Líklega reykingamenn sem mótmæla.

Þegar kemur að svona ályktunum þá mætti taka fram hvort það hafi verið reykingamenn sem ályktuðu á móti þessu því reykingamenn berjast með kjafti og klóm á móti því sem beinist gegn besta vini þeirra og vaða yfir rétt reyklaus almennings að fá að vera í hreinu lofti og þykir ekkert að því að svæla viðbjóðnum yfir aðra til að þeir fá svalað fíkn sinni og ég er alveg búin að fá uppfyrir haus af þessu mannre´ttinda kjaftæði sem reykingamenn röfla alltaf um.

Það eru óteljandi ástæður fyrir að ég kýs aldrei Sjálfstæðisflokkinn og núna bættist ein ástæðan við og ég tel löngu komin tíma á að fara að taka á þessum óþolandi reykingar drullupumpum sem svæla yfir allt og alla sí og æ og röfla svo um "mannréttindi"meðan þeir svæla yfir okkur hin sem ekki reykja.

Réttindi reykingarmannsins eru brot á sjálfsögðum réttindum þeirra sem ekki reykja og persónulega þykir mér það niðurlægjandi við orðið mannréttindi að setja það í sambandi við réttindi reykingarfólks að svæla framan í þá sem reykja ekki .

Fínt að þrengja að þessum eitursugum,þokkalega vel liðið hérna megin og styð það af heilum hug :)


mbl.is Heimdallur hafnar tóbaksbanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég blogga ekki. Tilvist blogga fer í taugarnar á mér. Það ætti að banna blogg.

Teitur (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:29

2 identicon

Það er margt sem að skaðar samfélagið okkar svipað mikið og tóbak en fær ekki sömu meðferð. T.d. sykur og áfengi. Eini munurinn er að meirihluti fólks neytir þeirra þannig að lýðræðið ræðst ekki gegn þeim á sama hátt og minnihluta.

Ég reyki ekki og er á móti þessu. Ég vil hafa neyslufrelsi á Íslandi.

Sumir geta ekki hugsað lengra en um eigið rassgat, það er mikil fötlun að vera þannig. Kemur því ekki á óvart að þú spurjir svona, reiknar með að allir séu eins og þú sjálfur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:38

3 identicon

Hvar í veröldinni verðuru svona mikið var við reykingar fólks ?? Það má eiginlega ekki reykja neins staðar þannig að ég er ekki alveg að skilja þetta !! Hvað eru mörg ár síðan þú hættir ? Greinilega allavega 10 ár því á síðustu 10 árum hafa reykingamenn verið ýtt lengra og lengra burt og til hliðar. Svo er það annað hvað drekkur þú marga bjóra á viku ??? Ertu til í að fara til læknis og fá lyfseðil fyrir bjór ?? Standa svo í röð í apótekinu til að leysa hann út. Nenni ekki a' hlusta á ykkur bloggarana lengur mér finnst alveg tímabært að þið hættið að hafa ritfrelsi þetta gengur náttúrulega ekki kannski Sif geti farið með það næst þegar hún hefur ekkert annað að gera held að þessi kelling ætti kannski að snúa sér frekar að einhverju mikilvægara efni en þessu. Veit ekki betur en að læknadópið sem er að fara með stóran hluta ungmenna í gröfina sé að koma sömu leið og tóbakið á að fara. Þetta er trix hjá þeim til að fá okkur til að hætta að tala um læknanna, landlækni og velferðaráðneytið sem er búið að skíta upp á bak í sambandi við þessa lyfjafíkla!!

solla (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 22:57

4 identicon

Geir, viltu neyslufrelsi en á sama tíma hafa heilbrigðisþjónustuna í þeirri mynd sem hún er í dag?

Ef svarið er já, geriru þér þá grein fyrir því að þú og aðrir skattborgarar niðugreiða heimskuna í öðru fólki?

Að setja sykur í sama flokk og áfengi og tóbak er ekki gáfulegt. Einfaldlega vegna þess að sykur hefur einungis slæm áhrif fyrir þann sem neytir hans.

Ólíkt því sem Heimdallur heldur fram þá er skaðsemi óbeinna reykinga ekki umdeild.  http://www.ws3.heartstats.web.baigent.net/datapage.asp?id=3863

Óbein áhrif áfengisneyslu eru einnig öllum ljós.

Það er smátt og smátt verið að vinna að því banna reykingar, þetta nýja frumvarp er bara skref í áttina.

Eflaust verður neysla áfengis bönnuð í framtíðinni, en það er bara óraunhæfara að það taki eins skamman tíma og reykingarbann og á ekki að vera einhver ástæða fyrir því að ganga ekki skrefið með reykingarbann.

Afhverju leyfum við ekki bara öll önnur fíkniefni ef þetta er bara spurning um persónufrelsi? Sama fólk og vill alls ekki lögleiða marijuana og önnur fíkninefni vill ekki sjá reykingabann? 

Bara af því að maðurinn vissi ekki um skaðsemi reykinga þegar þær komu til sögunnar þá eiga sígarettur meiri rétt á sér en marijuna?? Það er ótrúleg hræsni í kringum reykingar...

Ég tek fram að ef reykingarfólk og aðrir fíkniefnaneytendur eru tilbúnir að samþykkja að greiða fullt verð fyrir heilbrigðisþjónustu sem tengist beint noktun eiturlyfjanna þá má það mín vegna gera hvað sem það vill.

En á meðan svo er ekki þá hefur þetta ekkert með frelsi að gera heldur sanngirni.

Arnþór (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:06

5 identicon

Halló.

Ég er mjög mótfallin reykingarbanninu. Samt er ég hætt að reykja og fannst það frekar erfitt. Mér finnst ennþá dálítið erfitt að finna lykt af sígarettum. SAMT finnst mér ekki rétt að samþykkja svona drasktískt reykingarbann. Þetta skerðir algjörlega frelsi einstaklinga. 

Þegar ég byrjaði að reykja á sínum tíma þá var það MÍN ákvörðun.  Ég hafði val!! Þó ég hafi augljóslega valið rangt. 

Væri í alvöru ekki gáfulegra að byrja á réttum enda ? að reyna að koma í veg fyrir það sem er að drepa börn. þ.e. dópneysla, vændi, læknadóp!? 

Steinunn (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:24

6 identicon

Ég hef ekkert á móti því hvað hver og ein manneskja ákveður sjálf að setja inn í sinn líkama, hvort sem það er nikotín, áfengi eða annað eiturlyf. Hver sá sem skipar sig í stöðu til að taka þessar ákvarðanir fyrir aðra mætti alveg koma sér af sínum háa hesti.
Arnþór, ef þú ert að tala um að reykingarmenn borguðu minni skatta og fengju að sjá um sín eigin heilbrigðismál, þá myndi ég byrja að reykja.

Teitur (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:27

7 identicon

Fyrsta setningin mín orðuð frekar kjánalega... vonandi skilst hún samt.

Teitur (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:29

8 identicon

Ég er að tala um að á meðan reykingafólk fær niðugreidda heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdóma sem má með óyggjandi hætti rekja beint til tókaksnoktunarinnar þá er þetta ekki spurning um frelsi heldur sanngirni.

Ég kæri mig ekki um að skattpeningarnir mínir fari í að lækna fólk af sjúkdómum sem fólk nær sér í vegna heimskulegrar iðju.

Ef hinsvegar reykingafólk er tilbúið að borga að fullu fyrir þessa heilbrigðisþjónustu þá má það reykja eins og það vill. Svo lengi sem það er ekki ofan í mér.

Arnþór (IP-tala skráð) 2.6.2011 kl. 23:55

9 identicon

Hljómar vel. Komdu þessu í gegn og ég skal byrja að reykja.
Mér líkar ekki heldur við að borga fyrir heimsku annarra. Önnur dæmi um svonalagaða óþarfa heimsku eru t.d. mikil sykurneysla, mikil neysla á djúpsteiktum mat, þegar fólk slasast í jöklaferðum eða fallhlífastökki, mótorhjólaslys o.s.frv.

Teitur (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 00:02

10 identicon

Fullkomlega sammála þér með hin dæmin.

Skil samt ekki afhverju þú vilt byrja að reykja ef heilbrigðsþjónustan breytist í þessa átt.  Þráiru styttra líf, þjáningarfulla sjúkdóma og að borga alveg fyrir það sjálfur? :)

Arnþór (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 00:29

11 identicon

Ég þrái meira frelsi og tel að takmörkuð tóbaksnotkun (nóg til að sleppa úr heilbrigðiskerfinu hérna) væri þess virði. Ég mundi glaður fórna einhverjum árum af lífi mínu fyrir frelsi hin árin. Ég tel að ég gæti notað peningana sem ég myndi spara á skattinum (borga ekki fyrir þjónustu annarra, og þeir ekki fyrir mína) á mun hagkvæmari hátt en ríkið.

Teitur (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 00:38

12 identicon

Ég botna ekkert í þér. Afhverju þarft þú að byrja að reykja? Þú værir einmitt ekki að fara spara neitt á því. Allir myndu borga sömu skattana fyrir grunnheilbrigðisþjónustu (sem tengist ekki gáleysi eða misnoktun af einhverju tagi). Þú myndir hinsvegar borga að fullu fyrir meðferð vegna tóbaksnoktunarinnar.

Þú þarft ekki að fórna neinu sjálfur.... breytingarnar myndu taka gildi hvort sem þú byrjaðir að reykja eða ekki. :)

Arnþór (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 01:01

13 identicon

Þú þekkir greinilega engan Heimdelling. Heimdellingar trúa á frelsi einstaklingsins og myndu berjast fyrir að hallærislegasti náungi heims fengi að iðka heimsins asnalegasta áhugamál, svo lengi sem það skaðaði engan, eða skemmta sér með uppblásnum dúkkum eða hvað annað sem kynni að valda þeim bjánahrolli. Það reykja álíka margir Heimdellingar og KFUM drengir...Frjálshyggja snýst ekki um hvað maður gerir sjálfur, heldur einmitt að maður væri tilbúinn til að deyja fyrir rétt einhvers hálfvita að iðka sínar ömurlegu skoðanir og lífsstíl eða aðhyllast trúarbrögð eða stjórnmál andstæð manns eigin. Þannig slær hjarta frjálshyggjumannsins. Og þannig slær hjartað í öllum alvöru lýðræðissinnum bæði til hægri og vinstri: FRELSIÐ OFAR ÖLLU! Ríkisstjórn okkar lands er fasísk og því neyðist ég vinstrimaðurinn til að kjósa til hægri eða sitja heima. Ég auglýsi eftir frjálslyndum vinstri flokki, ekki Eurofasistum og græningja kommum! Nei takk fasismi! Bönnum fasisma!

Vinstri frjálshyggja (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 01:11

14 identicon

Ekki vera vitleysingur...

Sverrir Torfason (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 01:29

15 identicon

Þetta er hræsni í þér Arnþór.  Ef reykingamenn eiga að borga extra fyrir eigin afglöp, þá eiga barasta allir að borga fyrir sig í heilbrigðiskerfinu. Það er ekki hægt að segja að allir eigi að borga grunnþjónustuna, meðan fáir hverjir þurfa svo að nota hana. Annað hvort borga allir sama eða hver fyrir sig.

Guðmundur Einarsson (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 02:07

16 Smámynd: Hans Miniar Jónsson.

Það eru alls ekki bara reykingamenn sem mæla á móti þessu banni.

Lang flestir reykingamenn styðja takmörkun á reykingastöðum með það í huga að reykfrjálsir séu frjálsir til að vera áfram reykfrjálsir.

Lang flestir reykingamenn styðja harðari refsingar og aukið eftirlit til að koma í veg fyrir að börn fái aðgengi að síkarettum.

Og ég myndi persónulega vilja sjá innflutning á sænsku snusi. (Enginn "second hand smoke" þar.)

Það myndi ekki eyða tóbaki að banna það. Það myndi bara fara í ólöglega sölu, mikið til unglinga sem finna hvergi löglegann sölumann sem selur þeim í dag.

Hans Miniar Jónsson., 3.6.2011 kl. 03:02

17 identicon

Reykingar eru á útleið, bann mun gera þær vinsælar aftur, sérstaklega hjá unglingum sem sækja í allt bannað. Þetta er heimskulegt bann og ad hominem "rök", fyrsta rökvillan sem manni er kennt að forðast í heimspeki og rökfræðum, eins og þú kemur með breyta því ekki. Þú fellur með að nota tvenn ad hominem "rök", fyrst að þetta sé ómarktækt út af því hver bar fram rökin, í þessu tilfelli Heimdallur, og svo næstu ad hominem "rök" þín að Heimdallsmennirnir hljóti að reykja sjálfir, eins og skoðanir reykingarmanns séu ómarktækari en annars...(það er einmitt enginn sannfærðari um að hvetja aðra til að reykja ekki en reykingarmaður með bitra áratuga reynslu!) Þú ert því kolfallinn á rökfræði prófinu!!! Þú ert ekki heimskur drengur, þannig að hættu að gera þig að fífli með að þykjast vera það.

PS: Frjálshyggjan lifi!

Anti-Ad-Hominem (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 05:39

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég vil láta banna andfýlu og svitalykt. Alveg með ólíkindum að andfúlt fólk og sveitt skulæi fá að vera innan um hreint og vellyktandi. Er ekki einhver þingmaður sem getur tekið á þessu alvarlega máli? Svo á ekki að selja feitu fólki mat.

Hverslags frekja er þetta í fólki sem er komin hálfa leiðinna að éta í sig hjartastopp og vill fá sömu þjónustu á spítölum og þeir sem éta normalt mikið? Auðvitað á að banna þetta allt sem fyrst. Heimsku t.d. á að banna strax, setja upp gapastokka á þingvöllum fyrir atvinnulausa og hálshöggva bankamenn, þingmenn og ráðherra sem gera misstök í starfi. Aftökurnar gætu farið fram á þingvöllum og hægt væri að selja túristum inn á svæðið....

Svo mæli ég með frumvarpi til laga hvernig hægt er útrýma kjaftæði á blogginu....og banna það...

Óskar Arnórsson, 3.6.2011 kl. 08:02

19 identicon

Reykingar auka einungis líkurnar á sjúkdómum. Bindindisfólk hefur x líkur á að fá krabbamein en reykingafólk x+y líkur. Hvers vegna á þá reykingarmaður að borga fyrir meðferð bindindismanns en hann fær ekki sína meðferð borgaða? Hvað með ef hann hefði fengið krabbamein hvort sem hann reykti eða ekki?

Ef reykingar leyfðu manni að vera ekki neyddur  til að borga fyrir aðra, og ekki að neyða aðra til að borga fyrir sig, þá myndi ég byrja að reykja.

Teitur (IP-tala skráð) 3.6.2011 kl. 10:41

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það eiga að sjálfsögðu allir sem vettlingi geta valdið að reykja og drekka til að auka skattatekjur Ríkissjóðs! Aldrei að vita hvort íslendingar geti ekki bara drukkið og reykt sig út úr peningakrísunni í landinu!....og endilega lækka drykkju og reykingaaldurinn og fá börnin til að hjálpa til...Alvöru hugsandi þingmenn landsins hljóta að taka svona fjármála hugmyndum fagnandi...gáfurnar leka út úr eyrunum á þeim.

Óskar Arnórsson, 3.6.2011 kl. 10:50

21 Smámynd: Riddarinn

Já Þetta málefni hefur löngum verið umdeilt og er greynilega ekki á leið að verða nein þögn um þettta ennþá en þvílík rök sem maður þarf að hlusta á se flest lúta að því að það séu önnur vímuefni lögleg sem ólögleg sem skaði líka og það er alltaf hlaupið í skól undir þeim en ekki verið að ræða sjálft málið sem eru reykingarnar.

Einn hérna vildi meina að ég væri fyrrum reykingamaður og eflaust hættur fyrir 10 árum en það er eins rangt og hægt er því faðir minn reykti mikið og því miður kunni sá mæti og góði maður ekki heldur að fara með vín en hann tók mig einn daginn á alvarlegt eintal þar sem hann sagði hann sagði við mig "Það er allt í lagi að drekka stöku sinnum en í guðs bænum byrjaðu aldrei að reykja því það er verra en allt annað fyrir þann sem það gerir"

Þetta sagði pabbi minn þótt hann kynni hvorki með vín né tóbak að fara og það var ekki góð líðanað horfa uppá hann þegar hann lá banaleguna með krabbamein orðinn 40 kíló þegar hann grátbað um að fá að reykja í rúminu og sagðist deyja ef hann fengi ekki sígarettu...hann dó 2 dögum seinna bara skinnin og beinin hrukkóttur og gulur eftir áratuga reykingarnar og þar féll einn sá besti maður sem ég hef notið samvista við í valinn fyrir besta vini sínum sígarettunni.

Ég tók hann á orðinu og mér hefur aldrei dottið í hug svo mikið sem taka einn smók af sígarettu í lífinu því í fyrsta lagi þóttti mér það alveg ótrúlega heimskulegt að vera sjúgandi illa lyktandi reyk ofan í sig og lykta vðbjóðslega á eftir og svo var endalaust þung skítalykt þar sem hafði verið reykt og sá bara ekkert jákvætt við þennan fáráðnlega sið og þegar vinirnir voru að reyna að draga mig út að prufa pípu eða sígarettur sem þeir höfðu stolið frá foreldrunum þá stóð ég alltaf fastur við mitt að aldrei skildi ég verða eins og hinir bjánalegu strákarnir með lafandi sígarettu í munnvikinu sem héldu að þeir væru Cool eða svalir,þvílík aula hugsun að sjá eitthvað flott við svona að það hálfa væri nóg.

En varðandi þetta bann sem fyrihugað er þá er það auðvitað mjög stíft og harkalegt  og það er bara það sem þarf til að slá á þessa subbu siði og það er reyndar ótrúlega stutt síðan það var talið óhugsandi að banna reykingar í bíóum í hléum og hvar sem reykt var hér áður fyrr en núna er tíðinn önnur sem betur fer og enn fastar herjað á drullupumpum sem sjúga þetta belvaða subbu drasl.

Það sem er fáráðnlegt í dag er það ekki endilega fáráðnlegt í framtíðinni og reykingarfólk sem stendur á svölum er gott vitni um þá breytingu sem er orðið á hugarfari varðandi reykingar á heimilum þar sem áður var reykt ofaný börn og alla sem voru nálægt og fussað og sveijað ef eitthver kvartaði yfir því.

Ef þetta bann verður að veruleika þá verður það ekkert mál eftir vissan tíma þegar fólk hefur vanist því. því fyrr sem skrefin verða stigin því betra.

Batnandi fólki er best að lifa....reykjandi fólki er best að hætta :)

Arrrrrrrrrrrrrrrr.....Nú rýkur eflaust úr öllum götum sumra sem reykja og það sýður á þeim að þessi tillaga sé lögð fram til að þrengja það þeirra besta vini.....so what,ég hef minn rétt til að vera á móti reykingum alveg eins og aðrir hafa sinn rétt að vera fylgjandi þeim en mín stefna er á uppleið í kerfinu meðan málstaður þeirra sem eru fylgjandi reykingum veikist og veikist...eins og reykingarmennirnir veikjast frekar en þeir sem ekki reykja.

Riddarinn , 8.6.2011 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband