13.3.2012 | 12:29
Hálfhugsuð þvæla í reglugerðum
Er ekki allt í lagi með þá sem eru að setja þessar reglur?
Dettur þessu reglugerðar bullukollum virkilega í hug að það sé hægt að breyta þessu með einu pennastriki og hleypa þessum 25 kílómetrum snigla hraða inn í umferðina þar sem þessi hjól verða bara keyrð í klessu og þeir einstaklingar sem þau keyra kemba ekki hærunar oftar eftir að eitt stykkifólksbíll hefur limlest þau.
Svo verða þessi hjól rándýr með tolla á við létt bifhjól sem bera geðveik gjöld og tryggingar og út í hött að versla svona hæg gengt dótarý fyrir mörg hundruð þúsund Íslenskar Gullkrónur til að vera á skriðhraða innan um stórhættulega umferð á margfallt meiri hraða.
En það er hins vegar ekki góður kostur að hafa einhverja ábyrgðarlausa krakka eða unglinga sem eru því miður oft tillitslausir og virðist standa á sama um allt nema sjálfa sig sikk sakkandi á milli gangandi vegfarenda sem eru á miklu minni hraða og eru í stórhættu að fá þessi hjól á sig sem geta hæglega stórslasað fólk sem fyrir þeim verður.
Það virðist vera sem reglugerðar bjálfarnirá Íslandi haldi að við séum staddir í Danmörku þar sem eru sér afmarkaðir hjólastígar fyrri svona hjól og reiðhjól en hins vegar engir fótgangandi í hættu né bílar sem eru á allt öðrum hraða því þeir eru á akrein sem hentar þeirra hraða.
Það þarf engan snilling að sjá að lítið farartæki sem er á 25 kílómetra hraða á enga samleið á akrein þar sem eru stórir bílar á 50-80 kílómetra hraða og það er ekki spurning um hvort heldur hvað margir koma til með að láta lífið ef þessi hjól fara á almenna vegi í þeirri umferð og hraða sem þar á sér stað.
Herða reglur um nýju fararskjótana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það hefur nú aldrei verið hátt vitmunastigið á alþingi.
landið eins og það er og þetta dettur þeim í hug, ofurskattar, álögur og gjöld á hjól.
hefði einmitt vantað að fá þessi hjól meira inn, hækkandi bensínverð er orðið þannig. (mun aldrei lækka, bara hækka, útí hið óendanlega.)
þetta minnir mann svoldið á fyrstu járnbrautarlestirnar, fólk var í fyrstu hrædd við að það gæti dáið ef það færi yfir 25km hraða.
sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 18.3.2012 kl. 22:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.