Algerlega óþolandi ástand .

Þessar starfstéttir eru  í einhverri kúgunar stöðu og bókstaflega kúga flugfélög með því að eyðileggja ferðamannaiðnaðinn Á íslandi, valda vísvitandi óbætanlegu tjóni með þessar sí endurteknu eyðileggingarstarfsemi á Íslenska ferðamanna iðnaðinum og þetta er algerlega ólíðandi á landi sem á allt sitt undir þessari grein og þetta er stærsta atvinnugreinin sem færir hingað til lands gjaldeyri á undan fisk og Álverum. 

Það á að setja lög á þessar starfstéttir um leið þar sem einhver sáttarnefnd sér að ákveða hækkanir  því þetta er ólíðandi að einstarfstétt geti ollið slíku tjóni í þjófélaginu með frekju og yfirgangi í svimandi háum launakröfum sem eiga sé enga hliðstæðu og ekki eru flugvirkjar með nein lúsar laun fyrir eftir því sem mér skilst í gegnum tíðina.

Svona skemmdarverkastarfsemi hjá einni stétt hefur ótrúleg margföldunar áhrif út á við og ekki að líðast.

Ekki endalaust hægt að skemma fyrir öðrum í þjóðfélaginu með ósanngjarnri græðgi og hreinlega skemmdarverkaverka starfsemi sem er þarna í gangi.

 


mbl.is Mikið tjón af fárra völdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Séu þessir hópar svona mikilvægir þá ættu launin að endurspegla það. Nær væri að koma í veg fyrir að eitt fyrirtæki njóti svo mikillar fyrirgreiðslu og forgangs að það einoki markaðinn og valdi með kjaradeilum ómældum skaða. Þetta er bara enn eitt dæmið um hvernig fákeppni, studd af stjórnvöldum, veldur skaða þegar upp er staðið.

Þar að auki má benda á að besta vopn atvinnurekenda gegn kröfum launafólks er að gefa upp meðaltekjur með vaktaálagi, aukavöktum og yfirvinnu og láta svo launamenn sjálfa um að berjast og skammast innbyrðis. Á meðan launamenn geta ekki unað öðrum launamönnum að sækja hækkanir þarf auðvaldið ekki að hafa áhyggjur. Kannski færð þú kort:  Icelandair þakkar þér fyrir að standa með þeim í baráttunni gegn launþegum.

Hábeinn (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 00:38

2 Smámynd: Riddarinn

Já Hábeinn það er hægt að snúa út úr þessu á alla vegur og leyða umræðuna á einhverjar villigötur og tala um að það eigi að endurspeiglast í launum hversu mikilvægt fólk er, en það er ekki pointið í þessu máli heldur að þeir sem stjórna þessum verkfalls fokki eru að miða á að valda sem mestu tjóni á ferðamannaiðnaðinum sem færir okkur gjaldeyrinn sem er lífsnauðsynlegur til að halda lífi í landsmönnum.

Það getur vel verið að flugvirkjar séu vel að betri launum komið en það eru urmull af starfstéttum sem eru lífsnauðsynlegar í þá keðju sem þarf til að halda lífi í okkur og hagkerfinu en það er ekki þar að segja að það eigi að hækka laun allra þeira í einhverjar himnaborgir því þeir hafa eihvert vopn til að valda sem verstu skemmdunum fyrir landsmenn í heils sinni.

Það eru takmörk fyrir hvaða skaða sumar starfstéttir geta leyft sé að valda öðrum landsmönnum með svona verkföllum sem deyða og rústa milljarða veltu í þjóðfélaginu og þetta á að vera sett í bönd og samið um þetta með öðrum leiðum um leið og það er ropar einu orði um verkfall.

Flugvirkjar eru ekki hingað til þekktir fyrir neina hungurlús í launum eftir því sem ég veit og þetta er ekki spurning um líf eða dauða hjá þeim og því ekki forsvaranlegt að mínu mati að valda þjófélaginu þvílíkum skaða sem þeir gera.

Og það auðvitað á þeim tíma sem þeir geta eyðilegt og skaðað sem mest.

Ef meðal verð á flugmiða er 80.000 þá kostar þessi 1 dagur 1000 milljónir í fargjalda tapi einu sér en það er bara brot af heildar tjóninu því hótel bílaleigur ferðafyrirtæki og fyrirtæki með aðföng og hvers konar þjónustu verður fyrir óhugnarlegu tjóni og veltutapi.

En ég ætla samt ekki að neita því Hábeinn að það er nokkuð til í því hjá þér að sú fyrirgreiðsla og forréttindi sem Flugleiðir nýtur á Íslandi er ekki til góða og einokunin og okrið á sumum fargjöldum er hrein og beint svívirða á heilbrygðri skynsemi þannig að fólki blæðir stórum.

Ég get ég bent t.d á tilvik þegar ég leitaði að farmiða til Spánar fyrir all löngu og almenn fargjöld voru algerlega út úr kortinu eða um það bil 200 þúsund átti miðinn að kosta til Spánar,til að toppa heimskuna var verðið hærra ef maður pantaði bara aðra leiðina en það er líka alla önnur Ella en verkfallið sjálft svo nóg með þa ðí bili.

Verkfallið ekkert annað en alsherjar skemmdaverk á orðspori Íslands gagnvart ferðamanna iðnaðinum og fyrir hag landans í heild sinni,þetta er ekki bara mál þessara flugvirkja og þeir velja velja þennan háanna tíma til að skemma sem mest og valda sem mestu tjóni fyrir tugum starfstétta um land allt og út fyrir landsteinana líka.

Allt vegna nokkura flugvirkja sem setja tærnar upp í loftið og gefa þannig landsmönnum fingurinn eins og það leggur sig og gott betur því þetta teygir sig í allar áttir það tjón sem þeir valda Íslenska þjóðfélaginu.

Þetta varðar hreinlega almannahagsmuni, ein starfstétt á ekki að hafa nokkurn rétt á að stöðva svona rennslið í hagkerfinu og eyðileggja innkomu tuga starfstétta þótt þeir krefjist betri launa með þvingunum og það ætti með réttu að semja um þetta með lagasetningu, stoppa svona vísvitandi hryðjuvek sem bitnar á óteljandi starfstéttum landsmanna og ógnar orðspori þessa nýskipaða stærsta atvinnuvegi Íslands.

Það eru einfaldlega takmörk hvaða skaða er hægt að líða sumum Þegar þeir eru að semja um laun sín þegar öll þjóðin liggur undir tjóni og það þegar er búið að leggja ótakmarkaðann tíma fé og vinnu hjá landsmönnum að koma ferðamanna geiranum á þann stað sem hann er kominn.

þessir aðilar henda sprengju í bú landsmanna með svona skemmdaverkum fyrir alla landsmenn.

Riddarinn , 16.6.2014 kl. 03:40

3 identicon

„Það getur vel verið að flugvirkjar séu vel að betri launum komið“ Segir þú. Og hvernig eigum við þá að fá þá launaleiðréttingu ef við eigum ekki að hafa verkfallsrétt.

Verkfallsréttur er okkar lögboðaði og réttmæti réttur rétt eins og annars fólks í samfélaginu.

Þú talar um að við séum ekki á neinum hungurlaunum en getur samt ekki nefnt hver þau laun eru.

Staðreyndin er sú að við erum langt á eftir hvað launaþróun varðar undanfarin ár. Á það bara engu máli að skipta vegna þess að svo mikið er undir okkar starfsemi komið?

Og er okkar vinna ekki upp á líf og dauða? Geri læknir mistök í starfi er líklegt að sjúklingurinn hljóti skaða af eða jafnvel deyi. Geri flugvirki mistök eru líkur á að allir um borð og flr til á jörðu niðri deyji. Jú að vera flugvirki er sko vissulega upp á líf og dauða og hafa flugvirkjar verið fangelsaðir fyrir mistök í sínu starfi.

Þú vilt meina að tímasetning verkfallsins sé til þess gerð að valda sem mestum skaða. Staðreynd málsins er sú að viðræður eru búnar að standa í margar vikur ef ekki mánuði.

Og hver heldur þú að hafi komið öllum þessum ferðamönnum hingað í gegnum tíðina? Þessar flugvélar ganga ekkert að sjálfu sér. Það er starfsfólk flugfélaga og ferðaskrifstofanna sem er búið að vinna myrkvanna á milli við að halda uppi þessari loftbrú sem ferðamannaiðnaðurinn er að lifa á í dag.

Ef þetta er svona verðmætt eins og þú fullyrðir þá ætti að launa þeim sem standa á baki þeirra verðmæta.

Agnar Áskelsson (IP-tala skráð) 16.6.2014 kl. 13:44

4 Smámynd: Riddarinn

Agnar Áskelsson ég er ekki gera lítið úr starfi flugvirkja en þessi stétt eyðilggur bara of mikið út frá sér með verkföllum og það eru takmörk fyrir öllu.

Ábyrgð flugvirkja og þeirra stétta sem að flugi kemur er í sjálfu sér takmörkuð og orðið ábyrgð er frekar tegjanlegt þarna því þessar stéttir geta ekki bætt að neinu leiti þau tjón sem þeir valda.

Í raun tel ég þessi störf byggjast frekar upp á siðferðilegri skyldu í því gera hlutina rétt af samviskusemi eftir þeim öryggisstöðlum og verkferlum sem þeir læra í sínu námi frá upphafi til þess að ýtrasta öryggi sé viðhaft, þetta eru eins og þú segir með réttu fjöldi mannslífa að veði ef einhvað fer úrskeiðis.

Mikið er lagt upp með öryggisþætti í starfi flugvirkja alveg eins og hjá flugumferðastjórum og þetta vita viðkomandi einstaklingar þegar þeir ákveða að vera í þessum störfum og læra þau og ætla sér líklega að vinna hana af samviskusemi.

En hversu mikið á þá að skrúfa uppp laun starfsmanna af því að það er að vinna vinnuna sína eins og þeir eiga að vinna hana og það lagði upp með að starfa við og menntaði sig í?

Ísland er því miður orðið sorglegt láglaunaland í svo fjölmörgum störfum, stórir hópar í þjóðfélaginu vinna ekki fyrir helstu nauðþurftum ef það þarf að leigja húsnæði og borða á sama tíma sem er víst nauðsynlegt hverjum manni en ekki eru launataxtar almennings þesslegir að það sé hægt í fjölda tilfella virðist mér af því sem ég sé herlendis.

Samt er flest þetta fólk partur af ákveðinni keðju sem heldur þjóðfélaginu gangandi en veldur samt ekki því gífurlega tjóni sem sumar stéttir valda ef það leggur niður störf eins og í þessu dæmi.

Ef þetta fólk leggur niður sína vinnu þá riðlast líka ákveðnir hlutir í þjóðfélaginu en það vill svo til að þeir eru samt ekki með sama svínslega kverkatakið á atvinnurekendum og þjóðfélaginu í heild sinni til að þvinga atvinnurekendur til að bukta sig og beygja og fara eftir sínum kröfum.

Sumar stéttir eins og t.d flugumferðastjórar og flugvirkjar eru óneitanlega með yfirburða stöðu til að pína sína atvinnurekendur og valda þeim og þjóðfélaginu meiri búsyfjum stuttum tíma og meira en flestar aðrar starfstéttir og þess vegna þarf að vera annar varnagli varðandi verkföll þessara stétta þykir mér persónulega.

.

Þær stéttir sem að flugi koma á eyland lengst úti í ballarhafi eru í miklu betri stöðu að þvinga og nauðbegja sína launagreiðendur með því að valda þeim og öðrum stéttum þjóðfélagsins milljarða eða tug milljarða tapi eins og núna er verið að gera og það er sí og æ réttlætt með orðinu ÁBYRGÐ ÞETTA OG ÁBYRGÐ HITT...

Ef þessi ábyrgð sem starfinu þeirra fylgir vex þeim svona í augum og það gefur þeim endalausar afsakanir fyrir að kosta þjóðfélagið milljarða tapi í formi verkfalla þá hefðu þeir átt að læra einhvað annað sem hentaði þeim sem væri með minni ábyrgð.

Ábyrgð er þarna svolítið teygjanlegt hugtak því ef t.d flugvirki gerir mistök þá getur hann aldrei bætt upp fyrir það eða leiðrétt það ef flugvél fer í hafið þótt það sé kannski hægt að dæma viðkomandi í steininn svo þetta er öllu heldur siðferðileg ábyrgð að fara eftir réttum verkferlum af samviskusemi sem eru viðhafðir og kenndir fyrir viðkomandi starf.

Ég hef sjálfur unnið við að vera með ferðamenn í ferðum sem Guide akandi með fólk um fjöll og fyrnindi og bar þá vitanlega ábyrgð á því sem ég gerði akandi um með með lífi og limi þeirra ferðamanna sem í ferðunum voru.

Þetta var hjá ferða fyrirtæki að nafni Icelimó / Luxery Travel og ég sá ekki að þótt ég væri akandi með slatta af ferðamönnum í ferðum um landið og þar með líf þeirra í lúkunum það yrði til þess að ég fengi betri laun fyrir ábyrgðina í starfinu því mér voru boðnar horaðar 1500 krónur í laun eftir langt nám í ferðamálaskóla og atvinnurekandinn var siðlaus með afbrygðum þegar að þessum málum var komið.

En það var það partur starfsins eins og flugvirkjanna að hafa hutina í lagi og koma fólki til síns heima í heilu lagi, ég var heldur ekki á neinum flugvirkjalaunum enda var atvinnurekandi minn nánös dauðans og siðlaus gagnvart starfsmönnum sínum varðandi laun og aðbúnaði og braut á manni þvers og kruss og ég hefði nú líklega frekar verið til í vera flugvirki á þeim tíma.

þjóðfélagið hefur ekki efni á að standa í svona endemis kjaftæði og taka svona milljarða tapi hjá fjölda atvinnuvega vegna einnar starfstéttar þótt hún vilji betri laun fyrir sig og sína.

Svo kemur þetta allri röðinni til þess að krefjast hins sama og þá fer allt í bál og brand og hringa vittleysan kominn í gang enn og aftur.

Svona launadeilur eiga að vera leystar af einhverju svipuðu og kjaradómi punktur og pasta

??

Riddarinn , 18.6.2014 kl. 02:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband