Barnsrán og forræðismál.

Ömurlegt þegar verið er að nota saklaus börn til að kúga fólk og neiða til að ná út peningum, Fólk gerir einfaldlega allt til að það sé leyst og borga allt sem til er og mikklu meira og það vita ræningjar í þessum þjóðum.

En þetta er ekkert einsdæmi að nota börn svona siðlaust sem vopn og það viðgengst hér á landi sem annarstaðar þó í annari mynd sé og virðist þykja í lagi og fólk lítur í hina áttina og meira að segja barnavernd og sýslumanns embættin snúa sér í hina áttina og segja að ekkert sé hægt að gera því þetta sé á milli fólksins.Það má nefnilega ekki raska friðnum sem ríkir á heimili barnana þegar mæður virða ekki umgengnisrétt feðra og afhenda börnin ekki því þær eru í heilögu stíði og vilja hefna sín á sínum fyrrverandi og það skal í 99% tilvika þegar talað er um hag barnsins vera móðurinni í hag því barnið er allra að jafna á heimili móðir.Eina ráðið er að beita dagsektum.

DAGSEKTUM!!!!!! hverjum er ekki andskotans sama sem er í heilögu stríði með það siðlausasta vopn sem  hægt er að nota hvort það séu settar einhverjar hundrað kalla sektir, það virkar bara einfaldlega ekki hætis hót þegar fólk flytur í 700 bkílómetra út á land og notar fjarlægðina þar sem vopn líka og í ofanábæti er uppfullt af biturleika og einhvað er að í höfðina á viðkomandi móðir. 

Þegar móðirin fer í forræðismál til að hafa meiri völd og föður samþykkir ekki forræðið þá var í mínu tilviki sagt "þú skallt sko ekki láta þig dreyma um að fá sja drenginn fyrr en þú skrifar undir að ég fái forræðið"Og maður mætir fyrir dóm og dómara er fullkunnugt að barninu er haldið án umgengni við föðusvo mánuðum skiptir en það virðist ekki hugnast dómara að minnast á eða taka þau brot fyrir heldur skal faðirinn bara bíða og láta sér það gott heita og vera ekki að flækja málin "til að halda móðurinni góðri "eins og minn lögfræðingur sagði.Er það að hafa móðir góða að láta hana komast upp með að halda barni frá föður og föðurnum leyfist ekki einu sinni að hugsa um að ná í barnið út á land fyrr en dómur er búinn að ákveða hvernig umgengnin mun verða því þegar enginn dómur er til staðar og sameiginlegt forræði er á þá eru þetta samningar foreldrana á milli og það býður móðurinni uppá að gera það sem hún vill þegar hún vill, hversu óforskammað og siðlaust sem það kann að vera.

En reyni föðurinn að ná í barnið t.d þegar hann á umgengni samkvæmt siðvenjum þá verður allt vittlaust og maður að ræna barninu, það má nefnilega ekki raska frið heimilis móðurinnar,

MÆÐURNAR ERU EINFALDLEGA STIKKRFÍ Í KERFINU OG LEYFIST SVO TIL ALLT.

Þessu þarf að breita takk fyrir þó ég viti að það sé ekki auðvellt, allavega þarf einhver aðili að gera mæðrum þessa lands sem svona láta að það eru 2 aðilar sem stóðu að getnaði barnsins og tveir foreldrar sem BARNIÐ hefur rétt á að kynnast og umgangast og feðurnir eru ekki eingöngu til að borga meðlag og hafa líka rétt á að hitta barnið.

Þess bera að geta að barnið sem er 4ra ára sæjkir mikið í að vera hjá föður svo það er ekki tilefni þess að móðir blokkar umgengni og ófáum sinnum sem setningin "pabbi þú ert svo góður"heirist frá þeim litla, móðirinni til mikkilla armæðu og ein setningin sem ég fékk þegar frá móðir hans þegar hann hafði sagt þetta var í mjög örðum tón"það er ekki nema von, þú hefur alltaf  nógan tíma fyrir hann"það er einfaldlega  val hjá mér, taka mér frí frá vinnu til að sinna barninu af heilum hug alla dagana þegar ég loks fæ hann og missa tekjur þann tíma því barnið gengur fyrir öllu hjá mér og er númer 1.Það er ekki sama uppá pallborðinu hjá móðir.Peningar nr.1.og þó er hún ekki á flæðiskeri stödd að neinu leiti og 2 fyrirvinnur.Barnð er ekki nr.2 heldur einhverstaðar aftar.

Þarna tel ég að máltækið "maður uppsker það sem maður sáir"eigi vel við. Því það sem börn þurfa númer 1. er tími tími og aftur tími og umhyggja.Ekki peningar.


mbl.is Tveggja ára gamalli stúlku rænt í Nígeríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband