13.3.2013 | 09:11
Tyrkneska Lögreglan að mjólka peninga út úr ferðamönnum.
Þetta er ekkert nema lögleg aðferð í Tyrklandi til þess að hafa mikla peninga af ferðamönnum og gert út á þetta í stórum stíl því fangelsin í Tyrklandi eru ógeðsleg og hálfgerðar útrýmingabúðir, og þarna vill enginn dvelja og þessvegna er borgað það sem upp er sett og þetta veltur oftast á milljónum í sektir vegna einhverra smámuna en heldur betur bullandi efnahags uppbót fyrir Tyrkina að fá svona mjólkurkýr sem borga sama hvað upp er sett.
Var að lesa að það hefðu komið upp yfir 5000 svona málí Tyrklandi síðan 2010 og sekt fyrir örlítill stein sem öllum er venjulega sama um er t.d 5000 evrue(c.a 900 þús Ísl) í einu máli og oft miklu hærri fjárhæðir fyrir einhvern tittlingaskít sem ferðamenn eru teknir með og gert að stórmáli því að þetta snýst um peninga og græðgi lögreglunar í Tyrklandi og þeirra aðferðir að blóðmjólka ferðamenn en umhyggja fyrir formunum er ekki stóra málið þarna þó verið sé að nota það sem skálkaskjól til að koma betur út gagnvart fjölmiðlum,bara græðgi og blóðsugur hjá tyrkjunum í peninga þegar þeir fá tækifæri til..
Ég þræddi Tyrkland þvert og endilangt fyrir 1 ári í nokkrar vikur með Háskólakennara í fornleifafræði þar sem við skoðuðum fjölmörg mörg þúsund ára gömul þorp og borgir sem grafnar hafa verið upp frá Rómartímum og þessir steinar brot og braml og dótarý sem hafa fundist í óteljandi magni þarna eru til sölu á torgum og strætum fyrir allra augum eða maður getur tínt þetta upp úti á víðavangi og öllum virðist sama, en þegar á flugvöllinn kemur þá er þetta á við mannsmorð að vera með litla steinvölu í farteskinu því það gefur þeim ótrúlega peninga að mjólka ferðamenn svona og þeir hafa öll vopn í sínum höndum að kúga svívirðulegar fjárhæðir úr grunlausum ferðamönnum í svona tilfellum.
Það á að reyna að loka sem mest á svona lönd og bjóða sem minnst af ferðum þangað til þess að ferðamannaiðnaðurinn finni fyrir því hjá þeim,spillingin er ótrúleg í þessum löndum og lögreglan er ekkert nema græðgin út í gegn þar sem mútur og þannig kjaftæði eru talið eðlilegt og lögreglan að hugsa um sinn hag og að fá peninga í vasann persónulega ef þeir mögulega geta sem er mesta málið hjá þeim og er opinbert leyndarmál þegar til þessara landa er komið.
Ekki eina marmaramálið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.