4.12.2007 | 22:34
Ef þetta er ekki helber heimska þá veit ég ekki hvað.
Þetta er skólabókadæmi um vanhæfa stjórnarhætti spillingu stórkostlega heimsku og firringu á hvað er að gerast hjá þjóðinni sem menn eiga að sjá um og hafa umhyggju fyrir þá veit ég ekki hvað.
En það dugar einfaldlega skammt að sigla með endalausa skipsfarma af varningi og nauðþurftum því það eru milljónir manns sem svelta heilu hungri og vatn sem okkur þykir sjálfsagt er gífurlega erfitt að fá.
Það þarf að koma hjólunum í gang og finna leiðir til að fólk geti bjargað sér sjálft og í það minnsta stundað sjálfsþurftar búskap.
Það er einfaldlega staðreynd að það er alltof mikið af fólki þarna miðað við og fjárhag landsins og náttúran leitar alltaf leiða til að leiðrétta sig fyrir rest.
Kallað að hæfustu einstaklingarnir lifa af.
Landið og aðstæðurnar og spillingin sem er gífurleg og ákveðnir einstaklingar sem moka endalaust undir sjálfa sig auðæfum og hirða lang mestan part innkomu frá útflutningi sem er oftast mikill í formi olíu, gulls,demanta, silfurs, kopars og o.fl. sem landið gefur af sér en fer ekki til almúgans sem sveltur heilu hungri og er ekki notað til uppbyggingar heldur til að fita einhver stórfyrirtæki og feita stórkalla og í her og tól til hernaðar.
Þetta er miklu stærra mál en að Hjálparstarf geti bjargað, þessu það krafsar bara í bakkann, þessi bakki hrynur svo fyrir rest.Gengur ekki til lengdar.
Þarf að finna einhverjar öflugri leiðir til uppbyggingar og það strax.
Neyð ríkir í Sómalíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvað sýnist ykkur um vitið sem felst í eftirfarandi kerfi: Vesturlönd halda því fram að varning eigi að framleiða í því landi sem hentar best og að með frjálsri verslun leiti framleiðslan þá á hagkvæmustu svæðin og allir hagnist af því að þjóðirnar skipti hlutverkum sínum eftir því hvað best kemur heildinni.
Þetta gildur um flest en þó ekki um það sem skiptir þróundarlöndin mestu, landbúnaðarvörur.
Vesturlandabúar nota auð sinn til að halda uppi ríkisstyrktum landbúnað og tollakerfi sem kemur í veg fyrir að suðrænni lönd geti notið þess að þar er eðlilega hægt að stunda mun hagkvæmari landbúnað en norðar.
Það hefur verið reiknað út að öll samanlögð aðstoð iðnríkjanna við þróunarlöndin ná ekki að bæta upp nema brot af því tjóni sem hin suðrænni lönd verða fyrir með því að vera svipt helsta möguleika sínum til að hagnast á heimsversluninni og eðlilegum hlutverkaskiptum þjóða.
Ef þetta er ekki einhver mesta heimska heimsins í dag, þá hvað?
Ómar Ragnarsson, 4.12.2007 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.