7.9.2011 | 10:27
Fyrsta stjörnugjöf.....

![]() |
Fólk deilir upplýsingum sín á milli og gefur stjörnur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2011 | 09:29
Voða flott ....eða hvað?
Það er bara einn hængur á þessum vöruskiptajöfnuði, hann kemur til vegna þess að það er ekki flutt inn neitt að hinum ýmsu nauðsynjum sem kemur í bakið á okkur seinna eins og varðandi nýja bíla það sem endurnýjun er varla nokkur og langt frá því að anna því að viðhalda bílaflotanum okkar.
Það verður ekki glæsilegt ástandið eftir nokkur ár þegar það verða bara til eldgamlar druslur í landinu og það eina sem er eftir af nýlegri tegundum eru örfáir bílar sem bílaleigurnar keyptur því einu bílarnir sem seljast eru þeir sem leigurnar kaupa.
Þessi belvítans ríkistjórn ætti að hafa vit á þvi að drullast til að lækka þessa fáráðnlegu tolla og gjöld á bifreiðar til að lagfæra þetta og fá upp sölu á bílum og eðlilega endurnýjun því ríkið fær margfalt meira í aðflutningsgjöld af hverjum bíl heldur en það fékk áður en gjaldeyrir fór í okur flokk á Íslandi.
En Ríkisstjórnin blóðmjólkar bílaeigendur endalaust og bætir svo meira á til þess að núa hnífnum í sárinu og snýr blinda auganu að ástandinu og lokar eyrunum fyrir allri skynsemi.
Hugsa aldrei lengra en daginn í dag, að hugsa til framtíðar er ríkisstjórninni lokuð bók.
Okur tollar og ósanngjörn gjöld með engri framtíðarsýn er eina lausnin hjá blindum og heyrnarlausum stjórnendum landsins okkar.
![]() |
Vöruskiptin áfram hagstæð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2011 | 08:04
Misrétti á bótum eftir því hvenær Atvinnuleysi hefst
Það er hellingur af fólki sem varð atvinnulaust fyrir 2008 sem er dottið út af bótum því þeir sem yrðu atvinnulausir þá eiga bara rétt á bótum í 3 ár en þeir sem urðu atvinnulausir eftir 2008 fá bærur í 4 ár og það virðist engin sjá hvað verið er að mismuna fólki með þessum reglum.
Hvern fjandann kemur það málinu við hvort fólk verður atvinnulaust fyrir áramótin 2008 eða eftir?
Af hverju er allur þessu fjöldi réttlaus eftir 3 ár en hinn hlutinn með rétt til bóta til 4 ára ?
Svo eru stjórnvöld að hrósa sér af því að atvinuleisistölur séu að lækka,þvílík fyrra og kjaftæði,fólkið sem gefst upp það flýr land eða er einfaldlega sett í þá stöðu að fara að selja allt sem það á til að halda lífi eða sett á styrki frá sveitarfélögum en þá er það á svipuðum bótum og það fékk fyrir en ekki á skrá sem atvinnulaust sem er auðvitað bara firring og tómt kjaftæði til að fegra tölur.
Atvinnulaust fólk er einfaldlega atvinnulaust hvort sem það er á skrá sjá sveitarfélagi eða Atvinnuleisiskrá.
Misréttið er augljóst að einn hópur fái bætur en annar ekki bara eftir því hvenær árs fólk varð atvinnulaust en enginn virðist gera nokkuð til að lagfæra þessa mismunun.
![]() |
Bótarétturinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2011 | 13:12
Bull tölur því Falið atvinnuleysi er ekki tekið með.
Þessar tölur eru bölvað bull því það er hellingur að fólki sem er búinn með sinn rétt til atvinnuleysisbóta og fer útaf skrám og er hvergi nefndur.
Þeir sem urðu atvinnulausir fyrir 2008 fá atvinnuleysisbætur í 3 ár en þeir sem urðu atvinnilausir árið 2008 fá 4 ári í bætur og það er massi af fólki sem er dottin út af þessum skrám sem atvinnulaust og er ekki talið með.
Það væri forvitnilegt að leggja þessa aðferð fyrir dóm þar sem verið er að mismuna fólki út frá hvenær það varð atvinnulaust.þvílík mismunun.
auðvitað minnkar listinn þegar það fellur af honum reglulega þegar þessi 3 ár eru búin og þegar 4 árið þ.e. 2012 er komið' þá verður ennþá meira brottfall og þá "minnkar atvinnuleysið" í bjartsýnu fréttunum sem er verið að moka í landsmenn til að sannfæra það að ísland sé á leið uppúr skítnum sem það er reyndar ekki og verður það næstu árin hvað sem ráðamenn segja og hvaða marklausu fréttir sem eru birtar þá er verið að fegra hlutinaog moka yfir skítinn og drulluna.
![]() |
Spá 7% atvinnuleysi í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2011 | 09:30
Er ég þá Hálfviti?
Já ég prísa mig sælann að hafa þá byrjað fyrir all nokkru að nota Firefox en ég hef samt dottið inn á Explorer og hvað er maður staddur þá í greind?
Er ég þá dottinn í úrhrakið ?
Ætli maður heyri pískrað á netstofum "hann notar Explorer ha ha ha þvílíkur hálfviti"?
Já Vá! maður má greinilega passa sig að láta ekki nokkra lifandi veru sjá hvaða Vafra maður notar stöku sinnum....maður gæti gengið út úr Netkaffi stofu stimplaður á mörkum þess að geta bjargað sér í daglegum verkum vegna greindarskorts
Það yrði hvískrað í hverju horni með hæðnistón "aumingja maðurinn hann hlýtur að þjást í daglegu lífi....Hann notar Explorer"
![]() |
Notendur IE greindarskertir? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.7.2011 | 11:01
Burt með ofbeldismenn til sins heima
Af hverju eigum við Íslendingar að vera að hýsa einhverja erlenda ofbeldismenn sem misþyrma fólki hrottalega ef þeim sýnist,þannig kenndir og illska eru ekki bundið vð landamæri og manni sem er laus hnefinn og vílar ekki fyrir sér að berja fólk og stórslasa er eins og tímasprengjur og eiga einfaldlega að gjalda þess sem þeir gera öðum og ekki að komast upp með að flytja bara burt og halda áfram sömu illsku í öðrum löndum..
þegar menn örkumla aðra með árásum þá væri líklega langs besta kennslan að viðkomandi yrði örkumlaður á sama veg og hann gerði hinum aðilanum því sá sem brýtur tennur annars mans þarf ekki að þola þann sársauka og leiðindi sem hann kostar aðra til frambúðar en myndi líklega hugsa sig betur um en hann væri að fara að berja einhvern þegar hann fyndi fyrir tannleysinu og myndi kannski betur hvað þetta hefur kostað hann síðast.
Beint í steinin með þennan gaur í sínu heimalandi og loka á svona mislindismenn að koma hingað til lands,nóg eru nú vandamálin samt og þurfum ekki að flytja inn glæpamenn og halda hlýfiskyldi yfir þeim hérlendis því það er nóg af þeim fyrir.
![]() |
Framseldur til Póllands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.7.2011 | 10:29
Bilaðar bitrar kellingar með búrhníf.
Já það er ekki að sökum að spyrja að þegar bitur kona tekur upp á einhverju í hefndarskyni þá skal það ekki vera neitt hálfkák og niðurskurðar hnífurinn notaður óspart á hvað sem er og kallin skorinn í ræmur bara til að hefna sín nógu illilega og varanlega og tólin látin fjúka miskunarlaust svo kallinn fái nú ekki framar að sletta úr klaufunum og gera sér glaðan dag.
Það hafa nú margir mennirnir og konurnar fundið fyrir biturð maka í gegnum tíðina þegar eitthvað er að í samböndum en konurnar virðast oft ganga ansi langt og vera töluvert brútal þegar svo ber undir og gera bara það sem þeim sýnist þegar þeim sýnist og að skera undan mökunum er oft ekkert tiltökumál miðað við hvað oft þessar fréttir skjóta upp kollinum í fjölmiðlum.
Konur og bílar........gengur í sumum tilfellum nema þegar á að bakka í stæði
Bitrar konur og hnífar.....Guð sé oss næstur...takið til fótana og hlaupið eins og þið lifandi getið
![]() |
Skar getnaðarliminn af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
![]() |
Landaverksmiðja í Grafarvogi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2011 | 01:35
Beauty and the Beast?
Já mér er til efa að þessi hefði ná í svona kvennkost ef hann hefði ekki haft eitthvað extra auka með í farteskinu.
![]() |
Beið eftir bónorðinu í þrjú ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2011 | 11:27
Yfirfull veröld af fólki.
Það blasir við manni að næstu áratugir munu verða heiminum verri og erfiðari því það er löngu komið út fyrir öll skynsemis mörk allur sá mannfjöldi sem er í heiminum.
Ég get engan vegin séð hvernig þessi vandamál eiga að geta batnað í framtíðinni eða að fólk sem býr við þessi kjör og lífskilyrði hafi nokkra leið til að rísa upp úr þessu ástandi sem fer hraðversnandi um allan heim og vatn og eldsneyti orðið luxus vara sem þú getur ekki án verið ef þú ætlar að halda lífi en samt ófáanlegt á mörgum stöðum svo auðséð hvar það endar fyrir rest.
Hef ferðast töluvert um Indland og Kína og mannmörg lönd og fátæk og þegar maður er búinn að sjá mannmergðina af heimilislausu fólki sem troð fyllir öll torg og stræti í þessum löndum og sefur í hverju skoti og berst fyrir að eiga smá matarbita næsta dag þá áttar maður sig að það er varla nokkur leið út úr þessu vandamáli og þetta ástand endar bara með ósköpum og eitthvað gefur sig í veröldinni og fólk endar kolvitlaust að berjast fyrir lífi sínu.
Það virðist alltaf enda með því að mannfólkið kann sér ekki hóf og allt fer úr böndunum.
![]() |
Þurrkar ógna lífi í A-Afríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar