17.4.2009 | 10:11
Alltaf sleppa tryggingarnar við að borga brúsann.
Hvernig í ósköpunum stendur á því að eigandinn sem lánaði bílinn til reynsluakstursins fær ekki tjónið borgað frá tryggingum og að tryggingarnar eigi svo endurkröfurétt á ökumanninn sjálfan.
Er það sök eigandans þó þessi maður hafi keyrt eins og brjálaður?
Ef ég væri með bílinn minn í Kaskó og ég væri með bílinn minn á bílasölu og hann væri kökukeyrður eftir að bílasali hefði afhent einhverjum bílinn til reynsluaksturs þá myndi ég væntanlega lítið vita af því þar sem ég væri kannski staddur heima hjá mér og hvers vegna í ósköpunum ætti þá Tryggingarfélagið að sleppa með að bæta tjónið sem ég tryggði mig fyrir?
Til hvers vegna að kaskó tryggja bíl ef svona tjón eru ekki bætt þar sem eigandi hefur kannski ekki grænan grun og er ekki spurður um það hverjum er hleypt undir stýri af öðrum aðila á Bílasölu.
Tryggingfélög virðast ansi oft sleppa með skrekkinn á kostnað viðskiptavina sinna sem þeir eru að gefa sig út fyrir að vera að vernda fyrir okurfé í iðgjöldum.
Að vísu þekki ég ekki tilvik í þessu máli sem fjallað er um í greininni en ég þekki hins vegar tilvik þar sem tryggingarfélagið Sjóvá reyndi að taka mig í rassgatið ósmurt og fór í endalaus þrætuferli og neitaði að borga í 2-3 ár þær bætur sem þeir áttu að borga þar sem ég var farþegi í bíl og skýldu sér svo á bak við fáránlegan fyrirslátt því það var verið að vona að ég myndi ekki þora að fara í mál.
Svo þegar málið var búið að vera á stoppi í tæplega 3 ár og það loksins komið fyrir dóm það var bara sagt með bros á vör fyrir utan dómsal áður en málið var tekið fyrir "já við borgum allt eins og farið er fram á"!!!!! Eftir 3ja ára bið !!!!!
Þeir vissu allan tímann að þeir þyrftu að borga, bara gerðu eins og þeir gera mjög oft sérstaklega við yngra fólk að reyna að kúga fólk til að gefast upp og fara sína leið með skítinn í skónum.
Tryggingar láta bara á það reyna hvort maður þori í slaginn við ofurefli lögfræðinga þeirra og margir gefast upp og hugsa að þetta sé alveg vonlaust og Tryggingarnar hljóti að hafa rétt fyrir sér og viti hvað þeir eru að gera.
Þeir hafa það einfaldlega ekki, þeir hafa hinsvegar engu að tapa því fólk gefst oft upp og þorir ekki að berjast í málum þar sem það þekkir ekki sinn rétt.
Enda lúra Tryggingarfélög á tugum milljarða í sjóðum sem eru einskonar biðsjóðir vegna tjóna og félögun nota þessa sjóði til að braska með og fjárfesta í hinu og þessu meðan þeir sem fyrir tjónunum verða verða að bera tjónið sjálfir í nokkur ár þar til dómur fellur í málinu og þá eru ef ég man rétt 1% vextir borgaðir á skuldina þann tíma (allavega ótrúlega lág prósenta) sem Tryggingarfélagið þarf að borga meðan þeir hafa haft peninginn á bullandi vöxtum annarstaðar í mörg ár.
En það er eitt tryggingarfélag sem ég ber góða söguna í þessu máli því ég var sértryggður þar vegna slysatjóns og það er Tryggingarmiðstöðin, þeir voru ekki með neinn fyrirslátt eða kjaftæði og sáu strax hvernig í málinu lá og komu eðlilega og vel fram og bættu það sem að þeim stóð og komu vel fram í alla staði.
Sjóvá er einfaldlega skítafélag og þó það séu fjölmörg ár síðan þetta slysamál kom upp var þá mun þetta álit varla breytast í bráðina því ég heyri endalaust svona frásagnir um Sjóvá og hvernig þeir vinna sín mál.
Eigandinn ber tjónið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er mjög eðlilegur dómur og mjög eðlilegt að tryggingarfélögin borgi ekki tjón þeirra sem kunna ekki að haga sér eins og annað venjulegt fólk. Eins og kemur fram í dóminum sýndi ökumaður stórkostlegt gálleysi við akstur bifreiðarinnar svo hann hefur verið í svokölluðum ofsaakstri.
Þó að félagið bæti þetta ekki á eigandi bifreiðarinnar bótakröfu á einstaklinginn sem keyrði eins og vitleysingur með fyrirvara um eigin sök hans ef hann hefur verið með í bifreiðinni og létið þetta viðgangast.
tek það að lokum að ég tengist ekki nokkru tryggingarfyrirtæki og er einungis áhugamaður um lög.
lögin eru enginn frumskógur (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 11:02
Er ekki bara hið besta mál að iðgjöldin hjá okkur fari ekki að hækka vegna þess að einhverjir asnar verða valdir af slysi með gáleysi og vitleysis gang. Nógu eru þau nú há fyrir
Óskar (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:16
http://domstolar.is/domaleit/nanar/?ID=E200805357&Domur=2&type=1&Serial=1
fyrir utan að þetta er Tryggingamiðstöðin sem hafnar þessu tjóni..
Lesandi (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:08
Fullkomlega eðlilegt.
api (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 13:35
Ekki væri ég til að ábyrgjast svona lagað svo ég lái TM það ekki heldur.
Þórður Bragason, 17.4.2009 kl. 14:07
Tek undir að þetta er fullkomlega eðlilegur dómur. Ekki vil ég borga hærri iðgjöld fyrir einhvern sem stundar ofsaakstur. Það er að sjálfsögðu mál á milli ökumanns og eiganda að finna út úr hver borgar brúsann.
Sveinn Atli Gunnarsson, 17.4.2009 kl. 15:06
Hvernig, í einhverjum skilningi getur þetta verið eðlilegur dómur? Ef ég fer á bílasölu til að prófa bíl, keyri eins og andskotinn og lendi í árekstri, á þá eigandinn, bílasalan eða eigandi bílsins sjálfs sem er að selja bílinn sinn ekki að fá það bætt? Hvernig getur eigandi bílsins borið ábyrgð á því hvernig einhver bláókunnug manneskja keyrir?
Þýðir þetta þá það að ég geti bara farið og prófað bíla án þess að þurfa að bera ábyrgð á því sem gerist og skilið eigandan eftir með tjónið... fjárhagslegt tjón og eignatjón? Meikar bara ekki sens...
Auðvitað átti tryggingafélagið að standa á bakvið sína kaskó-tryggingu og greiða eiganda bílsins tjónið, til hvers eru þessar kaskó-tryggingar annars? Og fara svo í mál við þann sem keyrði bílinn, og krafist þess að hann borgi tjónið til baka... annað eins er nú gert.
Isis, 17.4.2009 kl. 15:35
Isis hefur rétt - kasko er kasko- Tryggingafélagið á að greyða tjónið þeigandi og hljóðalaust og gera endurkröfu á tryggingafélag þess sem veldur tjóninu. Þannig er það erlendis, enda miklu heilbrigðara fólk þar. Ég olli sjálfur tjóni í umferð í Svíþjóð vegna gáleysiss og billinn skemmdist mikið. Bíllinn var í kasko hjá sænsku tryggingfélagi og þeir borguð tjónið þegandi og orðalaust. Ég borgaði aðein sjálfsábyrgð. Íslensk tryggingfyrirtæki eru mestu skítafyrirtæki sem fynnast á landinu og þótt víðar væri leitað og samfélaginu til háborinnar skammar.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 16:13
þeir sem segja þetta fullkomlega eðlilegt að tjónið lendi á eiganda bílsins sem kannski á ekkert með það að gera hver ökumaðurinn er eða hvernig hann keyrir eru ekki að hugsa dæmið frá byrjun.
Ég gæfi allavega mikið fyrir það að fá að ræða við þá sem eru sammála þessum dómi en þá myndi ég vilja að þeir væru ný komnir af bílasölu þar sem 10 milljóna glæsikerran þeirra hafði verið á sölu og að það hafi verið áhugasamur aðili að prufukeyra bílinn þeirra en hann hefði verið kökukeyrður og gereyðilagst en eigandinn þyrfti að taka á sig tjónið sjálfur af því að bílasalinn leyfði hugsanlegum kaupanda að prufa bílinn á sölunni.
Hverskonar réttlæti er það að eigandinn standi upp með tjónið og það jafnvel þó hann hafi bestu og víðtækustu tryggingu sem völ er á þá virðist það engu breyta fyrir eigandann en sá sem keyrði og fékk bílinn lánaðann sleppur með bros á vör og þarf ekkert að borga.????HALLÓ..................
Segjum sem svo að sá sem prufukeyrir bílinn myndi drepa gangandi vegfaranda væri þá ekki alveg eins hægt að ætlast til að farið yrði í mál við eiganda bílsins og hann látinn borga í stað tryggingfélagsins og í stað þess að abbast upp á ökumanninum sem fékk bílinn lánaðann og olli slysinu.
Er eigandinn bílsins ekki alveg eins ábyrgur fyrir líkamlegum tjónum á vegfarendum sem ökumaðurinn veldur eins og hann er ábyrgur fyrir eignartjóninu sem ókunnugur ökumaðurinn veldur?
Sá sem tjóninu veldur á að bera skaðann og vera sóttur til saka, ekki sá sem er svo óheppinn að vera eigandi bíls sem er á bílasölu og eigandinn veit ekki einu sinni að bíllinn hafi verið lánaður til viðkomandi.
Þarna þarf kannski blásaklaus eigandi bílsins að taka á sig milljóna tjón án þess að hafa nokkuð til saka unnið nema að eiga bílinn sem er á bilasölu.
Ekki sanngjarn dómur og þó að ég sé ekki til í að borga svona tjón fyrir aðra þá þarf að vera sanngirni í því hver tekur á sig tjónið, að eigandinn sitji uppi með allt tjónið er alger fásinna,væri annað ef eigandinn hefði setið í bílnum og verið viðstaddur athæfið eða haft möguleika á að stoppa það á einn eða annann veg.
Riddarinn , 18.4.2009 kl. 16:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.