7.2.2013 | 01:31
Verðin á nýjum bílum algerlega út úr kortinu....
Við hverju búast menn þegar evran hækkar um yfir 100% á smá tíma og þar með hækka tollar og gjöld jafn mikið því það eru prósentur á verðið úti og þessar skynlausu skepnur sem stjórna gjöldum og tollum dettur ekki í hug að lækka gjöldin neitt og að kaupa sér þokkalegan fólksbíll kostar mann 5-6 milljónir og þá er ekki verið að tala um neinar sérstakar bifreiðar heldur miðlungs standard sem meðal Jóninn ók hér áður fyrr.
Það hlýtur að vera þroskaheft fólk við stjórnvöllinn sem ekki sér það sem augljóst er að þegar almenningur sem er kannski með meðaltekjur upp á c.a 200-400 þúsund fyrir skatta og helmingi minna eftir skatta þeir hinir sömu veita sér ekki neina góða og trausta bíla því þessi fjárhæð hún rétt slefar fyrir að vera í húsnæði og hafa til hnífs og skeiðar út mánuðinn ef það dugar þá yfir höfuð.
Hvað á þetta að ganga lengi að láta bílaflotann eldast og eldast endalaust ?
Meðalaldur langferðabifreiða hérlendis er næstum 16 ár og þessar bifreiðar eru dags daglega með tugi mannslífa innanborðs og keyrðar mörg hundruð þúsund, bara tímaspursmál hvenær það verður stórslys þegar einhver druslan gefur sig endanlega og með tilheyrandi mannsköðum.
Það er ekki hægt að svelta bílamarkaðinn endalaus,allt hefur sín þolmörk og ég mælist til þess að ráðherrabílar og embættisbílar verði öllum skipt út og skilda að þær verði allar gamlar og lúnar og fengnir bílar á meðalaldri eða eldri svo ráðamenn í þjófélaginu geri sér grein fyrir hvað aðrir þurfa druslast á.
Nei á meðan almenningur ekur gömlum druslunum þá eru ráðamenn á fínu og flottu nýlegu bílunum sem ríkið skaffar þeim úr kassanum og oftast ekki af verri tegundinni og Mersedes Bensar og þannig fínerí er alger nauðsyn fyrir þá suma virðist manni. Af hverju þarf þetta ríkistjórnar kjaftæðis lið að vera á betri bílum en almenningur getur með góðu móti eignast?
Þeir sem ráða þessum gjaldamálum og tollum þurfa að fara að draga höfuðið úr rassgatinu á sér og sjá hvert þetta stefnir og það fyrr en seinna,þýðir ekki endalaust að ofurskatta allt og alla því þá stoppar eðlileg endurnýjun algerlega.
Bílaflotinn eldri en nokkru sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er vinstri stjórn í landinu. Þeirra hugsun er að bíll sé lúxus. Það mætti halda að þetta fólk hafi aldrei farið útfyrir Ártúnsbrekkuna.
Það er ljóst að meðalaldur bíla mun hækka mikið á næstu árum, enn vantar mikið upp á að endurnýjun sé komin í jafnvægi, hvað þá að farið sé að vinna niður meðalaldurinn. Til að jafnvægi verði náð, miðað við að meðalaldur sé nálægt 10 árum, þarf að selja hér yfir 20.000 bíla á ári. Salan í fyrra er langt frá því marki.
Skattlagning á nýjum bílum er með þeim ósköpum að útilokað er að þessu marki verði náð. Þá var sú undarlega stefna tekin upp að ætla að reyna að stýra kaupum landsmann á bílum, með mismunandi skattálagningu. Ekki var þetta þó gert með því einu að lækka skatta á þeim bílum sem stjórnvöldum eru þóknanleg, heldur voru hækkaðir skattar á þeim bílum sem þeim var illa við.
Þarna var með öllu horft framhjá öryggismálum eða aðstæðum hér á landi. Heldur var þarna einhver "réttsýni" látin ráða. Bílar sem sagðir eru umhverfisvænir hlutu náð, en bílar sem höfðu á sér sögusögn sem eyðsluhákar látnir gjalda. En eru þessir umhverfisvænu bíla allir svo umhverfisvænir? Enginn efast um að rafbíll eða rafblendingur mengar minna meðan hann er í notkun, en hvað með þegar allt er tekið til, framleiðsla og förgun líka?
Þá er ljóst að margir þeirra bíla sem lenda í ofurtolli, sérstaklega bílar frá USA, eru mun eyðsluminni nú en áður. Bandrískum bílaframleiðendum hefur tekist að ná niður eyðslu og mengun sinna bíla á undraverðan hátt, en þar sem þeir nota aðra mælieiningu en ESB, fá þeir ekki náð stjórnvalda. Þeir eru enn dæmdir af sögu forfeðranna.
Kommúnísk réttsýni hefur aldrei verið til góðs, á neinn hátt. Bilaeign er ekki að finna á þeim bæ, fólk á bara að nota almenningssamgöngur, hvort sem þær eru fyrir hendi eða ekki.
Gunnar Heiðarsson, 7.2.2013 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.