5.2.2013 | 21:41
Fólk sveltur líka á Íslandi......
Já þetta er ljótt að heyra en það er einfaldlega hellingur af álíka dæmum nú orðið á Íslandi því það eru þúsundir manns án atvinnu hérlendis og á félagslegum bótum eða námslánum og örorkubótum sem fá um það bil 135+- þúsund á mánuði.
Þessi fjárhæð dugar í mesta lagi fyrir leigu og rafmagni og þá á fólk ekkert eftir og sveltur heilu hungri heima hjá sér og á ekki fyrir mat lyfjum eða nokkru öðru sem til þarf að draga fram lífið,en þetta fer hljótt því fólk skammast sín fyrir þá stöðu sem það er statt í og ber sinn harm í hljóði meðan garnirnar góla af hungurverkjum.
Það er öllu heilbrigðu fólki ljóst ef það hugsar á annað borð út í það að 135 þúsund eru smápeningar miðað við hvað það kostar að lifa á Íslandi og algerlega vonlaust að draga fram lífið á þannig ölmussu en ríkið það heyrir ekki sér ekki og hlustar ekki á þær staðreyndir því það hentar þeim ekki og blindan og óraunsæið er betri en að viðurkenna staðreyndir því það kostar fé að lagfæra þessi mál og enginn vill sóa peningum í svona "óþarfa"og bull"
Ég er viss um að þess er ekki langt að bíða að fólk bókstaflega sveltur til bana hérlendis en það fer varla hátt og öðru verður frekar kennt um því ekki vill ríkið viðurkenna að þessar fjárhæðir séu fjarstæða til að draga fram lífið og þetta sé hrein og bein ávísun á eymd og volæði sult og seyru..
Kona sem fékk enga umönnun lést | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er mikið til í því sem þú skrifar, Riddarinn, en það er ekki í samhengi við fréttina. Þarna er verið að fjalla um konu sem varð viðskila við kerfið þegar þjónustufyrirtækinu sem annaðist um hana var lokað. Svo virðist sem ekkert hafi verið athugað um skjólstæðinga þessa fyrirtækis eftir lokun þess. Hver skyldi vera ábyrgur ?
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 5.2.2013 kl. 23:36
Er ekki stutt síðan landsþekktur maður gleymdist af heilbrigðiskerfinu og lést fyrr en ella í kjölfarið? Fjölmargir í dag þjást vegna skorts á mat eða lyfjum eða hvorutveggja.
Það er auðvelt að vera með fréttir utan úr heimi og súpa hveljur eins slíkar hörmungar gerist bara "fjarri Íslandsströndum" eins og Stormsker söng um. En svona atburðir gerist hér líka, meir en okkur grunar.
Sólbjörg, 6.2.2013 kl. 14:58
Því miður, Sólbjörg, er það satt að kerfið okkar er að bresta hér og þar í þessum efnum.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.2.2013 kl. 08:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.