Aula fréttamennska og snúið úr úr hlutunum.

Ég las þessa grein með opnum huga og án þess að dæma fyrirfram en það gerir viðeigandi fréttamaður greinilega ekki.Hann þyrfti að kynna sér þetta frá fyrsta punkti og fá sér nokkrar jónur eða einkvað í þeim stílnum  til að vita hvað verið er að tala um og láta svo ljós sitt skína hér og segja sitt álitt.

Ég las allavega þennan texta .

"Donald, sem er 39 ára gamall, hefur valdið miklum deilum með því að segja að kannabisefni séu ekki eins skaðleg og áfengi og að heimurinn væri betri ef allir væru í vímu. „Ef fleiri reyktu kannabisefni, frekar en að drekka áfengi, held ég að það væri minna um slagsmál, minna ofbeldi og færri vandamál,“ sagði Donald "

 Þessi Donald talar um að ef fólk reykti þetta í stað þess að drekka, þá meinar hann líklega að reykja á sama tíma og maður hefði annars verið að drekka, Fæstir drekka stanslaust alla daga stöðugt en fréttamaður túlkar þetta  í textanum sínum"að heimurinn væri betri ef allir væru í vímu"

ALLUR HEIMURINN  Í VÍMU !!!!!!!Þessi Donald sagði ekkert um að ALLUR heimurinn ætti að vera í vímu eins og blaðamaður segir, eingöngu að ef fólk reykti í stað þess að drekka.

Ég hef búið í Asíu og hef rekið þar gistiheimili og bar og á þeim 3 árum sem ég var þarna kynntist ég mörgum hliðum sem ég hafði ekki séð áður og ég var líklega eins fanatískur og hægt er að vera á allt þetta eiturlyfja sull og er það enn og aldrei hef ég reykt allt mitt líf svo ekki er ég að verja neinn lífsmáta hjá mér sjálfum.

En svo er það þetta dæmigerða EN.. sem kemur oft á eftir í umræðunum.

EN það fór ekki auðvitað framhjá mér frekar en hér heima að á næturlífinu var drukkið ansi mikið og endalaus vandræði með fólk sem varla gekk né gat talað og í versta falli gat ekki ein sinni skriðið heim til sín eftir skemmtana þorstann. 

Þarna eru líka nokkuð mikið um að túristar reyki mariujana og ég fór að átta mig á því að það var aldrei með neitt vesen röfl slagsmál eða þesslags vandræði og ég talaði þarna við mikla flóru fólks dags daglega og fór að spá í af hverju sumir voru svo miklu þægilegri og eðlilegri en blindfulla fólkið og voru bara skemmtilegir og spjölluðu ótrúlega skynsamlega og nutu þess mjög að hlusta á góða  tónlist og spjalla og ekki var þetta fólk dettandi öskrandi eða berjandi mann og annan eða neitt  röfl.Var bara ansi skemmtilegt og óvittlaust og oft ótrúlega margt skynsamt sem það talaði um.Var ekki ruglandi einhverja steipu eins og maður hefði haldið.

Ekki sá maður þetta fólk næsta dag ælandi liggjandi að farast úr þynnku og fárveikt eins og þá sem drukku daginn áður,Eina sem ég sá að þetta gerið fólk frekar latt næsta dag og þótti mér þó þægilegra að umgangast fólkið þannig en fárveikt úr þynnku.

Þetta fólk játaði oft fyrir mér að það reykti stundum frekar en að drekka þegar þeir væru að ferðast og þetta voru allar stéttir fólks, lögfræðingar lögreglur læknar verkamenn og guð má vita hvað, og ég hef eftir þessi 3 ár skipt um skoðun á Marijuana eða gancja eins og það er kallað þarna og held að það sé varla óhollara en brennivínið nema síður sé.

EN það er ólöglegt og verr séð þess vegna.Samt má fólk um allt drekka sig í hel og eydileggja allt í kringum sig og meira til því áfengi er löglegt.

En aðal hættan held ég sé frekar að fólk fari úr þessu í einkvað annað sem eru mun verri og hættulegri mál veit maður.

Tek það fram að ég drakk ekki né annað svo ekki var það að rugla dómgreindina hjá mér né að gera mig hlutdrægan.Bara það sem ég sá.

Það er kannski einkvað til í því sem svo margir segja um að Mariujana sé ekki eins STÓRHÆTTULEGT og margir vilja segja,En allt er þetta hvort sem það er brennivín eða annað óhollt og gerir manninum í heildina ekki gott og best ef fólk léti þetta allgerlega í friði.En hela að sumir af þeim sem ég þekkti þarna væru ekki eins skemmtilegir fyrir vikið.

En heimurinn er ekki alltaf eins og hann ætti að vera, hvorki í þessum málum né öðrum.

Nú bý ég mig bara undir að fáskæðadrífuna af andmælum þar sem fólk segi að ég mæli með eiturlyfjum.

Ég er ekki að gera það, engöngu að segja frá því sem ég upplifði við að kynnast þessu í kringum mig þarna erlendis og kannski ekki allgert kjaftæði þegar sumir eru að verja Marijuana.Margt verra til.

 


mbl.is Take That í eiturlyfjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að sjá að það er til skynsemisfólk eins og þú inn á milli :)

Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:06

2 identicon

Ágætt færsla hjá þér.  Þetta er eitt af mínum hitamálum og þegar að fólk kemur með yfirlýsingar eins og þessar að það ætti að leyfa marijuna eða hass þá hugsa ég bara hvað kemur næst.  Því að það verður eitthvað næst.  Málið er þó að sumir noti þetta efni casual þá eru aðrir sem nota þetta meira og þetta getur haft slæm áhrif.  Á meðan áfengi hefur áhrif á lifrin þá hefur marijunana áhrif á öll boðefni (or neuotrsanmitter en það flytur boð á milli og aðallega í heilanum)eiturlyf eins og marijuna hafa áhrif á þessi boðefni og setjast á þessar taugar og við langvarandi notkun veikja þau þær.  Veit ekki hvernig ég get útskýrt þetta betur.  En að segja að eiturlyf af engri tegund hafi engin skaðleg áhrif er hin mesta vitleysa.  Ég veit vel að fólk sem notar marijúna er meira melló en fólk sem t.d. drekkur en ég lít á að það er mest að blekkja sjálfan sig.  Þetta er fólk sem vill komast í einhverja vímu og er í einhverri vímu, líður vel og ég held líka að það ráði upp og niðurferðinni líka, rétt eins og alkinn getur gert, fengið sér afréttara.  En það er rétt, það er ekki ælandi og spuandi og stendur ekki í lappirnar, en ég er samt viss um að þú hafir fengið ansi furðulegar sögur frá þeim.

Inga (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 18:40

3 identicon

Inga: Það er náttúrulega stórt vandamál að margir trúi því að kannabis sé skaðlaust, líklega margir dagreykingarmenn sem hafa þá afsökun. Ég er sannfærður að það er minna skaðlegt heldur en áfengi en þá er ég hinsvegar að bera saman hóflega neyslu. Því miður þá eru það aðallega virkir eða fyrrverandi dagreykingamenn sem eru fengnir í rannsóknir á kannabisneyslu, sem er álíka fáránlegt og að fá alka til þess að rannsaka almenn áhrif áfengis. Já það er hægt að skaða heilastarfsemina en það tekur örugglega marga áratugi af hóflegum hassreykingum svo að skaðsemin verði áberandi, rétt eins og hjá þeim sem smakka bara áfengi um helgar. En hinsvegar er auðvelt að valda miklum og áberandi skaða á stuttum tíma með því að misnota fíkniefni, bæði áfengi og cannabis. Annars vil ég bara taka það fram að ÖLL vímuefni hafa áhrif á heilann og öll auka líkurnar geðsjúkdómum. Ég á fertuga frænku sem er svo skemmd eftir áfengisneyslu að hún þarf að búa á sambýli, ef ég ætti að lýsa hennar ástandi þá er það eins og blanda af alzheimer og geðsjúkdómi. Hún getur ekki munað eftir fólki og það á einnig við um nánustu ættingja. Þannig að í mínum augum breytir engu hvaða rannsóknir er hægt að finna um áhrif cannabis á heilann, það mun alltaf vera hræsni að leyfa áfengi og tóbak en ekki önnur efni. Það er efnafræðileg staðreynd að bæði löglegu efnin eru yfir meðaltali þegar kemur að bæði fíkn og skaðsemi allra fíkniefna, einnig er selt í apótekum þau sem að eru á toppnum.

Geiri (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 19:34

4 Smámynd: Riddarinn

já Inga það er allveg rétt hjá þér að allt sem breytir huganum og gjörðum hefur einhverjar afleiðingar, eingöngu mis mikklar.

Ef það væri til einhvert áfengi til sem gerði mann fullann og skemmtilegann án nokkurra áukverkanna þá væru menn á þeim mjöð allann sólarhringinn í milljónavís og þannig væri það líka með eiturlyf sem hefði sömu "kosti"  

Það sem ég meina með þessu er að áfengi er í raun eiturlyf líka sem breitir hegðun fólks allveg eins og mariujanað, en munurin á því eiturlyfi er að það er löglegt eiturlyf sem hefur verið notað frá örófi alda með mjög slæmum afleiðingum fyrir mannkynið í það heila en samt er það alltaf á mikklu heilagri stalli en það sem reykt er.

Sjálfur þoli ég reykingar engan veginn og hef alltaf gert því þær bögga mig þegar reykt er ofan í mig og börnin mín og svo lyktar þetta viðbjóðslega í mínum nösum en það er bara kellinga væl hjá mér hef ég fengið að heira,

Mér þykir það allveg eins vera bull að fólk sem getur drukkið og reykt löglega hvenær sem er geti verið að rakka þá niður sem aumingja með hor og dópista sem reykja stökum sinnum marijuana.

En svo eru þeir sem drekka of mikið, allveg eins og þeir sem reykja of oft.Persónulega þá böggaði mig meira að horfa uppá þá sem drukku of mikið, djíses hvað þeir gátu verrið leiðinlegir og þreitandi og tillitslausir.

Sjaldnast voru þeir þannig sem voru að reykja, reyndar mað ég ekki eftir neinu tilviki að þeir hefðu verið til vandræða og ég rak bar þarna og þakki ágætleg til í báðum flokkunum.

Riddarinn , 25.11.2007 kl. 19:46

5 identicon

heyr heyr riddari

Atli (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 22:12

6 identicon

heyr heyr riddari

Atli (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 85269

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband