Óþolandi að vakna kl. 6 þarna við gargið úr hátölurum á strætum Bangkokk

Þetta hrökk maður upp við kl 6 alla morgna þar sem ég dvaldi á hóteli í Bangkokk á leið til eyjurnar sem ég bjó og rak gistiheimili í nokkur ár og voru hátalararnir hafðir á strætunum þar sem aðal umferðin af túristum var og hótelin í massavís.

En hann er samt ágætur þjóðsöngurinn þeirra að hlusta á og maður verður ekki leiður á honum þó maður heyri hann oft og þvílík virðing sem er borin fyrir honum að þegar maður fór á bíó þá er  hann leikinn áður en sýningin byrjar og allir skulu standa upp.En það er nú bara af hinu góða, margt verra til en að bera virðingu fyrir þjósöng síns lands.

Eitt sinn þá stóð einn túristi ekki upp og sat sem fastast og ég hálfpartinn bjóst við að sjá hann brytjaðan niður áður en hann fengi sér fyrsta sopann af kókinu sínu.Var ekki nr 1.á vinsældarlistanum sá ferðamaður,skiljanlega Angry

En íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar hvernig Tælendingar virða fjölskyldu sína og virðingin við kónginn er slík að hann er sama og í guða tölu hjá þeim og ekki spillir fyrir að hann er einn af ríkustu konungsbornu mönnum í heimi, minnir að hann sé sá 5 ríkasti í heimi eða þar um bil og það eru ekki einhverjar smá hirslur sem þarf undir þann sjóð.

Og ef það er einkvað sem Tælendingar virða fyrir utan Budda og kónginn þá er það Peningar og vald.Peningar eru ótrúlegt vald á þessum slóðum og flestum er sama hvernig þeir koma til, löglega eða ekki, simply "monny talks"monny is power.

En konungurinn virðist nú líka vera ósköp fínn kall og vinsæll er hann,en að sjá kallinn brosa er jafn fágætt og sjá Marsbúa á reiðhjóli í miðbænum.Þó verður ekki annað sagt að TÆLENDINGAR nokkuð brosmildir að eðlisfari.

 En þvílík þvæla að eiga að stöðva bílana sína hvað sem er eins og traffíkin og bílamergðin er þarna , þetta er  ávísun á endalaust kaos og vitleysu í borg þar sem gatnakerfið er gersamlega sprungið í tætlur og mengunin eftir því.

En Taílendingar eru ekki þeir klárustu þó þeir séu allmennt gott fólk og hugsa ekki of mikið um afleiðingarnar af þeim reglum sem þeir setja,maður varð ekki sjaldan kjaftstopp þegar maður þurfti að kljást við kerfið því það var líkast því að leikskóla krakkar hefðu sett reglurnar í frímínútunum, vantaði einfaldlega alla skynsemi í þetta.

Þarna eru það einhverjir yfirmenn í herstjórninni sem ráða allt í öllu og þó þeir geti stillt upp tinddátum og skotið mann og annan og hafi verið í hernum í áratugi þá eru þeir oftast allgerlega ómenntaðir og ekki með þá greind reynslu og hæfileika sem þarf til að stjórna þeim 60-80 milljóna mannskap sem þar búa, oftast við mikla fátækt og bilið á milli ríkra og fátækra er skelfilega mikið og óréttlátt.

Menntunar stigið í landinu er fyrir neðan allar hellur og framfarir mjög hægar, stundum eins og fyrir áratugum síðan í Evrópu.Svo er spillingin mikil og þeir hærra settu moka undir rassgatið á sjálfum sér úr opinberum sjóðum en almenningur lifir dag fyrir dag og öryggið í ellinni er undir því komin að eiga börn sem munu sjá fyrir foreldrunum, Öfugt við hérna 

Þarna setja þeir reglurnar og láta mistökin tala og þykjast ekki sjá hversu gallaðar og bjánalegar reglurnar eru í stað þess að hugsa fyrir mistökunum."þetta er bara svona er allgengt svar"og þetta þarf almenningur að beygja sig undir og taka það ósmurt í það allra heilagasta og þakka svo fyrir sig .....BROSANDI Grin

En samt...... sakna ég þess að vera þarna í sól og sumaryl. Skrítið Crying 

 


mbl.is Stöðvað til að hlusta á þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þjóðsöngurinn er ekki spilaður klukkan 6 á morgnanna (eins og kemur reyndar skýrt fram í fréttinni). Það er heldur ekki þjóðsöngurinn sem er spilaður í kvikmyndahúsum heldur eru sýndar myndir af konunginum og spiluð þjóðlög undir en ekki þjóðsöngurinn... í þau fjöldamörgu skipti sem ég fór í bíó þarna úti var ekki eitt skipti spilaður þjóðsöngurinn, það voru spiluð mismunandi lög og sýndar nokkrar útgáfur af myndaseríu um konunginn... Mér finnst eiginlega með ólíkindum að þú hafir búið þarna í 3 ár en sért samt svo fljótfær að láta þessi orð útúr þér... svei mér þá.

Mér hefur alltaf fundist jafn yndislegt að sjá fólk í brjálaðri stórborg hætta öllu sem það er að gera til að standa í eina mínútu... en það er auðvitað fáránlegt að setja þetta sem lög í umferðinni! En ég hef líka lent í því að leigubílar stoppi í þessa smá stund sem það tekur að spila þjóðsönginn, að vísu var það aðeins í sveitunum og truflaði því ekki mikið en oftast tók ég bara ekkert eftir þessu nema ég væri einhverstaðar á stórum opinberum svæðum fyrir almenning; lestarstöðvum, görðum, skólum, skrifstofum...

En hvað meinarðu að kóngurinn brosi ekki? þetta er bara mjög vinalegur gamall karl... þú lætur þetta hljóma eins og hann sé einhver algjör súrhaus með skeifu niður á gólf. Mér hefur alltaf fundist þessi kóngur mjög vingjarnlegur og hann sér yfirleitt vel um fólkið sitt, eða reynir það í það minnsta eftir því sem ég gat best séð þegar ég bjó þarna úti.

bara einhver ókunnugur netráfari (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:30

2 Smámynd: Riddarinn

Svar við síðustu athugusemd.ég ætla nú ekki að eiða mörgum orðum á þessa athugasemd og er nú frekar frjálslega farið í túlkun á orðum mínum t.d. varðandi brosið hjá kónginum, það er einfaldlega staðreynd að kallinn brosir alldrei og ef þú þessi "ókunnugi netfárari"getur sýnt mér mynd eða einhvað sem afsannar mín orð þá mun ég éta þau orð ofan í mig aftur glaður í bragði.

Ég skrifa reyndar þetta" En konungurinn virðist nú líka vera ósköp fínn kall og vinsæll er hann,en að sjá kallinn brosa er jafn fágætt og sjá Marsbúa á reyðhjóli"

þú skrifar þessa setningu" þú lætur þetta hljóma eins og hann sé einhver algjör súrhaus með skeifu niður á gólf"   !!!!!!!!!!!!

Þykir þér þú ekki vera að oftúlka eða í raun vera að setja mér orð í munn?

Súrhaus og skeifu niður á gólf? hvar í ósköpunum sérðu þessa meiningu í mínum orðum???? ég bara spyr???

Eitt var samt rétt og það er með söngvana í bíóunum en þar sem ég dvaldi ótal sinnum á ko san road er þjóðsöngurinn spilaður kvölds og morgna og ef þú hefur heyrt annað er það líklega vegna þess að þú hefur leigið í einhverju syndabæli sem ekki hefur þó viðeigandi að spila þjóðsönginn af virðingu við hann.°Þar sem karlmenn koma og leigja sér lady boy stráka eru nefnilega ekki spilaður þjóðsöngurinn virðingarinna vegna.Þarna kemur líklega ástæðan fyrir því að þú gefur ekkert upp um hver þú ert

Riddarinn , 28.11.2007 kl. 21:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband