Komið þarna 2 svar síðustu 2 ár

Ég bjó í næsta landi við Búrma (Mayamar) í 3 ár og fór þangað 2 sinnum og fékk aðeins nasaþefinn af þeirri fátækt og eymd sem þetta fólk má búa við.

Þarna hefur verið Herforingjastjórn í áratugi og eins og í flestum löndum þar sem herforingjastjórnir eru þá kunna þessir menn ekki og hafa enga menntun til að stjórna landi eða neinu sem þarf yfir höfuð að stjórna nema kannski að stjórna hernum með harðri hendi.

Herforingjastjórnin mokar undir rassgatið á sér og sínum og er skít sama um hinn almenna borgara, ef einhver hreifir mótmælum eða kvartar þá er viðkomandi tekinn af lífi um leið og sjálfsögð mannréttindi er eitthvað sem þeir myndu aldrei vilja sjá í sínu landi.Þetta er land kúgunar.

Þarna vantar allt til að hjálpa fólkinu,heilbrigðiskerfi er ekkert,menntun engin, matarbirgðir varla nokkrar fyrir almenning og sá litli  tækjabúnaður sem til er síðan úr fornöld og þungavinnu vélar sem eru alger nauðsyn þegar svona harmfarir ganga á eru ekki til og hafa aldrei verið til staðar.

Þarna lifir fólk ekki stundinni lengur án vatns og hitinn og rakinn mikill ,líkaminn orgar stöðugt á vatn í þessu landslagi.Eitthvað sem maður áttar sig ekki á fyrr en maður hefur verið í þessu loftslagi.

Núna þarf allur þessu fjöldi hjálp og það er tómt mál að tala um að fólk fái nokkra hjálp nema að erlendar ríkisstjórnir komi alfarið með þá hjálp.

Það er mitt álit að þarna þurfi að taka völdin af herforingjastjórninni sem ekki gerist nema þjóðir standi saman og ráðist inn í landið með valdi þó að vísu sé ekki sé á harmleikinn bætandi.

Það er einmitt það sem herforingjastjórnin er svo hrædd um að hryllingurinn sem hefur verið þarna alla tíð verði öllum ljós og aðrar þjóðir skerist í leikinn og þeir missi völdin.Þeir eru bara að hugsa um rassgatið á sjálfum sér.

Völdin eru þeim meira virði en íbúar landsins sem þeim hefur verið skítsama um hingað til.

En það er varla um nokkuð annað að ræða en að taka frammí fyrir hendurnar á Herforingjunum sem loka á aðstoð fyrir miljónir manns sem eru við dauðans dyr og þetta þarf að gera strax.

 

 

 

 

 


mbl.is Hjálparstarfsmenn óvelkomnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband