Landanum nauðgað með endalausum hækkunum.

Það er ótrúlegt hvernig alltaf er hægt að leggjast á bifreiðaeigendur með hækkanir og skattlagningu,aftur og aftur út í hið óendanlega

Nýlega hækkuðu yfirvöld gjöld um heilann helling á hvern líter og svona verður þetta eflaust áfram næstu ár því fólk getur engan veginn hætt að keyra og nota bíla hérlendis og það vita yfirvöld svo sannarlega og almenningur er berskjaldaður fyrir þessari endalausu kúgun ríkisins á almenningi í formi gjaldtöku á því sem viðkemur bílaeign landsmanna.

 Hvernig í ósköpunum getur þessi vitleysa og heimska gengið endalaust?

 Ég man þegar gjald á hvert kíló ökutækja byrjaði og það átti að vera tímabundið og falla svo niður að ákveðnum tíma loknum en eins og alltaf þegar að svona gjaldi hjá Ríkinu kemur að það er aldrei fellt niður heldur farið í það að hækka og hækka gjöldin þar til búið er að blóðmjólka það sem hægt er útúr þeim gjaldlið.

Þá er farið í að finna önnur gjöld með nýju nafni bein eða óbein til að ná meiru og meiru og undið uppá fjárhag fólks eins og það sé heilalaust og með fulla vasa af peningum.

Það er varla hægt að lifa á þessu skeri lengur sökum græðgistefnu yfirvalda og blindu ráðamanna á því að fólk þarf allavega að gera haft ráð á því að borða daglega og hafa húsaskjól.

Ríkið stundar löglega kúgun á almenningi  alla daga og kemst upp með það með því að snúa baki í þá staðreynd að þetta gengur ekki til lengdar að kreysta látlaust peninga úr tómu veski til að borga þúsunda milljarða skuldir sem útrásavíkingar og bankastjórnendur komu okkur að miklum hluta í og við munum þurfa að borga næstu áratugi með viðeigandi fátækt hérlendis

Angry 


mbl.is Bensínlítrinn hækkar um 4 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband