Skítafyrirtæki eykur hagnað sinn.

Já það er ekki að því að spyrja með Sjóvá þegar að peningum kemur.

Þetta skítafyrirtæki sem svífst einskis til að sleppa við að borga það sem þeir eiga að borga.

Lenti einu sinn í slysi þar sem ég brotnaði illa á olnboga og var tryggður sem farþegi í bíl eins og farþegar eru venjulega,Kostaði mig hálft ár frá vinnu og það tímabil átti Sjóvá öðlingarnir að borga.En.......

En þá kom Sjóvá með sitt útspil.

Við borgum ekki af því þú varst búinn að drekka bjór !!!!!!!!! ÉG var farþegi í bíl og hafði drukkið smávegis og það átti að kenna því um að slysið hafði gerst.

Ég sá nú ekki samhengið við hvernig ég hafði allt í einu gerst sekur um eitthvað af því að ég hafði drukkið um kvöldið en þetta var þeirra afsökun, ég var því tekjulaus í fjölmarga mánuði og með allt í klessu allt í einu vegna fyrirslátts Tryggingafélagsins.

En svo  var mætt í héraðsdóm vegna þessa máls tæpum. 2 árum seinna og þá var annað hljóð uppá á teningnum,jú við borgum auðvitað drengnum upp í topp,ekkert mál.

Þeir höfðu alltaf vitað að þetta var bara fyrirslátur til að fá ungann mann (23 ára) til að falla frá málsókn því það gera margir þar sem þeir þora ekki að bjóða þessum stóru félögum upp í dans fyrir framan héraðsdóm.

Þetta aumingja Sjóvá félag hefur ekki notið minna viðskipta eftir það og mun aldrei gera.

Tryggingamiðstöðin eða Íslandstrygging hefur reynst mér best síðustu 20 árin og þaðan færi ég ekki þó Sjóvá myndi bjóða gull og græna skóga.

 


mbl.is Afkoma af tryggingastarfsemi Sjóvá batnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komdu sæll

Leiðinlegt að lenda í þessu.

Bara fyrir forvitnisakir langar mig að spyrja hvort ökumaðurinn hafi verið búinn að fá sér neðan í því líka?

Kveðja, Arnþór

Arnþór (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 11:11

2 Smámynd: Riddarinn

Sæll Arnþór.

Nei ökumaðurinn var ekki búin að drekka og það var ekki málið.

Það er oft lenska hjá tryggingafélögum að neita að borga þetta og hitt og taka sjénsinn á því hvort fólk fer með málið fyrir dóm eða ekki.

Unga fólkið hefur lent í þessu og þegar maður er ungur og óharnaður ný byrjaður á allvöru lífsins þá er auðveldara að reyna.

Var augljóst í mínu máli og ótrúlegt að félög skuli leggjast svona lágt í baráttunni en hellingur til að svona sögum.

En kannski á maður ekki að vera svona fúll yfir þessu.þoli bara ekki þegar fyrirtæki beita svona gagnvart kúnanum.

Riddarinn , 18.2.2008 kl. 15:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 85270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband