Sökin? Stjarnfræðilegt okurverð á Áfengi hérlendis.

Ég sé bara ekki að þetta sé meiri glæpur en sumir hafa haft í frammi gegn Íslandi í heild sinni og komið landsmönnum á hvínandi kúpuna með löglegum Banka skrípaleik og hirða svo mörg þúsund milljónir af hlutafélögunum fyrir að bera alla þessa óskapa "ábyrgð"

Það er þjófnaður á almanna fé,  á meðan þannig "glæpir" líðast þá mega menn mín vegna brugga og smygla brennivíni eins og þá lystir og Ríkisstjórnin kallar þetta yfir sig með okrinu á þessum vörum.

Stilla verðinu í hóf og þá leggst þetta af´sjálfkrafa ,menn standa ekki í þessu nema þeir sjá góðan hagnað í að gera þetta.

 


mbl.is Stórfellt smygl með vörum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu er réttlætanlegt að brjóta lögin þó aðrir geri það? Þetta þykir mér einkennileg röksæmdarfærsla.

Ingi Þór (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 17:15

2 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hversvegna eykst hérlend ólögleg innanlandsframleiðsla á LANDA, hassi og amfetamíni?  Hversvegna eykst smygl á áfengi, hassi og öðrum fíkniefnum svo sem kókaíni, amfetamíni og fleiri, svo svo ekki sé talað um smygl á sterkari efnum (eiturlyfjum).  Ópíum- og morfínskyld efni eru að sækja í sig veðrið.  Og LANDINN selst nú sem aldrei fyrr!

Hversvegna?  Vegna þess að ólöglega áfengið, vímuefnin og eiturefnin eru sannanlega ódýrari, miðað við vímuna sem fæst per kaupverð (krónutölu). 

Svo eru menn að tala um forvarnir og Áfengisvarnarráð sem gerir ekkert annað en að óska eftir hækkunum á útsöluverði og hefta aðgengi á áfengi. 

Áhrifaríkustu forvarnirnar væru að leggja niður Áfengisvarnarráð í núverandi mynd, auka framlag til meðferðastofnana og lækka verð á áfengi, sem er eini löglegi vímugjafinn. 

En ennþá þorir enginn að taka á vandanum af hræðslu við Templara og aðrar "kerlingar" af báðum kynjum sem haga sér eins og Femínistar og VG varðandi kynferðismál þ.e., vændi og/eða nektardansstaði.  BANNA! BANNA! BANNA!    

Kær kveðja, Björn bóndi 

Sigurbjörn Friðriksson, 17.1.2009 kl. 17:48

3 Smámynd: Riddarinn

Úfff ... já sitt sýnist hverjum um þetta og auðvitað verður alltaf svindl og smygl hér á landi þar til gjöld verða lægri, ekki skánar það núna þegar Gjaldeyririnn er helmingi dýrari en fyrir ári og gjöldin aukast að sama skaði og ekki heil brú í því dæmi.

Gjaldeyrishækkunin hefur margföldunar áhrif og það þarf að hugsa út í þetta núna svo allt springi ekki í verðlagi hérlendis,reyndar er sú hækkunar alda þegar komin að hluta til en vitið til að næstu mánuðir munu verða miklu verri og verðbólgan mun sprengja alla skala og verða í fáránlegri tölu.

Eins og það sé ekki nóg fyrir,hreint og beint rán í björtu 

Riddarinn , 17.1.2009 kl. 18:41

4 Smámynd: Riddarinn

Ingi þór.

Ég sagði aldrei að þetta væri í lagi, lesa skrifin áður en þú gerir athugasemd svo hún sé á rökum reist.

Ég sagði að þetta væri ekki meiri glæpur en þessir stóru herrar hafa gert síðustu ár en þeir herrar komast upp með það án þess að blikna eða að þurfa að svara fyrir það sem gert hefur veri þó að það sé í hæsta lagi vafasamt og á Kolgráa svæðinu.

Riddarinn , 17.1.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband