Alltaf er ríkið jafn sanngjant í sektunum

 

Alveg eru þessar sektarfjárhæðir 200.000-1.25 milljónir fyrir að nota litaða olíu í stíl við þær "sanngjörnu"sektir sem beitt er þegar Ríkið verður af nokkrum aurum í öðrum málum en Ríkið má  gera hin og þessi mistökin og brjóta á mannréttindum og hinum ýmsu samningum án þess að þeir þurfi að borga eitt eða neitt.

Dettur mér fyrst í hug Öryrkjamálið þar sem Öryrkjar voru hlunfarnir um milljarða því Ríkið tók sig til og setti þá reglu að þeir þyrftu bara að borga örfá ár af þeim árum sem þeir tóku öryrkja bonlaust í boruna og virtu þá einskis og gáfu þeim fingurinn og gáfu skít í þá sjálfsögðu kröfu að fólk væri ekki algerlega undir hinn makann kominn ef hann var með meira en sultarlaun því þá missti öryrkinn af sínum bótum.

Einnig þegar menn sem hafa kannski hafa haft lúsa tekjur allt sitt líf gleyma að skila skattaskýrslu þá eru áætlaðar tekjur sem eru mörg hundruð föld þau laun sem þeir hafa hafa áður og maður spyr sig hvort þeir sem áætli hjá skattinum séu gersamlega vitskertir og hafa gleymt að taka lyfin sín þann mánuðinn.

ÉG var árið 1995 með smá vöusölu af litlum fatalager eitt árið fyrir 100-200 þúsund og borgaði skatt af því því en gleymdi að telja fram næsta ár því ég hafði ekki selt það árið en fékk á mig áætlaðan skatt uppá 5 milljónir TAKK FYRIRCrying

Til þess að ég fengi þá fjárhæð í skatt hefði ég þurft að auka sölu úr 100 þús í tug milljóna sölu það árið og hefði líklega orðið einn ríkasti maður landsins á stuttum tíma miðað við þeirra hugmyndir af söluaukningu og Hagkaup hefði verið smá búlla miðað við mig nokkrum árum seinna.

Verður seint sagt að Ríkið leytist við að vera sanngjant í sínum málum, taka fólk í rassgatið ef þeim sýnis svo og brjóta mannréttindi án þess að skammast sín hætishót og ekkert sem gerist fyrr en mannréttinda dómstólar hafa dæmt ríkinu í óhag.

Ekki sama hvort það er Jón eða séra Jón á sumum bæjum

 

 

 


mbl.is Einn með litaða olíu á bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ef þú gleymir að skila skýrslu á skilarðu bara þegar þú færð áætlunina. Þá þarftu að greiða held ég 25% aukaálag en ekki af mörghundaðföldum launum.

Sama með fatalagerinn þinn, þú skilar bara leiðréttingu og greiðir þitt álag fyrir  "gleymskuna".

Auðvitað verður skatturinn að áætla ríflega á þá sem ekki telja fram. Ef skatturinn áætlar of lágt láta menn áætlunina standa og gera ekki leiðréttingu. Það þýðir að hinir þurfa að borga skattinn fyrir þá sem "gleyma" að tlja fram, að hluta eða öllu leiti.

Það er engan vegin sanngjarnt.

Landfari, 8.5.2009 kl. 09:34

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Ef þú virkilega gleymdir að gefa þetta upp og gefur haldgóða skýringu á því þá þarftu yfirleitt ekki að greiða álagið

Guðborg Eyjólfsdóttir, 8.5.2009 kl. 10:19

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

það er 63 krónu munur á litaðri dísel olíu og ólitaðri.

fyrir mann sem að keyrir segjum bara 20.000 km á ári (nálægt því meðal akstur á fólksbíl) og eyðir 8 lítrum á hundraðið ( nálægt því meðaltala á díselbíl, ef eitthvað í lægra lagi)

þá fer hann með 1600 lítra á ári.

það eru 100 þúsundkrónur á ári, sem að hann er að hagnast á þessu.

miðað við ~meðal akstur og frekar lága lítratölu.

ég hugsa að maðurinn sem að keyrir bmw dísel bíl sé nefnilega einmitt ekki að þessu, mig grunar einmitt að það séu þeir sem að aka frekar mikið sem að standa í þessu.

ég verð bara að segja að mér finnast þessar sektir ekkert svo háar.

Árni Sigurður Pétursson, 8.5.2009 kl. 10:42

4 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

og já, þetta er miðað með vsk, þá semsagt er 63 krónu munur.

Árni Sigurður Pétursson, 8.5.2009 kl. 10:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband