Er þetta virkilega ekki öllum löngu ljóst?

Það er nú langt síðan að það kom í ljós að Ísraelar virða akkúrat ekkert og eru þessa stundina að útrýma sem flestum Palestínskum borgurum og börnum í massavís og reyna svo að skýla sér á bak við að þetta sé bara gegn Hamas.

Ótrúlegt hvað má komast lengi áfram á bullinu lygum og bjánalegum útskýringum í þessu viðbjóðslega útrýmingar stríði Ísraelsku þjóðarinnar. Þeir fangelsa og einangra Palestínu innan þessa margra metra háu múra og murka hratt úr þeim lífið með öllum mögulegum ráðum sem eru svo svívirðulegar og siðlausar að maður er kjaftstopp.

Hreint og klárt níðingsverk!


mbl.is Ísraelar sagðir brjóta mannréttindalög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Rakel Kaaber

Það er algjörlega ófyrirgefanlegt að vestræn stjórnvöld - þar á meðal Íslensk - sitji hjá og geri ekkert við þessum þjóðernishreinsunum!

Fríða Rakel Kaaber, 13.1.2009 kl. 12:04

2 identicon

Eru ekki Hamas liðarnir líka að brjóta mannréttindalög?  Þetta er engan vegin útrýming sem þeir eru að keyra þarna, í guðs bænum þeir flugu flugvélum og fleygðu miðum þar sem á stóð ,,við ætlum að gera sprengjuárás á eina byggingu í þessu hverfi, vinsamlegast farðu í burtu á meðan því stendur'' 

Hvers meira er hægt að ætlast af þeim?  Standa bara og gera ekkert meðan Hamas skýtur á þá?  Auðvitað verða þeir að grípa til aðgerða einhverntíman. 

Addi (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 13:13

3 Smámynd: Riddarinn

Jú satt er það að Hamas er að rembast við að sýna mótþróa en ég held að það sé líka kærkomin átylla fyrir Israel til að gefa sér afsökun fyrir að útrýma þeim sem fastir eru innan þessara múrveggja og eru sveltir alla daga af öllu því sem til þarf og lífið er living hell þarna innan þessara fangelsismúra.

Þetta er auðvitað áratuga gömul deila sem vonlaust mun verða að leysa nokkurn tíma þannig að allir muni vel við una.

En yfirburðir Israels eru algerir og kúgunin sem þeir eru að beita hljóta að enda með að barist sé á móti, það hafa allir sín þolmörk og Ísraelsríki er löngu komin yfir þau mörk og þetta er út fyrir öll mörk hvernig komið er fram og svona útrýmingar herferðir einnar þjóðar gegn annarri er eitthvað sem ekki er hæst að þola endalaust.

Alþjóðarsamfélagið verður að bregðast við þessu og beita eihverjum meðölum sem hægt er að nota á þá til slaka á þessari útrýmingar herferð.

Eins og veröldin hafi ekkert lært af útrýmingar herferðinni gegn Gyðingum og slátrununum sem áttu sér stað í Rúanda og fleiri löndum, þetta er það sama, bara í annarri mynd og öflugri vopn.

Riddarinn , 13.1.2009 kl. 18:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband