3.12.2013 | 06:13
Miskunarlaust ofbeldisfólk en fá aldrei neina dóma .
Það eru svona mál sem á að taka hart á, þegar miskunnarleysi líkamlegt ofbeldi og siðleysi er jafn áberandi og í þessu máli en það er því miður algengast að þótt það séu hrottafengnar árásir þá fær fólkið aldrei að kenna á því.Eftir svona mál er oftast dæmt í einhverja skitna 1-3 mánaðar skilorðsbundna dóm sem engu skipta og árásarfólkið sem er stórhættuleg það finnur aldrei ein eða nein óþægindi þótt þær hafi kostað aðra sársauka og líkamstjón.
En ef einhver myndi stela einhverju smotteríi þá er það allt annað og peningar virðast lúta allt öðrum lögmálum í refsingum en svona ofbeldisglæpir. Furðulegur hugsanagangur og verðmætamat hjá dómurum.
Svona ofbeldis fólk á líka að finna óþægindii af sínum gjörðum og sitja inni 1-3 mánuði. Það mynd kenna þeim sína lexíu og myndu líklega hugsa sig tvisvar um áður að þær myndu fljúga jafn auðveldlega í svona hrottaskap eftir það.
Stelpurnar drógu mig á hárinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eflaust er svona lagað bara metið sem smotterí, fyrst enginn drapst - heppnar stelpur að eiga ekki heima í Bretlandi eða annari hámenningu. Góðar fréttir að þær séu að "taka sig á í lífinu" og eignast börn. Eflaust skilja þær betur muninn á réttu og röngu eftir það, eða hvað?
Jonsi (IP-tala skráð) 3.12.2013 kl. 11:55
Já það er líka spurning í mínum huga hvað fólki sem er svona ofbeldisfullt brútal og siðlaust býður börnunum sínum upp á fyrst það getur almennt verið svona miskunarlaust gagnvar öðrum mannverum. Barnavernd ætti allavega að hafa eftirlit með svona fólk sem er með börn og er trúandi til að beita annað fólk svona ofbeldi því "lengi býr af fyrstu gerð"og eitt högg er einu höggi of mikið.
Riddarinn , 3.12.2013 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.