Ofbelldi mæðra engin afbrot?

Alveg er það einstakt þegar um er að ræða ofbeldi af einhverju tagi gegn barni sem framið er af móður þá virðist það ekki vera litið alvarlegum augum en ef faðir myndi gera slíkt hið sama þá yrði tekið alvarlega á málinu og barnið útilokað frá föður eða aðrar harðar aðgerðir.

Það er sama uppá teningnum ef vandamál eru hjá foreldrum barna varðandi umgengni o.fl. 

Ef faðir á við einhver vandamál þá skal útiloka barnið frá föður en ef mæður eiga við vandamál þá skal barnið vera áfram hjá móður og móðirin aðstoðuð eins og mögulegt er á allan máta til að hún geti haft barnið í sinni umsjá áfram.

Það er ekki athugað hvort faðirinn geti mögulega haft barnið því það er ekki í sakramentinu hjá Barnaverndunar stofnunum og virðist ekki vera litið á feður sem álitlegan kost ef móðirin á við vandamál að stríða.

Alveg ótrúleg stefna hér á landi að þó mæður eigi við geðræn eða neyslu og drykkjuvandamál þá skal frekar hjálpa henni að hafa barnið í stað þess að föður sem er með allt sitt á tæru fái barnið.

Þau lög og vinnureglur í barnaverndunar málum sem unnið eftir á Íslandi eru algerlega út í hött en það minnast ekki Femínistar eða baráttusamtök mæðra á heldur púkka endalaust undir það órétti sem á sér stað og loka augunum fyrir því órétti og mæðrastefnu sem tröllríður Íslensku þjóðfélagi alla daga.

Fullar óléttar verðandi mæður eru það varla undantekningar tilvik og líklega fær þessi ekki mikið tiltal eða eftirlit í kjölfarið á því að drekka sig blindfulla þó hún sé ólétt.

Mesta furða að nokkur skyldi skipta sér af þessu yfirleitt því mæður gera oftast eins og þeim sýnist án þess að nokkur megi segja eitt aukatekið orð.

Svona kona sem ekki getur hugsað framar sínum hag um hag barnsins þó það sé ekki fætt á ekkert með að vera með barn þegar það er fætt fyrr en búið er að vinna með manneskjuna og hennar hugsanir og hegðun því þetta er algerlega ólíðandi fyrir ófædd börn að þurfa að þola og bera skaðann af því alla æfi.

Eins eru þær mæður sem Reykja óléttar til skammar og ég læt það oftast eftir mér þegar ég sé þannig atvik að minnast á það og fæ þá auðvitað á móti að mér "að mér komi þetta ekki við" 

En mér er sama í þeim tilvikum því það er enginn sem talar fyrir ófæddu börnin og fólk lætur sem það taki ekki eftir því þegar verið er að níðast svona á ófæddum börnum með því að eitra fyrir þeim í móðurkviði.

Mæður sem reykja eða drekka ofaní ófædd börn eiga einfaldlega að vera settar í gæslu eða strangt eftirlit þar sem þessi ólyfjan er ekki á boðstólnum Angry

 

 

 

 

 


mbl.is Þunguð kona ofurölvi í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristjánsson

Góð grein og áhugaverðar pælingar. Því miður virðist barnaverndargeirinn yfirfullur af öfgafemínistum og glöggt má sjá hér á www.hinhlidin.is í hægra horninu á kubb merktum jafnrétti að kynjaskipting í barnaverndarnefndum er mjög ójöfn,, sem reyndar vekur mína athygli vegna þess að nefndirnar heyra undir félagsmálaráðuneyti/ jafnréttismálaráðuneyti.

Um daginn kom mikil frétt um að of mikið álag á starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur og var Braga Guðbrands um og ó vegna þess. Bragi hinsvegar telur málin vera í mun betra horfi eftir að ákveðið var að bæta við 1 starfsmanni... Ég spyr... hvaða vinkona Jóhönnu Sigurðardóttur missti vinnuna og vantaði þægilegt innijobb?

Og ef Bragi taldi þennann starfsmann sem ráðinn var bjarga öllum málunum þá hlýt ég að álíta að einhversskonar ofurmenni/kvendi hafi verið ráðið! 

 Þetta barnaverndarkerfi er uppfullt af gerviembættum fyrir gæðinga.. sem ég hinsvegar kýs að kalla spenþega. Og Bragi ætti að skammast sín bara fyrir hvernig málum er háttað í þessum málaflokki. Hann er einungis framapotari og jáari með eindæmum

Jóhann Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ofboðsleg dómharka er þetta. Hefur þér aldrei orðið fótaskortur á lífsleiðinni?

Finnur Bárðarson, 30.5.2009 kl. 15:18

3 Smámynd: Einhver Ágúst

Biturð er erfiður lífsförunautur, vona að þér gangi vel með konu/barnsmóður/mæður þína/r.

Við í lúxushópi þeirra sem ekki þurfa að ganga með króana þurfum ekkert að vera að rífa kjaft, við vinnum algjörann yfirburðarsigur þegar vanræksla barna er annarsvegar, fæddra og ófæddra. Og ofbeldi líka því miður.

Einhver Ágúst, 30.5.2009 kl. 15:40

4 identicon

Tek ofan af fyrir ykkur Finnur og Ágúst :)

Ég vona að Riddarinn nái að vinna í sínum persónulegu vandamálum. 

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 17:22

5 Smámynd: Riddarinn

(Erlent takkabord )

Tetta er nú ekki biturd heldur reynsla og svolítid sem ég tekki ágaetlega til baedi eftir lestur úr dómum og eftir ad hafa verid í persónulegum sambandi vid marga adila sem hafa turft ad deila vid kerfid tegar maedur eru alveg út úr kortinu og brjóta á réttindum barna og annara eingongu vegna tess ad taer komast upp med tad tó allir sjá ad tad er brotid harkalega á odrum og tad oftast á réttindum barnsins eda fodur.

Í tessu máli var tilvonandi módur ad brjóta á réttindum ófaedds barna og tad á ekki ad lída tó erfitt sé ad eiga vid tannig mál,ef fadir gerdi eitthvad í líkingu vid tetta gagnvart barni tá vaeri tekid á tessu af horku um leid og allt komid í blodin á forsídu.

Tannig mál eru daglegt braud í kerfinu hérlendis og fólk sem vinnur í tessum málefnum vidurkennir tad undir 4 augu ad tessi mál séu í algerum ólestri og vaegt sagt ósanngjarnt kerfi og reglur.

En fer tó haegt batnandi tó vid séum áratugum á eftir odrum tjódum vardandi allt sem ad tessum málum kemur.

Og Jóhanna, ég á ekki vid nein sérstok  pesónuleg vandamál en tú aftur á móti ert tarna ad daema fyrirfram mínar skoàrnir sem sprotna uppúr vandamáli.

En já ég hef svo sannarlega kynnst tessum reglum tjódfélagsins og eitt af mínum áhugamálum er ad fylgjast med svona málum frá upphafi til enda og fraedast um úrraedi í teim.

Tau eru hins vegar ekki uppá marga fiska á Íslandi,nema maedrum í hag, ekki barnanna.

Tessu tarf ad breyta.

Riddarinn , 30.5.2009 kl. 23:06

6 Smámynd: Riddarinn

Og Ágúst, hvadan hefur tú tínar vittneskjur, ertu med tolulegar stadreindir um tad sem tú ert ad segja?

Vaeri til í ad skoda tessar upplýsingar sem tú hefur.

Riddarinn , 30.5.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Einhver Ágúst

Margt rétt í því að réttarstaða mæðra er sterkari, en það er nú einfaldlega tilkomið af því að áhugi okkar feðranna á uppeldi er nú ekki gamall svo við erum ég og þú væntanlega fyrsta kynslóð karlmanna sem einhvern áhuga sýna á að taka þátt í því.

Úff ég tek nú ofan fyrir þér ef þú hefur það sem áhugamál að fylgjast með svona málum, skil ekki alveg áhugann en vona að það gangi vel hjá þér núna.

Þetta er nú hlgt og hægt að breytast, en já endalaust þarf að bæta og laga.

 En þetta dæmi er ekkert dæmi um mömmu sem er vísvitandi að brjóta á einum né neinum, konan er augljólega mikið veik og að vera full í gær er væntanlega minnsta vandamálið hennar í lífinu, það þekki ég því að þau mál eru mér nákomin og þeirra fylgifiskar. Semsagt fíknisjúkdómar og vandamál þeim nátengd.

Einhver Ágúst, 30.5.2009 kl. 23:17

8 identicon

Engir fordómar hjá mér, við eigum öll við einhver vandamál að stríða.

Í færslu þinni dæmir þú kerfið í heild sinni eftir málum sem þú þekkir til og hefur lesið um. Það eru fordómar.

Þetta er hárrétt hjá Ágústi. Horfðu bara á söguna, sl. 100 ár. 

Mér finnst alveg merkilegt þegar afnréttisbarátta kvenna, sem hefur átt svo langan aðdraganda og fer svo hægt fram, og hugsa svo um þessa nýju kynslóð nútímafeðra sem hafa áhuga á börnum sínum. Þeir vilja smella fingrum og allt á að gerast helst í gær!

Góðir hlutir eru sagðir gerast hægt, ég vona að öll þessi hjartans mál muni finna sér góðan farveg svo að við getum búið í sátt og samlyndi. Við getum ÖLL haft áhrif á þann farveg, með því að ala börnin okkar upp með jafnréttis gildum.

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.5.2009 kl. 23:40

9 Smámynd: Riddarinn

Takið eftir hvernig nokkrir hérna hoppa uppá tær sér og einn kallar þetta dómhörku og annar vill meina að þetta sé biturð hjá mér í stað þess að tala um það sem málið er að þarna er verið að níðast á ófæddum einstaklingi sem getur ekki varið sig með neinu móti og það af þeirri manneskju sem kemur líklegast til með að vera móðir og uppalandi barnsins til framtíðar.

Þarna er akkúrat verið að gera það sem ég tala um í greininni, að verja mæðurnar út í eitt sama hvað þær gera, ég er bara búinn að fá mig full saddan að mæður megi gera það sem þeim sýnist gagnvart börnunum og að alltaf séu þeirra gjörðir afsakaðar.

Ég hef horft uppá móðir annars barnsins míns beita barnið mitt ofbeldi og það oftar en einu sinni og það án nokkurrar samvisku og það gengið það langt að ég hef orðið að kæra málið og í það skipti voru vitni í hundraða vís á Reykjavíkurflugvelli en loks þegar Lögregla kvaddi móðurina til vitnis 3 mánuðum seinna þá voru allar upptökur horfnar úr myndavélum og málið látið niður falla vegna ónógra sannana.

Þrátt fyrir að kona frá mæðravernd væri eitt skipti vitni að því í heimahúsi að móðirin réðst með höggum og öskrum á mig og barnið sitjandi í stól þá var ekkert gert annað en að konan frá Mæðravernd sagði "ég held að ég skilji vandamálið mun betur núna og hvernig móðirin er"en áður hafðir verið rætt um þessa miklu árásargirni og skapgerðar vandamál hennar með takmörkuðum áhuga af því að þarna var móðir að verki en ekki faðirinn sem var í því hlutverki að verja barnið endalaust fyrir líkamlegu ofbeldi og öskrum sem er oftast fylgifiskur svona geðveilu.

Ef faðir myndi gera svona þá held ég að allir viti hver viðbrögðin væru í kerfinu og þarna er verið að mismuna rétti barnsins til þess að vera í öruggu umhverfi og alast upp við eðlilegar aðstæður og ekkert gert fyrst móðirin er gerandinn.

Og Jóhanna aðkalla þetta fordóma hjá mér er alveg ótrúlegt því ég hef þetta álit á kerfinu eftir að vera búinn að tala við mikið af fólki um þessi mál og kynna mér þau og þetta er álit sem ég hef eftir að vera búinn að fræðast um málefnið á marga kanta úr mörgum áttum.

Fordómar eru venjulega sprottnir af fáfræði ekki fræðslu og kunnáttu.

það er einfaldlega kominn tími til að hætt sé að covera yfir það hvernig kerfið og þjóðfélagið í heild sinn breiðir yfir og loki augunum þegar ofbeldi mæðra er annars vegar.

Allt ofbeldi gagnvart börnum á að taka föstum tökum og hætta þessari forréttindastefnu að mæður sem beiti ofbeldi séu svo gott sem heilagar af því sem þær geri meðan feðurnir eru teknir föstum tökum ef þannig mál koma upp.

Og svo er einn sem talar um fíkn sjúkdóma, það er alls ekki víst að þarna sé um manneskju sem er alki eða nokkuð þannig heldur er kannski bara um að ræða kærulausa konu með barn undir belti sem er nákvæmlega sama hvað hún gerir barninu.

Það er nefnilega þannig þó sumir virðist ekki vilja átta sig á því að það eru til slæmar mæður líka sem láta sér í léttu rúmi liggja þó barnið sé fórnarlamb þeirra eigin misgjarða.

Og það er meira um það en margur heldur ,það er ekki alltaf sjálfgefið að mæður séu til fyrirmyndar frekar en að feður séu það en þjóðfélagið er allmennt fljótari að viðurkenna ef faðir er slæmur gagnvart barni en ef móðir kemur illa fram gagnvart barni.

Það er staðreynd sem jafnvél þeir sem vinna við þessi mál viðurkenna en þó sjaldnast opinberlega því ekki má hallmæla mæðrum á Íslandi.

Þarna á að hugsa um hag barnsins og það á engu að breyta hvort um móðir eða föður er að ræða,ofbeldi er ofbeldi, hvort sem gerandinn er móðirin eða faðirinn.

Riddarinn , 31.5.2009 kl. 09:23

10 Smámynd: Riddarinn

Jóhanna í ummælum Nr. 8.

þessi mál eiga ekki að að vera tengd við jafnréttisbaráttuna sem þú nefnir, þetta eru mál sem varða réttindi barna og framtíð þeirra og rétt til fá að lifa í sem eðlilegustum aðstæðum sem mögulegt er bæði með móðir og föður.

Vandamálið er hinsvegar að þessi mál eru endalaust sett í dálkinn"jafnréttisbarátta" 

Í þessum málum er mér nákvæmlega sama um jafnrétti, en sérlega ummunað um réttindi barnanna sem geta ekki barist fyrir sýnum réttindum.

Það eiga einfaldlega ekki að vera til staðar nokkur"réttindi"sem gefa einum aðila meiri rétt til vanvirða hag barna á einn eða annan veg og jafnréttismál eiga ekki að spila inní þegar verið er að vernda börn. En þar er nefnilega kötturinn grafinn,réttur mæðra er oftast svo hátt skrifaður að hagur barnanna lítur lægra en mæðranna á Íslandi.

Riddarinn , 31.5.2009 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 85075

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband