Börn og kóladrykkir

Já það kemur manni ekki á óvart að kóla drykkir séu ekki það heilsusamlegasta sem maður getur hugsað sér.

Alltaf hefur mér þótt það furðulegt hvað Cola drykkjum er haldið að börnum og líka smábörnum,til hvers í ósköpunum spyr ég bara?

Ég lít á mitt hlutverk sem faðir að vernda og leiðbeina börnunum mínum til þess að gera það sem er þeim fyrir bestu og því tók ég strax þá ákvörðun með fyrsta barn að gefa þeim aldrei kóla drykki ásamt sleikjóum og hef staðið við það þó börnin séu 13 og 6 ára.

Að gefa börnum kolsýrt vatn sem er stútfullt af sykri sýru og koffeini getur engan vegin talist gott fyrir nokkurn og síst börn og þessvegna er auðvitað best að venja þau á það strax frá byrjun að þetta sé ekki fyrir börn og varna þar með því að búa til enn einn Kókistann með skemmdar tennur í framtíðinni.

Strákarnir mínir vita einfaldlega að Pabbi gefur aldrei kók og er hættur að drekka það sjálfur og það hefur ekki verið nokkuð mál því þetta var regla frá unga aldri, ég hef staðið af mér öll afmæli og veislur með glæsibrag því þeir vita þessa Pabba reglu og ég hef skýrt þetta fyrir þeim frá barnæsku og þeir segja sjálfir án þess að vera ásáttir þegar þeim er boðið kók "nei við drekkum aldrei kók hjá Pabba"(en mömmurnar gefa þeim því miður Kók,blessuð sé "móðurástin")

Samt hef ég fengið athugasemd í einu afmæli hvað ég hafi verið "vondur"að gefa barninu mínu ekki kók í afmæli þegar hann var 2-3 ára því fólkið átti ekki mjólk á boðstólnum þegar strákurinn vildi frekar mjólk með veitingunum.Skrítinn forgangur að vera með kók í barna afmæli en enga mjólk,vantar smá hugsun á sumum bæjum þykir mér.

Það liggur í augum uppi að sykurleðja eins og kók og sleikjó hlýtur að setja á stað og þarfnast mikillar Insúlin framleiðslu hjá börnum því líkaminn þarf að brjóta þennan sykur og nýta hann á einn eða annan veg.

Það er eins og fólk sjái ekki þá staðreynd að 20 kílóa barn sem drekkur hálfann lítra af kóki er í raun að drekka og innbyrða svipað magn af sykri og coffeini eins og þegar fullorðinn maður drekkur 2 lítra af kóki í einu lagi.

Dettur foreldrum aldrei í hug að þarna sé kannski ástæðan fyrir því að börn eru erfið til svefns og æst og ör allan liðlangan daginn og lystarlaus á góðan mat eftir kannski tvær hálfs lítra kók yfir daginn sem svipar til 4 lítra neyslu hjá fullorðnum?

Satt best að segja þá mega alltof margir foreldrar skammast sín hvernig þeir virðast hunsa það að hugsa um þessar hliðar og hvað fer ofan í börnin þeirra.

Barn sem nærist mikið á sykurvatni er einfaldlega að fá kolvitlausa næringu og fær ekki þau uppbyggingarefni sem eru þeim nauðsynleg til þess að vaxa og dafna og er verkefni okkar foreldra að sjá um að kostgæfni fyrir framtíðina.

Er til of mikils ætlast að Foreldrar sinni þessum málum betur og hugsi aðeins um þessar hliðar fyrir börnin sín?

 

 

 

 

 


mbl.is Óhófleg kóladrykkja dregur úr vöðvastyrk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Mér datt í hug að slútta þessum rökræðum með pósti hingað.

Þú sagðir mér að kynna mér Lifewave plástrana sem ég hef gert svolítið af undanfarið... Með þeim afleiðingum, og ég segi þetta í fullri alvöru, að ég sit orðið svartillur fyrir framan tölvuskjáinn og væri meira en lítið til í að gera hræðilega hluti við David Schmidt og félaga hans. Ég biðst afsökunar á því ef þér fannst sú reiði beinast að þér, það var ekki ætlunin.

Það er strax áberandi við google leit að stór hluti þeirra síðna sem upp koma eru neytendaverndarsíður og síður sem fjalla um svikamyllur. Þetta lifewave batterí og maðurinn á bak við það er í einu orði sagt svívirðilegt.

Samkvæmt worldwidescam þá fékk helvítis lygarinn aldrei einkaleyfi fyrir þessari "tækni" eins og hann hélt fram. Þeirri beiðni var á endanum hafnað en svikamyllan haltrar áfram.

Hér er fyrrgreind umsókn þar sem innihaldslýsingin kemur fram.

Og hér er greining á ferilskránni hjá ógeðinu. Sem er ekki læknir og varla vísindamaður, hvaða titlar sem birtast við hliðina á nafninu hans á kynningunni.

Íþróttafólk þessa lands væri betur komið með að leggja þá aura sem það eyðir í þessa plástra fremur í púkk og höfða fjöldamálsókn á hendur manninum í Bandaríkjunum.

Páll Jónsson, 23.5.2009 kl. 15:58

2 Smámynd: Riddarinn

þú steypir heilu blokkirnar með þessum fordómum á vöru sem þú þekkir ekki nokkurn skapaðan hlut.

Að koma með innihaldslýsinguna og röfla um hana segir mér sitthvað um hvað þú veist lítið um málið og hvernig þessi vara byggist upp og hvernig hún vinnur.

En það þýðir lítið að ræða af skynsemi við svona neikvæða efasemdarmenn svo eina leiðin til að þú áttir þig á mistökunum er að prufa vöruna á þér og sýna þér þetta svart á hvítu hvað gerist, sést um leið og þá þú munt missa kjálkana niður í gólf eins og svo margir aðrir.

Riddarinn , 26.5.2009 kl. 09:45

3 Smámynd: Páll Jónsson

Fyrirgefðu hvað ég var lengi að svara en ég er ekki viss um að við séum að tala sama tungumálið hérna. 

Ef varan virkar þá er það ekki af þeim ástæðum sem haldið er fram. Þú getur lesið innihaldslýsinguna rétt eins og ég. Sykur og amínósýrur eru ekki segulmagnaðar. Sykur og amínósýrur koma nanótækni ekkert við. Þessi óumflýjanlega staðreynd getur ekki verið hluti af neinni rökræðu milli okkar, en ef þú telur svo vera þá sé ég ekki ástæðu til að ræða þetta frekar.

En plásturinn skal ég glaður prufa, svo framarlega sem ég þarf ekki að greiða fyrir hann. Áhugi minn á að styrkja þetta scheme peningalega er afar takmarkaður. 

Páll Jónsson, 29.5.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Riddarinn

það er alveg Páll að þú skulir alltaf halda a lofti ummælum um peninga Skam þegar milljónir manns geta vottað þann ótrúlega árangur sem þessi vara hefur áorkað og komið til leiðar.

En best að þú komir með mér í góðum gír á fund þar sem fróðari aðilar geta skýrt þessi mál til hlýtar því undirstaða skilnings eru réttar upplýsingar og fræðsla.

Þarna býðst fólki að prufa vöruna frítt og finna þar á sjálfum sér það sem verið er að tala um og það dugar flestum, hef allavega ekki rekist á neinn sem hefur staðið á móti þessu eftir að hafa fundið þetta á sjálfum sér,frekar að fólk verið orðlaust og hálf vandræðalegt eftir ræðu um svindl eða gagnsleysi svona vara yfirleitt.

Það er óneitanlega gaman að þeim mómentum og ég gleymi reyndar ekki því að ég trúði nú ekki mikið á þetta í byrjun og hló nú bara að þeim sem sagði mér frá þessu og sagði fullum hálsi að þetta væri nú meiri sölumennskan og alltof ótrúlegt sem ég heirði. 

En þú sérð að ég snéri frá þeirri villu eftir eigin reynslu og þekkingu núna og það verður að gera öðrum tækifæri líka.

Endilega sendu mér símann þinn á mailið mitt fljotlega@hotmail.com og ég slæ á þráðinn og við skellum okkur í þetta, sláumst að sjómanna sið áður og skundum svo á fund með sitthvort glóðuraugað he he

Ég er farinn að æfa mig á boxpúðanum, heyrumst.

Riddarinn , 30.5.2009 kl. 07:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband