Einræisherra,nákvæmlega!

Það er nú frekar hlægilegt þegar dómstólar sem eru í þessum ríkjum þar sem einræðisherrar hafa verið við valdastólinn eru að dæma svona bull.Hverjir eru það sem stjórna dómstólunum í einræðisríkjum? Það er einræðisherrann sjálfur því hann er eins og orðið "einræðisherra" ber með sér einn við stjórnvöllinn og það veit ég eftir að hafa búið í Asíu að það er ekkert sem heitir óvilhallur dómstóll í flestum þessara ríkja og margir þessara herra orðnir mold ríkir eftir að hafa sópað sér milljörðum inná eigin reikninga í Sviss og ef þú átt mikla peninga í þessum ríkjum þá ræður þú því sem þú villt ráða og þá eru dómstólar ekki undanskyldir.Og þó svo þeir sé ekki ennþá við stjórnvöllinn opinberlega þá eru þetta ekki neinir meðal jónar sem keyra um í Toyota Yaris heldur voldugir með mikil og öflug sambönd allstaðar í krafti auðsinsog það rís enginn upp á móti þannig köllum ef hann vill kemba hærurnar áfram.

Ég leyfi ég mér að efast um að Ísland sé allgerlega óvilhallt undir sína herra því þegar maður spáir í dóma sem eru dæmdir í málum gagnvart þeim sem einhvað stíga á tærnar hjá ríkinu þá eru þeir dómar ótrúlega harðir og óvægnir miðað við þegar einhver maður svíkur mann aleigunni eða maður gengur í skrokkinn á næsta manni þannig að hann nær sér aldrei aftur.En steli maður smá aurum frá ríkinu eða brjóti á þeirra rétti að einhverju leiti þá er sá hinn sami tekinn föstum tökum og hann tekinn duglega í kakóið án vaselíns og helst þannig að hann svíði það sem eftir er.

Dæmi sem ég þekki héðan er þegar maður skilaði ekki inn vsk skýrslu en hann var með sölu í kring um hobby sem hann hafði og árið á undan hafði hann verið með um 100 þúsund gefið upp sem sölu en þar sem engin kom skýrsla næsta ár því ekkert hafði í raun verið gert það árið eða selt og farist fyrir að senda þar sem hann var erlendis þá fékk hann 5 milljóna reikning inn um póstlúguna,Heilar 5 milljónir TAKK FYRIR.

Það hefði verið dálaglegur vöxtur á lítilli sölu að auka hana úr 100 þúsund í  rúmar 20 milljónir sem hún hefði orðið að vera til að fá 5 millur í vask og ég væri alveg til í að hafa þannig vöxt í rekstri. held að Baugur mætti þá fara að vara sig.Yrðu undir eftir nokkur ár. En svo má ríkið vaða yfir þá sem þeim sýnist og þarf ekkert að leiðrétta sig né biðjast afsökunar.Hin óbreytti borgari skal hafa fyrir því að leiðrétta þeirra mistök og helst að brosa og þakka fyrir að fá að gera það.

En engu að síður en Ísland yndislegt, þarf bara að fínpússa aðeins á hornunum 

 


mbl.is Time dæmt til að greiða fyrrum einræðisherra Indónesíu bætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband