10.1.2009 | 15:43
Farið hefur fé betra!!!
Fínt ef þessa Björninn lætur sig hverfa að mín áliti.
Þetta álit mótast sérstaklega vegna eins málefnis sem viðkoma honum.
Ég fylgist betur með einu málefni en öðrum hjá Alþingi. Það eru málefni varðandi jafnari réttindi barna tii beggja foreldra Þ.e. foreldrajafnrétti og þar er Björn við stjórnvöllinn þegar kemur að ákvörðunum varðandi val í nefndir sem eru settar til að taka á þessum málum og fleiri málum þar varðandi lagabreytingar og hvaða mál fá að fara í gegn til ákvarðanna töku.
Þær nefndir sem hann skipar í þeim málefnum eru gersamlega út í hött og lýsir best hvað hann er vanhæfur og gamaldags í þessum málum.
Þeir sem þekkja til þessa málefnis vita líklega hvað ég er að tala um, sérstaklega síðustu nefnd sem hann skipaði í málefnum barnanna okkar til að bæta lagarammann og setja þennan málaflokk inn í nútímann og nær þeim gildum sem eru í öllum hinum Norðurlöndunum sem hafa miklu meiri reynslu í þessu málefni þar sem margfaldur málafjöldi miðað við hérna heima hefur kennt hinum Norðurlöndunum mikið til hins betra og kennt þeim að hugsa þetta út frá barnanna hag.
Björn skipaði í þessa nefnd 3 konur sem eru að því að mér skillst meira og minna á móti öllum breytingum og vilja hafa þetta allt kvenlægt og öll réttindi þeirra megin eins og verið hefur síðan í fornöld.
Það er hrein blindni hjá Birni að fá bara konur til að ráða og taka ákvarðanir í málefni sem að mestu varðar feður sem vilja aukinn rétt til að umgangast börnin sín.
Skyldi Björn einn daginn ráða 4 kallmenn í nefnd varðandi launajöfnuð kynjanna en enga konu?
Neiiiiiiii það mætti auðvitað ekki því þetta væri hagsmunamál kvenna fyrst og fremst og þeirra hagur og þá yrðu konur að vera NR 1 í þeirri nefnd.
Eiga þá ekki kallmenn að vera í nefnd sem er að berjast fyrir auknum réttindum barna til feðra sinna? Ekki eintómar afturhaldsamar kellingar sem vilja engu breyta því þá missa þær þau forréttindi sín varðandi börnin sem eru ekki bara börnin þeirra heldur feðranna líka.(Það virðast sumar mæður því miður seint eða aldrei skilja)
Ísland er ekki með hinum Norðurlöndunum í lestinni. Lestin löngu farinn úr sjónmáli, svo langt fyrir aftan erum við í þróun þessara mála varðandi réttindi barna við skilnað miðað við önnur siðmenntuð lönd.
Í þessu málefni er kallinn eins og lömuð Risaeðla, virðist ekki vita eða vilja vita nokkuð í sinn haus, svona kallskrögga af gamla tímanum sem ekki hafa þurft að berjast fyrir að fá að hafa börnin sín nokkur tíman á ævinni á einfaldlega ekki að hafa í þesskonar málefnum því skilningurinn á viðfangsefninu er eins og hjá gamalli niðsuðudollu, Akkúrat enginn
Í burtu með svona gamaldags viðhorf í stjórnkerfinu.
Ætli hann fari þá ekki í Seðlabankann eins og allir hinir útbrenndu stjórnmálamennirnir svo hann geti hjálpað til í að koma landsmönnum á hausinn eins og tekist hefur svo vel undanfarið.
Út með sauðina, inn með sérfræðingana sem vita hvað þeir eru að tala um og þekkja staðreyndir í viðkomandi málaflokki.
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finst þú ættir ekki að leyfa þér að tala svona um Björn Bjarnason. Mér finst að þú ættir að koma fram í skírri mynd á síðunni þinni, en ekki í felulitum. Þeir sem fela sig á bak við óskýrar myndir og koma fram með yfirlýsingar eins og þú eru yfirleitt þeir sem þora ekki að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir.
Guðrún Jónsdóttir.
Guðrún Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 21:51
Ertu ekki að grínast kona? Ég get varla komið með skýrari mynd af mér nema að ég gapi framan í myndarvélina.Og er ekki að fela hver ég er, hef ekkert að skammast mín fyrir.
En jú þetta er kannski heldur hart að orði kveðið hjá mér en ég hef bara mikilla hagsmuna að gæta í þessum málefnum sem tilheyra réttindum barna og ég er svo bit á því hverjar reglurnar eða öllu heldur regluleysið og ósanngirnin er oftast hérna á landi.
Og reglur eru í lang flestum tilvikum feðrum í óhag,og þarna á þessu málefni er eins og það sé ský fyrir augum Björns.
Og þá falla kannski sum verk sem hann hefur gert vel í skuggann, verður bara að hafa það ef fólki þykir það ósanngjarnt.
Mig svíður líka undan því í Hjartanu að missa af tíma með barninu mínu vegna þess að lögin eru ekki í takt við nútímann og Björn hefur einfaldlega ekki verið að gera neitt af viti í þeim málum.
Ég tel ásamt svo mörgum öðrum að barnið mitt eigi sama rétt á samvistum við föður og móðir.lögin eru sko ekki á þann veg og langur vegur þar frá.
Alveg ótrúlegt hvað Alþingi hefur líðst að draga lappirnar í þessu málefni og tími til komin að þeir dragi hendur úr skauti og fari að vinna að Foreldrajafnrétti til framtíðar.
Þetta er einföld og sanngjörn krafa. Krafna um Foreldrajafnrétti verður háværari og háværari með ári hverju en lögin breytast akkúrat ..........EKKERT.
Þetta er virðingarleysi við framtíð barnanna okkar.Ekkert annað.
Riddarinn , 11.1.2009 kl. 04:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.