6.4.2013 | 07:32
Afhverju örvar íslenska ríkisstjórnin ekki endurnýjun bílaflotans með einhverjum aðgerðum?
Ef það væri smá vitglóra í Íslensku ríkisstjórninni þá myndi hún reyna að örva endurnýjun bílaflotans hérlendis með niðurgreiðslum eða tollalækkunum þar sem flotinn er óðum að breytast í samansafn af gömlum óöruggum síbilandi eyðsludollum. Síðustu árin hefur lítil sem engin endurnýjun verið fyrir hendi og það sem selst er megin parturinn til bílaleiga en ekki almennings sem hefur ekki bolmagn að kaupa venjulegan lítinn heimilisbíl á 3-6 milljónir þegar laun almennings eru oftast við sultarmörk.
Endar með þessu áframhaldi að bílafloti landsmanna verður orðinn svipaður og á Kúbu þar sem áratuga gamlir fornbílar eru uppistaðan í bílaflotanum sem yrði auðvitað fornbílaklúbbnum mikil lyftistöng,þar með eru "kostir" þess upptaldir að vera með eldgömul hræ sem uppistöðu bílaflotans.
Óstöðvandi samdráttur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef ekkert verður að gert í þessum málum, neyðast stjórnvöld til að hækka þau viðmið sem í dag ráða því hvenær bíll telst fornbíll og sleppur við bifreiðagjöld. Það styttist ört í að stæðsti hluti bílaflota landsins nái þeim viðmiðum.
Gunnar Heiðarsson, 6.4.2013 kl. 08:52
Já það verður nú stoppað þetta með að bifreiðagjöldin falli niður þegar standardinn á bílafoltanum hérlendis verður orðinn eins og á Kúbu þar sem allt eru eldgamlir fornbílar frá miðri síðustu öld.
Riddarinn , 15.4.2013 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.