vantar spítur og það vantar sög

Hvernig væri að fara borga fyrir blóð dropann eins og er gert sumstaðar erlendis svo þetta komi hraðar inn og fólk sæi sér enn frekari ástæðu til að mæta.

það er nú einu sinni þannig í þessari blessaðri veröld þó að þetta eigi að vera gjöf gefin af hugsjón og samhjálp við náungann að gefa blóð þá eru eru einfaldlega ekki allir þannig hugsandi og sumum reyndar skítsama um allt og alla nema sjálfa sig þar til þá vantar blóð eða líffæri einn daginn,þá skilja viðkomandi ekkert í því hvers vegna ekki er yfirfullt á öllum lagerum. 

sannleikurinn er einfaldlega að monny talks,og í raun væri ekki óeðlilegt að fólk fengi borgað fyrir ómakið þar sem þarf oftast að taka frí frá vinnu, keyra á staðinn og í þetta fer alltaf einhver tími og bensín og tíminn er peningar og klukkutíminn hjá iðnaðarmanni er til dæmis ekki borgaður með klinki ef hann mætir þá á annað borð næsta árið ,sjálfur hef ég gefið blóð reglulega í gegnum tíðina og tel það ekki eftir mér og alltaf ágætur andi þarna niður frá í blóðbankanum og starfsfólkið til fyrirmyndar alltaf hreint.

Ef fólk myndi svo ekki vilja taka peningana þá væri hægt að láta þá renna til einhvers hjálparstarfs og allt í brjálaðri gleði og hamingju.

Þetta myndi ekki kosta heilbrigðiskerfið mikið þegar upp er staðið en myndi líklega auka straum fólks töluvert ef það sæi sér einhvern hag í því persónulega að koma á staðinn.Þá þætti sumum það ekki eins blóðugt að þurfa að taka á sig smá krók til að láta sér blæða ef þeir hefðu ráð á einni bloddy Marry eftir ómakið.

 


mbl.is Neyðarástand í Blóðbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er talinn alþjóðlegur gæðastimpill að borga ekki fyrir blóðgjafir því með því færðu frekar inn fólk í áhættuhópum. Fólk getur jafnframt farið að fela fyrir starfsfólki einhver vandkvæði eða ferðalög sem gætu komið í veg fyrir að viðkomandi fengi að gefa og þar með fengi ekki peninginn. 

það er nú þegar þannig að margir hugsa um sjálfa sig og að þeir þurfi að losna við blóð og er þá oft á tíðum sama hvort hægt verður að nota blóðið til góðs fyrir einhvern annan. Þetta myndi skapa meiri vandamál en það væri að leysa og gæði blóðsins sem blóðbankinn býður upp á yrðu ekki eins mikil.

Halldóra (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 11:20

2 Smámynd: Einar Indriðason

Ef þú vilt fá borgað fyrir blóðgjöf... þá er alveg spurning hvort þú ættir nokkuð að vera að spá í því að gefa blóð, yfirhöfuð.

Einar Indriðason, 3.10.2007 kl. 15:15

3 identicon

Ég þarf enga greiðslu fyrir blóðið sem ég gef. Ég fer bara þegar ég kemst og læt tappa af smá, sirka 3 mánaða fresti. Mæti svo á kaffistofuna og fæ mér gæða mat. 

Mötuneitið finnst mér langskemmtilegast við þetta allt saman, og næg greiðsla í sjálfu sér. Stemmningin þarna getur verið frábær og maður getur átt í samræðum við fólk sem maður hefur aldrei hitt áður.

Samt sakna ég soldið gömlu aðstöðunnar við Barónsstíg. 

Sölvi (IP-tala skráð) 3.10.2007 kl. 20:29

4 Smámynd: Riddarinn

óskaplega ertu nú einhvað takmarkaður  í lausnum þínum Einar Indriðason, Ég hef vissulega sjálfur gefið blóð reglulega í gegnum tíðina en það breitir ekki þeirri staðreynd að þar myndi líklega vera mjög skammgóð laust EF svo kæmi til einhvern daginn að allir tækju upp á  því að krefjast greiðslu að leisa það með þessari gargandi snilld"þú ættir þá ekkert að vera spá í að gefa blóð"

Sú lausn myndi ekki leysa vandaálið heldur einungis fækka blóðgjafumum einn, hin lausnin myndi líklega fjölga þeim um þúsundir.Mér er persónulega skítsama um hvort ég fengi greitt fyrir blóðið þar sem mig munar ekkert um nokkra þúsundkalla til eða frá en það eru ekki allir þannig settir peningalega né hugsandi og þetta myndi eingöngu liðka málin og fjölga gjöfum.

En þetta þíðir vissulega að meiri eftirlit þarf með þeim sem gefa blóð en það á allt að vera skimað og tékkað hvort sem er. 

Riddarinn , 3.10.2007 kl. 20:39

5 identicon

Skimprófin eru ekki pottþétt en þau eru góð ef þau eru notuð ásamt útilokunum áhættuhópa. Það er ekki allt að hafa marga blóðgjafa, við viljum nógu marga og virka sem gefa reglulega svo það er vel fylgst með þeim. Það er ekki nóg að fá bara fullt af blóðgjöfum ef blóðið er þá ekki af sama standard. 

Halldóra Kristín (IP-tala skráð) 8.10.2007 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 85270

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband