Var staddur þarna í sömu viku en.....

Já ég man þennan tíma mjög vél því ég hafði verið þarna á Púkket í 7 daga og ætlaði að vera þarna yfir afmælisdaginn minn 25 Des. en hótelið var yfirbókað af hóp og mér hafði verið sagt að ég gæti aðeins haft herbergið til 21 Des.

Þar sem var erfitt að fá hótel þarna á Púkket á þessum há annatíma þá ákvað ég að fara þaðan 22. Desember til eyjurnar Koh Samui, það var sko ákvörðum sem ég grét ekki eftir á .

Þar sem sú eyja var hinum meigin við meginlandið en þó mjög stutt frá Pukket þá kom megin straumurinn af fólkinu frá harmasvæðunum yfir á Eyjuna sem ég var og þar í kring, ég fékk mikið af gestum á Gistiheimilið mitt sem ég átti og rak þarna í 3 ár og sumir höfðu lent í þessum ósköpum og sloppið mis vel frá því en þó á lífi og prísuðu sig sæla eins og ég gerði reyndar líka því hver hefði vitað hvar maður hefði verið á þessum tíma ef ég hefði verið áfram á á Púkket Halo

Allavega hafði húsið sem ég leigði einni viku áður á PI PI eyju horfið með manni og mús og sást ekkert af þeim gestum sem þar höfðu dvalið.(talandi um að sleppa með skrekkinn,shitt man!!!)

Fór nokkru seinna með hjálpar hóp til þess bæjar sem fór verst út út flóðinu sem hét kaolak og það var ótrúlegra en nokkur orð fá lýst.Svakalegt að sjá 3-4 hæð á hótelum og jafnvél þökin brotin eftir ótrúlega hæð öldurnar sem hefur eflaust náð 8-10 metra hæð þarna í byrjun.

Svo var þarna Herbátur sem er nú frægt myndefni frá flóðunum og varð strax einkenni um kraftinn á öldunni sem réðst þarna á land eldsnemma morguns, Aldan hafði hent honum 1,5 kílómetra inní landið eins og ekkert væri og situr þar ennþá sem minnisvarði um flóðið. Í þessum bæ dóu u.þ.b. 70-80% íbúanna á einni svipstundu Crying Hrikarlegt.

En það tók líka all nokkurn tíma fyrir Thailensku þjóðina að átta sig á því hversu miklar harmfarir þetta voru og fólk hélt mjög lengi að þetta væri nú ekki svo rosalegt,bara minniháttar.

Seinna kom ég til Bangkokk og sá þar heilu grindverkin með myndum um fjölskyldurnar sem var saknað og stundum voru myndir frá foreldrum sem höfðu tapað öllum börnunum sínum ásamt maka og héldu í veika von um kraftaverk.

Þarna hékk svo mappa með aðvörun á kápunni, þar voru myndir af hinum ýmsu líkamspörtum sem voru annað hvort með tattú eða skartgripi eða annað sem ættingjar gætu kannski borið kennsl á.

Já þetta var skóli sem kenndi manni og sýndi manni mikið.

 


mbl.is Fjögur ár frá flóðbylgjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Takk fyrir söguna.

Villi Asgeirsson, 28.12.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband