Ó jú. það er allveg í lagi að hafa þarna Hótel.

Það er nú einfaldlega þannig að Hótel í miðkjarna Höfuðborgar á besta stað mun alltaf fá nóg af viðskiptavinum og það er þróun sem á sér stað allstaðar í Evrópu og minnkar ekki.

Ég er ekki að segja að þetta sé gott pláss eða að akreinar séu hentugar þarna á Laugarveginum, en sá sem á hótel þarna mun fá nóg af aurum í kassann og þá er árangrinum hjá eigendum náð.

Einfaldlega viðskipti og viðskipti eru til þess að afla peninga í 99,9% tilvika.


mbl.is „Vantar ekki hótel við Laugaveg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þarna á ekki að vera hótel.  Þar sem hótel er verður að vera gott pláss fyrir bíla og stórar rútur.  Í dag meiga rútur ekki aka niður laugaveginn.  Það er Hótel við Laugaveg og er alltaf erfitt að koma fólki á það.  Ég keyrði rútur í 12 ár og þekki þetta því vel.  Þegar ég fór með fólk á Hótel á Laugavegi þá lagði ég alltaf við hegningarhúsið á skólavörðustíg og var fólk að ganga með allan sinn farangur niður á Laugaveg þetta er ekki gott.  Það er hægt að hafa Hótel í miðbænum en þá þarf að laga skipulag til að koma því fyrir með öllu sem þvi fylgir. 

Þórður Ingi Bjarnason, 15.1.2008 kl. 08:04

2 Smámynd: Taxi Driver

Slæmur staður.. Rútur, leigubílar, bílaleigubílar.. Hvar á þetta að vera?? Og ekki skulum við gleyma hinu margrómaða "næturlífi" Reykjavíkur. Organdi, gargandi, mígandi fólk allar helgarnætur. Fólk er ekkert alltof hrifið á þessum 4 hótelum sem eru nú þegar í miðbænum.

Taxi Driver, 15.1.2008 kl. 08:29

3 identicon

Ég verð nú að segja að ég hef líka unnið sem rútubílstjóri, og þurft að sækja fólk á hótel sem eru á laugaveginum, og það er ekki öfundsvert að reyna að útskýra fyrir fólki að það þurfi að dragnast með farangurinn sinn upp hálfan laugaveginn vegna þess að það sé bara ekki hægt að leggja bíl nær.....hvað þá meira heilli rútu.

 Samt finnst mér reyndar að það ætti að rífa þessa kumbalda þar sem þeir eru afspyrnu ljótir og sennilega hægt að gera eitthvað sniðugt á þessum reit...fyrir utan að byggja hótel.

Zig (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: B Ewing

Tek undir með þeim sem hafa gert athugasemdir.  Ég keyri rútur reglulega og þegar ég þarf að sækja farþega á Laugaveginn þá er það nær undantekningarlaust til mikilla vandræða.  Hef hingað til verið ákaflega heppinn,  náð að troða bílnum upp á gangstétt,  lagt í hliðargötu eða teppt beygjuakreinina viðLaugaveg 22.

Kannast hins vegar ekki við að það sé bannað að aka rútum niður Laugaveginn, hef ekki séð það skilti ennþá.  Veit hinsvegar að það er bannað að keyra rútum norður Suðurgötuna við kirkjugarðinn.  Það bann, ásamt öllum framkvæmdunum við tónlistarhúsið gerir það að verkum að stór rúta þarf að fara vestur að Landakotsspítala til að komast að anddyri Ráðhússins.

B Ewing, 15.1.2008 kl. 09:31

5 identicon

Lestu viðfangsefnið almennilega áður en þú kemur með illa ígrundaðar meiningar. Viðmælandinn í fréttinni var hreint ekkert að tjá sig um hvort mögulegt hótel yrði rekið í hagnaðarskyni, eða hversu góð viðskiptin yrðu, heldur bara að benda á þá einföldu staðreynd að á þessum stað er Laugavegurinn hvað þrengstur, engin bílastæði hvoru heldur megin og það yrði því til mikilla umferðartafa að reisa hótel með tilheyrandi rútu, leigu- og bílaleigubílaumferð eins og er bent á hér að ofan. Umferðaröngþveitið, sem í miðbænum er vart á bætandi, myndi óhjákvæmilega bitna á viðskiptaumhverfi nágrannafyrirtækjanna. Það er alveg ótrúlega grunnhyggið að halda að þetta sé frétt um að rótgróinn verslunareigandi á Laugaveginum sé einhvernveginn á móti því að "viðskipti séu til þess að afla peninga"

Þorvaldur S. (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 09:34

6 Smámynd: Riddarinn

það er nú  einhvern veginn þannig að þó akgreinar eða nægilega góð aðstaða fyrir rútur og bíla séu ekki fyrir hendi  þá þykir þeim sem byggja dæmið það ekki vera mál sem er fyrir þeim að svo stöddu og líklega eru viðkomandi vissir og hugsa mest um að fá mikla aðsókn og góðan rekstur sem gefur góðan arð.

Og Þorvaldur í síðustu athugasemd sem þú skrifar, ég er ekki alveg að átta mig á þessari setningu hjá þér í endann um rótgróna viðskiptaeigandann, ég gef hvergi í skyn að hann sé á móti þessu út að þessari eða einhverri ástæðu annarri. Fer hvergi inná þau mál en tjái mig bara um að ég telji að þetta Hótel verði vél sótt og eigendur muni eflaust fá sit í endann.

Þorvaldur, þér er velkomið að hnippa í mig ef ég hef rangt fyrir mér seinna meir en ég tel að það séu litlar líkur á því að það komi til því þetta hótel mun spjara sig vel og verða ábatasamur rekstur hvað sem umferð og aðstöðu fyrir rútur og farartæki viðkemur.

En ég hef sjálfur gist mikið á hótelum erlendis í mann mörgum borgum með slæma aðstöðu ef ekki mun verri aðstöðu fyrir rútur og þau lifa enn og þetta bjargast alltaf hvernig sem farið er að því.

En ég hef aldrei sagt að ég vilji Hótel þarna eða finnist staðurinn vera góður heldur eingöngu að staðurinn sé góður í viðskiptalegu samhengi.Það eru oftast neikvæðar hliðar á þannig málum og þær athugasemdir sem eru hérna eiga fullkomlega rétt á sér en þetta er eins og með þegar hann Dabbi krulla vildi hús Andanna á tjörnina og allt varð vitlaust í þjóðfélaginu, það reis engu að síður, eflaust samt uppá teningnum hér þó einhverjir séu á móti, Upp mun það fara og hýsa gesti um ókomna framtíð.

Riddarinn , 16.1.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband