
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.