urrattann bíttann.......

Auðvitað þarf að æsa upp hræðslu við hunda  ef svona atvik koma upp og ekki er nú verra að tiltaka tegund á þessum ófreskjum til að viðhalda fordómum á vissum tegundum frekar en öðrum.


Ég ætla nú ekki að fara ofan í né verja þetta ofangreinda leiðinda atvik þar sem ég þekki ekkert til málavaxta og virðist því miður að um slæmt eintak af hundi að ræða sem fyrir finnast líka í dýraríkinu eins og hjá mannfólkinu.

Reyndar er mín skoðun sú að oftar sé það eigendunum að kenna ef hundar eiga við vandamál að stríða, Eigendurnir fara í vinnu á morgnana og á meðan eru flest dýrin ein og yfirgefin án nokkurs félagsskapar eða hreyfingar og þegar eigendurnir koma heim er matur og fréttir og allir dauðþreyttir eftir langan strembinn vinnudag og enginn sinnir eða tekur eftir ferfætlingunum nema mesta lagi í 10-20 mínútur til að hleypa þeim út til að gera þarfir sínar.Hundar eru vinnudýr og félagsverur og þurfa félagskap og hreyfingu.

Ég skora á mannfólkið að prufa að vera svona einangraðir og afskiptalausir í einhverjar vikur en verið búin að panta tíma á geðdeild áður því svona þolir varla nokkur manneskja lengi ef halda á í vitglóruna.

En er annað mál tengt hundum í huga mínum sem mig langar að rifja upp.

Fyrir all mörgum árum kom upp mál þar sem hundur hafði að sögn glefsað til einhverra drengja og uppi varð fótur og fit og hundurinn var hataður og úthrópaður sem óargadýr sem væri stórhættulegt og réttdræpt.

En þegar farið var að athuga málið betur kom í ljós að viðkomandi strákar höfðu haft það sér til skemmtunar og dægrastyttingar í gegnum tíðina að hella yfir hundinn allskonar efnum eins og málningu eða leysiefnum og níðst á hundinum og kvalið margoft og því endaði "leikurinn"með því að hundurinn sem ekki hefur kærurétt né getur kvartað á mannmáli eða verið með einhverjar hundakúnstir þó verið sé að ganga í skrokkinn á honum og hann beit frá sér sér til varnar.

Auðvitað á hundur ekki að glefsa eða bíta en fjandinn hafi það, það má öllu ofgera og þegar skepnuskapurinn gengur of langt þá er þetta oftast síðasta ráð sem hundar geta gripið til, þeir geta ekki kvartað til mömmu og pabba eða grátið útaf vondu börnunum í næsta garði.

Og svo er þetta hugtak að glefsa eða bíta ansi teygjanlegt þegar í  fjölmiðla er komið því glefs þarf ekki að vera meira en að hundur skelli tönnum í sjónfæri til að láta í ljós óánægju sína og þá er það túlkað sem bit.Hef orðið vitni að þannig dæmi.

Ekki ólikt því ef þú segðir einhverjum að beygja og gengir í burtu.En hann segði að þú hefðir ráðist á hann og barið þig til óbóta.Það er mikill munur á glefsi eða biti.

Sjálfur átti ég German schaffer í fjölmörg ár og varð oft vitni af því þegar sonur minn sem var nýbyrjaður að ganga læsti sínum litlu fallegu en jafnframt skæðu krumlum í skrokkinn og hékk í feldinum á honum og skottið fékk sannarlega sinn skerf af togi og teygjum og sveigjum og annarri óblíðri meðferð en aldrei sá ég grimmdarmerki eða neitt sem gerði mig smeykan um son minn en vissulega reyndi hann að komast undan en þó varlega og á nokkrar spaugilegar minningar þegar hann fór salíbunur hangandi í skottinu eins og skíðabrettakappi aftan í spíttbáti.

Eins þegar þeir stóðu báðir fyrir framan mig og mændu framan í mig og ég sagði við hundinn "sestu"eins og við manninn mælt þá hlömmuðu báðir sér að bakhlutann og biðu eftir nánari fyrirmælum og horfðu einlægir á mig eftir nánari fyrirmælum :)

Að eiga hund getur gefið manni ómældar ánægjustundir,en ef vel á til að takast þá þarf að sinna dýrunum af kostgæfni og alúð, Maður fær það margborgað til baka í ánægju og gleðistundum.


mbl.is Grimmum hundi lógað á Akranesi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband