3.10.2007 | 14:45
Þykir einhverjum erfitt að skylja þetta?
Þetta liggur eiginlega í augum uppi að það er ekki fyrir venjulegan launamann að leigja íbúð eins og verðið er orðið.
Og hverjir eru það sem þurfa að leigja, það eru þeir sem geta ekki keypt íbúð eftir verðhækkaninar sem komu í kjölfar innkomu bankastofnana á lánanamarkaðina í enda 2004.
Útborgun er mikklu hærri í byrjun og afborgun á 70-80 fermetrum var árið 2004 kannski 40-50 þúsund eins og í mínu tilviki en ef maður kaupir sömu íbúð núna er afborgun 100-120 þús á mánuði. Sem sagt mikklu meiri útborgun og meiri blóðtaka á hverjum mánuði.
Það eru nýjir kaupendur sem eru yfirleitt yngsta fólkið með lægri tekjunar sem þurfa að taka þessa hækkun á sig en þeir sem eigninar áttu standa með 10-15 milljónir í hreinni eign og eru skælbrosandi og eiga háa og góða útborgun í stærri og betri hýbíli sem eru hagstæðari en litlu birjenda íbúðirnar.
Þetta á eftir að skapa óleysanlegann vanda á leigumarkaði næstu árin eða áratugina og eingöngu þeir sem geta borgað offjár fyrir einhverjar kitrur fá þak yfir höfuðið og næsta kynslóð á eftir að vera með stórann hóp af fólki sem á hvorki íbúðir né neinar eignir allt sitt líf því leigan og dagleg neysla tekur allt sem fólk aflar og það lifir enginn á loftinu á íslandi eins og dýrtíðin er orðin hérna.
Svo er félagslega kerfið á einhverjum brauðfótum og lítið að hafa þar og jafnvel húsnæðisfélagið Búseti sem var hér á árum áður mjög hagkvæmt kerfi er orðið gróðafyrirtæki og verðið þar orðið himinhátt.
það væri skyljanlegt ef það væru íbúðinar sem byggðar væru eftir alla hækkunar hrynuna en mikið af eldri íbúðunum er búið að hækka grunsamlega mikið.Bara rekið einsog önnur fyrirtæki með gróðahugsun í fyrsta sæti.Mannúð og stefnan að bjóða uppá hagkvæmar íbúðir sem var þar í byrjun er fokið þar út í hundsrass og kemur ekki aftur.Nei það eru peningarnir sem ráða frá A-Ö allstaðar.Punktur og pasta.
Hærri leiga og fleiri í vanskilum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.