6.4.2013 | 00:38
Bananaveldi
Já um að gera að moka peningum af almenningi þegar það gerist stórglæpamenn og leggja bílum sínum í smá tíma þar sem ekki á að leggja þeim þegar allt er fullt í stæðum í kringum íþróttahallir og þannig staði þar sem viðburðir fara fram stutta stund.
Ekki eins og bílar séu mikið fyrir á þessum stað og það er sannarlega ekki mikið af stæðum þarna fyrir hendi,aldeilis kjörið tækifæri fyrir lögregluna að sýna hetjudáðir og þá kallmennsku í þeim býr með fínu sektarbókinni sinni.
Sektuðu gesti í gríð og erg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
reyndar erum við íslendir mestu bananaframleiðendum í evrópu EN á ekki að leggja þar sem lög gera ráð fyrir
Rafn Guðmundsson, 6.4.2013 kl. 01:17
Það er satt, að sektir eru hvimleiðar, og lögreglan hefur nóg annað að gera. Betra væri að taka ökuleyfið af þeim, sem hafa ekki þroska til að leggja bílnum sínum rétt, heldur skemma graseyjar og hrekja gangandi vegfarendur af gangstéttum út á götu.
Sigurður (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 01:23
vá! cry me a river, build a bridge and get over it. fólk á bara að hunskast til að leggja löglega. ef það þýðir að vesalingarnir á jeppunum þurfi að labba í tvær eða þrjár mínútur til að komast alla leið þá búhú. maður á bara að vera fegin að geta labbað. alls ekkert allir sem eru svo heppnir.
Hulda (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 01:26
Ekki vorkenni ég þessu liði að borga sektina. Sumstaðar væru þessir bílar fjarlægðir og eigendurnir látnir leysa þá út.
Ingvar (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 07:22
sammála síðustu fjórum ræðumönnum !
Jón Ingi (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 08:14
Hvað er málið? Hver er fréttin?? Ef þú getur ekki lagt löglega þá færðu sekt. Líka þó þú búir í Garðarbæ! Bara flott mál. Hefðu jafnvel átt að draga e h bíla burtu bara.
ólafur (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 08:52
Það er nóg af bílastæðum þarna í kring. Fólk bara nennir ekki að labba.
Alveg eins og þegar löggan sektaði fíflin sem kunnu ekki að leggja fyrir utan Laugardalshöllina þegar landsfundur sjálfstæðismanna var. Þar er líka NÓG af stæðum. Fólk er bara svo latt að það nennir ekki að labba og heldur að það komist upp með að skemma gras og uppsæni og frekju.
Það er unnið að því að halda borginni og eflaust garðabæ fínu og fallegu. Svo auðvitað á fólk bara að far að lögum að hætta þessu væli.
Ingi (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 12:00
það er verið að sekta þá sem leggja ólöglega.
Það hefur ekkert með boltaleik að gera
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 12:50
Mest finnst mér þetta spurning um samræmi. Þ.e.a.s. að fólk sem finnst það ekki vera að brjóta lög og leyfir sér og kemst upp með að leggja ólöglega telur sig þá líka geta ekið gegn rauðu ljósi, nota ekki stefnuljós á réttan hátt, ekið of hratt, lamið mann og annan, brotist inn, stolið frá náunganum, eða undan skatti eða framið hvert það lögbrot annað sem því dettur í hug? Því miður sjáum við allt of sjaldan tekið á einföldum umferðarlagabrotum sem verður til þess að ökumenn leyfa sér sífellt meiri og grófari lögbrot því þeir komast upp með það. Verstir finnst mér atvinnubílstjórar vera, einmitt þeir sem eiga að vera fyrirmynd í umferðinni en telja sig mega allt og geta allt því þeir séu svo vel æfðir og klárir ökumenn. Þeir eigi veginn skuldlaust og geti hagað sér eins og þeir vilja því það sé þeirra réttur.
Það er spurning hvar Hugi (Riddarinn) telur rétt að draga mörkin, hvaða lög má brjóta og hver ekki? Má brjóta sum lög stundum og stundum ekki? Hvenær þá og hver ákveður það?
Svo segir í kynningu á höfundinum „Þykir reglur og landslög oft á tíðum vera úr takt við raunveruleikann sem landsmenn búa við og ekki fylgja tíðarandanum“. Hver er tíðarandinn? Agaleysi og að gera það sem hverjum og einum hugnast þegar honum dettur í hug? Vill ekki Hugi bjóða sig fram til Þings til þess að breyta þeim lögum sem honum teljast „vera úr takt við raunveruleikann“ svo hann þurfi ekki að vera lögbrjótur þegar hann leggur uppi á gangstétt og varnar þannig gangandi vegfarendum því að nýta sér þá „vegi“ sem sérstaklega eru gerðir fyrir þá?
Agaleysi finnst mér vera að fara með þetta þjóðfélag og mér finnst viðhorf höfundarins Huga vera þverskurður af „æi þetta reddast“ eða „æi, þetta er allt í lagi í smá stund“ hugarfari landsmanna sem gegnsýrði svo margt á árunum fyrir hrun og ekki síður eftir hrun því þá kom í ljós að menn brutu eða sveigðu öll lög og reglur sem þeim datt í hug og komust upp með það.
Nei takk. Mér finnst að Lögreglan megi taka mun harðar á hvers kyns lögbrotum í umferðinni, sama hversu smávægileg þau eru.
Nonni Valda (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 15:03
Hvað ef einhver lagði ólöglega fyrir framan brunahana og það kviknar í?
Það eru góðar ástæður fyrir umferðareglum. Fólk sem treystir sér ekki til að fylgja þeim ætti kannski ekki að aka bíl. Auk þess er ekki verið að gera því skóna að þetta fólk sé "stórglæpamenn". Þú ert að búa til veður út af engu hérna. Þetta er lítil sekt fyrir umferðalagabrot.
Tómas, 6.4.2013 kl. 16:08
Það á að taka á öllum lögbrotum. Þessum líka. Skíturinn sem þarf að koma fram í dagsljósið og þarf að taka á í þessu samfélagi er mikill. Umferðarlagabrot eru þar á meðal. 5000 kr. er of lág sekt fyrir marga. Það mætti skoða að hafa hana 10.000 kr. frekar því þá legðu kannski fleiri löglega. Þá mætti gera meira af því að draga druslurnar í burtu.
Bjarni Valur (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 16:29
Alveg finnst mér merkileg þesi refsigleði í fólki alltaf hreint
maggi220 (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:16
Jú, jú Maggi220 bara að láta allt vaða hér uppi er það ekki? Löggan mætti sko vera miklu duglegri en hún er í dag. Það er eitt sem víst er.
N.N. (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 17:41
Ég vil benda á að á sama tíma voru þarna 3 atburðir og opið í sund. Úrslitakeppni í körfubolta og fimleikum, jafnframt var fótboltamót í gangi á gervigrasinu. Þetta varð til þess að það voru hvergi stæði, hvorki við húsið, skólann né annarsstaðar í göngufæri. Inni í Ásgarði voru um 2000 áhorfendur á sama tíma í sitt hvoru húsinu, á vellinum voru mörg hundruð manns að spila bolta og annað eins var í sundi. Í nágrenni Ásgarðs eru uþb. 500 stæði max. Ég skrifa þetta alfarið á skipulagsskort Stjörnunnar sem hafði með alla þessa atburði að gera.
Jón (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 20:43
Það var fullt af lausum stæðum à Garðarorgi...
ólafur (IP-tala skráð) 6.4.2013 kl. 23:33
Það er greinilegt að fólk er eitthvað að læra af þessum aðgerðum lögreglunnar, samkvæmt þessum fréttum á síðunni hjá þeim. Þetta er greinilega hægt, bara spurning um að labba aðeins lengra.
http://logreglan.is/displayer.asp?cat_id=1040&module_id=220&element_id=20340
Ingvar (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 21:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.