Furðulegt að fólk á lúsar launum sé að reyna að ná sér í aukapening fyrir salti í grautinn.

Skrítið að furða sig á að það sé bara cirka helmingur af þeim sem byrja að læra hárgreiðslu sem útskrifist með sveinspróf því það er skiljanlegt miðað við það sem nemarnir eru að hafa upp úr sér á námstímanum. Fólk heldur einfaldlega ekki út að skrimta þetta láglauna tímabil í svona langann tíma eins og námið tekur.

Svo skilur hárgreiðslumeistarinn ekkert í því að nemarnir og atvinnulausir séu að klippa heima hjá sér ef þeim býðst það á annað borð,ég skil það bara vel miðað við það sem ég hef séð þar sem barnsmóðir mín var hárgreiðslu nemi sem fitnaði ekki óhóflega af sínum launum og fjarri því að safna digrum sjóðum í budduna.Hún kláraði sitt nám en vinnur ekki einu sinni við fagið því launin eru engin hátíð þótt hún sé búin að læra. 

Ekkert skrítið að fólk nái ekki að klára sveinspróf þótt það sé búið með skólann í iðn þar sem hárgreiðslustofur geta ekki tekið inn nema einn og einn nema á ári, án þess að fá samning á stofu þá útskrifast enginn úr faginu með sveinspróf.

Ég þekki fólk sem á hárgreiðslustofur sem segir mér frá miklu magni fólks sem kemur og grátbiður um að komast á samning hjá stofunni þeirra. Nemarnir fá hvergi inni og geta ekki lokið sveinsprófi ef það fær ekki samning á stofu og þótt það sé búið að vera að eyða löngum tíma í skóla að læra það sem faginu tilheyrir en sá tími er ekki til neins og ekki útskrift í vændum án samnings.

Skiljanlega þá klippir þetta fólk heima hjá sér ef það fær tækifæri til og held að það sé ekki til sá hárgreiðslumaður eða nemi sem ekki hefur gert það einhvern tíman þegar hann var að læra eða þegar viðkomandi var í námi í skólanum.

Það gerir það einfaldlega til að hafa möguleika á því að draga fram líftóruna og hafa í sig þegar það er að læra og til þess að lifa daginn af því ekki duga launin til, það veit þessi meistari líklega alveg en er auðvitað óhress með að missa spón úr sínum Aski sem ég skil líka því hver ver sína hlið og er að reyna að lifa af sínum rekstri.

Nemalaun eru hálfgerð ölmussa og til skammar að ætlast til að fólk getir lifað á þeim. það er ekki fræðilegur möguleiki að lifa á því frekar en atvinnuleysisbótum sem eru svo langt undir vélsæmismörkum og vonlaust að geta lifað af þeim sómasamlegu lífi hvað sem hver og einn segir.

Alger fásinna að halda fólk geti leigt íbúð og borðað á sama tíma á atvinnuleysisbótum og nemalaunin eru undir sama hattinn sett.

Fólk gerir það sem það getur til þess að komast áfram í þessu þjóðfélagi, allt virðist vera á okur verði með okursköttum en launin eru óraunhæf hungurlús sem ekki dugar fyrir salti í grautinn og "neyðin kennir naktri konu að spinna"......... og hárgreiðslumanni að vinna.

 

 


mbl.is Klippa heima á atvinnuleysisbótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sítt hár í tísku hjá kvennfólkinu, Særing kostar allt upp í 6000 kr. Hann gleymir að minnast á það ...

HBÓ (IP-tala skráð) 9.12.2013 kl. 09:08

2 Smámynd: Riddarinn

Nákvæmlega HBO....það er ekki eins og allir sem er með hárgreiðslustofur svelti heilu hungri,fínasta útgerð á ansi mörgum bæjum og engin hungursneið þar sem ég þekki allavega til,en má vera að einhverjir eigi erfitt með að ná endum saman eins og gerist og gengur.

Riddarinn , 9.12.2013 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband