Eitt álíka fáráðnlegt dæmi hérna um álíka Ameríska heimsku.

Bróðir minn var við nám í Bandaríkjunum og annar bróðurinn var að fara í heimsókn í mánuð í kringum 1997.

Hann var spurður á flugvellinum  hvert erindið væri til USA og hann sagði sem var að hann væri að fara heimsækja bróðir sinn og bætti svo við að kannski myndi hann taka enskuskóla í leiðinni til að nota tímann.

ÞÁ kom babb í bátinn!!!!!! Hann var að koma til landsins á fölskum forsendum þar sem hann hafði ekki getið þessa aukalega að hann myndi kannski fara í skóla.

Vissi ekki fyrr en hann var kominn bak við lás og slá í hópklefa með helling af einhverju mis vönduðu liði og efst í huga hans var að spenna saman rasskinnarnar af sem mestu afli svo sveindómurinn fyki ekki þessa nóttina af völdum einhvers risastórs Górillu Bóbó.

Ekki hefði það verið gott þar sem ekkert var Vaselínið við höndina W00t

Sagðist aldrei hafa verið eins hræddur um líf sitt á ævinni.

Næsta dag var honum hent úr landi og settur í bann í einhver ár.Stórhættulegur glæpamaður í þeirra augum.

Þó hann sé vissulega horaður og ófríður þá er það varla hættulegt í Ameríkunni Tounge

Ég spyr? Er ekki allt í lagi þarna úti. Hvað halda þessir kanar að þeir séu ?

Kolruglaðir úr frekju og virðast ekki stíga í vitið í útlendingaeftirlitinu þarna á flugvöllunum og reglurnar ótrúlega heimskulegar.

Ætli það kæmi ekki hljóð í strokkinn ef við tækjum svona á móti könunum.Ansi hræddur um það.


mbl.is Bönnuð landganga vegna gamalla dóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er kannski spurning að átta sig á því að Bandaríkin þurfa að eiga við milljónir fólks hvaðan af úr heiminum sem að reyna að svíkjast inn til landsins með lygum og öðru og snúa svo margir aldrei tilbaka og hafast við ólöglega í landinu... Ég VEIT að ef einhver reynir að gera slíkt hið sama við innkomuna til Íslands fær hann/hún nákvæmlega sömu meðferð hjá okkar innflytjendayfirvöldum. Könum er snúið við á flugvellinum í Keflavík út af svipuðum ástæðum á hverjum degi og er í tilfelli bróður þíns, ekki halda annað. Ég hef unnið á stað sem að hafði mikið með þessi mál að gera og hef reynslu af þessum málum...!

Ekki vera svo blindur að Ísland sé alheilagt þegar kemur að svona málum...!

Kjartan Julius Einarsson (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband