21.4.2009 | 11:14
Tannlæknar og Sérfræðingar á Íslandi herði sultarólina!
Það er augljóst að þessi endalausu vandamál varðandi Tannlækningar og Sérfræðiþjónustu lækna á Íslandi leysist ekki nema bæði ríkið og læknar vinni saman að því að gera mögulegt fyrir venjulegan Íslending sem er ekki með troðið veski að sinna eigin heilsu og tönnum eins og eðlilegt er með raunsæjum gjaldskrám og að Tryggingastofnun endurskoði líka sínar viðmiðanir.
Tannlæknar og Sérfræðingar mjólka einfaldlega kerfið ef endalaust er niðurgreitt og hafa gert það í gegnum tíðina svo lengi sem ég man eftir og komast upp með það í skjóli mikilvægi þess að almenningur hefur ekki um annað að velja ef það vill halda heilsu.
Eins er með þau fyrirtæki sem sérhanna stoðtæki og allskonar konar útbúnað sem TR borgar fyrir, þessi þjónusta er verðlögð eins og um gullskreytt tæki sé að ræða.
Móðir mín þurfti t.d. upphækkun á sérsmíðuðum skóm hjá Össur sem kostaði tugi þúsunda af því að TR borgaði brúsann.Seinna fór ég með sama verk til Skósmiðs og fékk það á 1-2 þúsund. Mörg hundruð prósent munur á sama verkinu af því að TR borgaði brúsann og verkið líklega framkvæmt af Gullgerðarmönnum hjá Össur. Þvílíkt rán á skattpeningum okkar sem þessi fyrirtæki stunda þó þau vinni nú líka gott verk þá má nú öllu ofgera í græðginni.
(Enda malar Össur Gulli hvern einasta dag meðan eigandinn siglir á glæsiskútunni sinni um heimsins höf með bros á vör )
Mér hefur líka alltaf þótt blóðugt að vita að þegar ég er búin að borga sérfræðingi 4-5000 kr. fyrir nokkrar mínútu viðtal að viðkomandi læknir fari svo í Tryggingastofnun og fái aftur svipaða eða jafnvél margfalda fjárhæð borgaða frá Ríkinu því það sem ég borga ætti að vera meira en nóg fyrir þessar fáu mínútur.
Fyrir nokkrum árum þurfti ég að setja postulíns krónur á allar tennur í neðri góm þar sem ég er einn þeirra þúsunda Íslendinga með Vélinda bakflæði sem veldur því að tennur hreinlega bráðna undan sýru sem gengur upp frá meltingarfærum og það var áætlað ein milljón.Þar sem Vélinda bakflæði er sjúkdómur gefur Tryggingastofnun sig út fyrir taka 75% af kostnaðinum sem ætti samkvæmt minni stærðfræðikunnáttu að vera 750.000 af milljón en TR er bara i orðaleik með þessar tölur sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum.
TR er nefnilega með sína eigin verðskrá gagnvart Tannlæknum sem hún borgar 75% af, en sú verðskrá er alveg út takti við raunveruleikan sem blasir við í gjaldskrá Tannlæknanna sjálfra og því endaði þeirra 75% niðurgreiðsla í c.a. 25% í stað 75% sem TR gefur svo rausnarlega upp sem niðurgreiðslu í sínum almennu upplýsingum.
Ég átti að fá 75% endurborgað TR vegna þessara Tannlækninga en ég fékk aðeins 25% í endann því þeir borga ekki eftir reikningi heldur ímynduðum óraunhæfum tölum sem eru gersamlega út í hött á þessari öld og bara til í hugarheimi TR , engum öðrum nema TR á Íslandi dytti í hug að hægt væri að fá þetta verð á Tannlækningum nokkur staðar í Norðurlöndunum.
Svo las ég fréttir stuttu seinna þar sem Tryggingastofnun var hrósað fyrir svo svakalega góða útkomu út úr niðurgreiðslu á tannlækningum því þeir höfðu bara notað helmingnum af því sem áætlað hafði verið í niðurgreiðslur fyrir það árið, allt æðislegt og allir hamingjusamir í TR með svona flottar tölur sem eru bara bull og kjaftæði og í engum takti við raunveruleikann sem sjúklingurinn þarf að lifa við.
Hvernig sem ég reikna aftur og aftur þá fæ ég ekki séð að þær 750.000 sem ég borgaði af Milljón séu 25% sem átti að vera hluti sjúklings heldur 75%.
Svo reikna ég enn og aftur og sé ekki að þessi 250 þúsund sem TR borgaði í endann sé 75% af þeirri milljón sem viðgerðin kostaði.
Ég er nú ekki stærðfræði snillingur en það þarf nú varla til að sjá að talnaspekin er ekki mikil hjá sumum ríkisstofnunum.
Hvað þarf marga Stærðfæði snillinga í vinnu hjá TR til að komast að sannleikanum?
Áfall að sjá hve aðsóknin var mikil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.