Rosalega þykir mér þetta nú líklegt......Not!

Maður á nú ekki orð yfir svona bulli, ég er alveg handviss að naglarnir sem ég fann um daginn í naglakassanum mínum eru úr Örkinni hans Nóa.

Líklega spyr eitthver hver hafi framleittt þessa nagla sem fundust þarna og það þarf ekkert að rannsaka það betur því það stendur á þeim...... "made in Heaven"  


mbl.is Segist hafa fundið krossfestingarnaglana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algerlega í takt við allt í biblíu, lygar á lygar ofan; Það lýsir trúarbrögðum

doctore (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 11:52

2 Smámynd: Riddarinn

Ég sé nú reyndar ekki sama sem merki á milli lyga í biblíunni og þessa naglafundar en heldur þykir mér ólíklegt að allt sé heilagur sannleikur í biblíunni sem ætti þó að vera allra bóka sönnust.

Hef samt oft furðað mig hvernig það getur staðist sem Biblían segir að Jesú hafi fætt mörg þúsund manns á smá brauði og nokkrum horuðum gullfiskum og mæli með að það verði rannsakað betur því þetta væri besta kreppuráð sem hægt er að hugsa sér ef hægt væri að finna út hvaða aðferð hann notaði.

Getur ekki verið að það sé lygi því ekki lýgur Biblían okkar hið heilaga rit 

Riddarinn , 13.4.2011 kl. 12:31

3 identicon

Biblían lýgur reyndar ekk EF hún er lesin með réttu hugarfari; Að biblían hafi verið skrifuð af mönnum í valdaplotti.
Það má öllum vera það ljóst árið 2011, að hver sá sem hefur lesið biblíu og trúir henni, sá hinn sami er andlega fatlaður, þessu verður ekki undan komist.

doctore (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 12:47

4 identicon

Já það var ekkert annað og heima hjá mér er forlát skál sem Jesús notaði í síðustu kvöldmáltíðinni.

Björn (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 13:04

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mér er ákaflega ljúft að upplýsa að ég á reyndar nokkra hnífa úr búi Axlar - Björns sáluga og öxi þá sem Jón biskup Arason og synir hans voru höggnir með í Skálholti. Ég læt þessa gripi ekki fyrir smáaura en öxin er ennþá brúkleg. Ég notaði hana mikið þegar ég var að ydda girðingarstauana hérna áður og fyrr.

Árni Gunnarsson, 13.4.2011 kl. 14:27

6 identicon

Þessi doctore getur varla talist heill.

Hannes (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 14:48

7 identicon

Á gamla sög sem ég held að nafni minn frá palestínu(pabbi jésú)hafi átt.Hún er farin að bíta ansi illa.En hamarinn er held ég nýlegur-Eastwing.Hefur sennilega aldrei verið notaður við krossfestingu.En voru þeir farnir að nota heitgalvanhúðaða nagla á þessum tíma?

josef asmundsson (IP-tala skráð) 13.4.2011 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband