Uppreisnargirni, skemmdarfýsn eða skynsemi?

Mér þykir nú ansi áberandi í þessum mótmælendum að þarna eru unglingar og mjög ungt fólk kannski um tvítugt mest áberandi í skemmdarverkunum og ólátunum og er ég nokkuð viss um að þessir einstaklingar vita ekki mikið um hvað tekur við ef Ríkisstjórnin verður óstarfhæf og enginn að vinna í nokkrum málum til reyna að koma hlutunum í betra far.

Held að kunnáttan og reynsla á þessum aldri sé ekki það mikil að þeir skilji vandamálin og hvað sé rétt eða rangt að gera í stöðunni. Fá hins vegar útrás fyrir skemmdarfýsn og mótþróasemi í þessum ólátum.

Allavega hafði ég ekki mikið vit á svona margþættum málum eða fjármálum um tvítugt til að gera mér nokkra heildarmynd af eigin fjármálum og hvað þá heillar Ríkistjórnar og landsins í heild.

Í mínum augum virkar rótækasta liðið sem er með mestu ólætin vera krakkar sem rétt er búið að slíta barnskónum og hefur líklega ekki mikið vit á hvað fylgir þessu í endann sem þeir eru að fara fram á.

Ef engin stjórn er, þá mun fljótlega fara að heyrast í fólki "af hverju er ekkert verið að gera" það mun nefnilega taka óra tíma að fá kosningar og allt sem því fylgir svo hægt sé að koma  hlutunum af stað og hjólin til að snúast.

Tekur endalausan tíma að koma nýju fólk inn í málefni og málavexti síðustu ára sem þarf nauðsynlega að þekkja til og þá er eftir að öðlast reynsluna sem þarf í öllu mögulegu til að taka mikilvægar ákvarðanir.

Líklega munu mistökin sem myndi líta dagsins ljós í kjölfarið á kunnáttuleysi verða mörg því svona málaflóru gengur enginn inn í án mikillar kunnáttu og viðamikillar reynslu á alheims ástandinu og málavöxtum hér heima.

Og það vinnur engin ný stjórn kraftaverk þó hún poppaði upp í dag í fullum herklæðum reiðubúin í bardagann, ástandið er einfaldlega of snúið á allan veg og erfitt og jafnvel Guði almáttugum myndi fallast hendur.

En glænýtt fólk í öllum stöðum sem ekki þekkir margþætta málaflóruna mun ekki geta reddað neinu um leið eða standa betur en núverandi stjórn þó fólk myndi kannski róast í smátíma,svo syði allt uppúr aftur og hvað þá? Nýja stjórn aftur og síðan á 3ja mánaða fresti?

Þessar ólæti stjórnast miklu framar af reyði en skynsemi og það er ekki leið til nokkurs árangurs.

 

 


mbl.is Mótmæli fram á nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband