22.1.2013 | 08:56
Hárrétt hjá David Attenborough
Hann veit sínu viti hann Attenborough og það þarf ekki að líta lengra en á atvinnuleysi í heiminum sem er 200 milljónir til að sjá að fjöldinn er fáránlegur í heiminum miðað við þörfina.
Afkvæmi okkar eru ekki öfundsverð að þurfa að glíma við öll þau vandamál sem aukast dag frá degi sem fylgja þessum gríðarlega mannfjölda í hvert einasta skipti sem eitthver þjóðarleiðtogi segir að það þurfi að auka fólksfjölgun í landinu þá hristi ég einfaldlega hausinn því eftir að hafa ferðast meðal annars um Indland þá er þetta manni ljóslifandi staðreynd að fólksfjöldinn er hreint út sagt fáránlegur og mælirinn löngu fullur og vel það.
Mannkynið er að kafna í eigin úrgangi og við öflum ekki nægilegs fæðist til að framfleyta öllum þessum fjölda og og auðurinn fer á fárra hendur meðan hundruð milljóna manna sveltur heilu hungri...hvernig í ósköpunum á þetta bull að þetta að geta gengið til lengdar án þess að allt fari fjandans til?
Vill hefta fjölgun mannkyns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85269
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverja viltu þá velja fyrsta til að setja í höggstokkinn?
Bara spyr...
Guðmundur Ásgeirsson, 22.1.2013 kl. 09:37
Kannski óþarfi að fara þá leið Guðmundur. Banna barneignir og fólksfjöldinn fækkar á svipstundu :) En annars mun jörðin og alheimurinn (loftsteinar) sjá um að hreinsa út líf og byrja nýtt.
Skiptir Ekki (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 10:44
Þið vonandi sýnið gott fordæmi og eigin engin börn eða barnabörn ?
maggi220 (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 11:41
Hvor er mikilvægari jörðin eða mennirnir?
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 14:19
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 14:19
Hvor er mikilvægari jörðin eða mennirnir?
Ég held að þú þurfir ekki að hafa miklar áhyggjur af jörðinni, hún á eftir vera hér eflaust löngu eftir að við mannveran erum dauð og/eða farin.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 22.1.2013 kl. 16:48
Jú við eigum að hafa áhyggjur af henni því við lifum af henni.. við lifum ekki án hennar en hún lifir án okkar.
Guðmundur (IP-tala skráð) 22.1.2013 kl. 19:18
það er ekki verið að tala um að banna barneignir alveg, heldur er hann einfaldlega að tala um að fækka mönnum, 2 börn á par er alveg nóg og bara vitfirring að eignast fleiri.. sérstaklega í okkar heim þar sem mennirnir eru að rústa nærrumþví öllu lífi á jörðinni..... hvað eru mörg dýr orðin útdauða vegna okkar??? og hvað mörg eru næstum því að verða útdauð.... just do the math... með þessu áframhaldi verður engin atvinna á jörðinni, stríð á hverjum degi því fólki vantar mat, vatn og pláss til að lifa á..... er það það sem við viljum fyrir börnin okkar???
ég er bara ánægð að einhver þorir að nefna þetta... og ef það er ekki maðurinn sem vinnur við að ferðast og sjá dýr og mynda þau... hver á þá að tala um þetta???
sigurlaug lilja (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 05:38
Heldur mikið einföldun sem komið er með þegar verið er að nefna að setja fólk í "höggstokkinn"há Guðmundi og Maggi nefnir þarna hvort við höfum sett fordæmi að eignast ekki börn og þar eftir götunum en vandamálið er því miður stærra í sniðum og Ísland bara sandkorn í eiðimörkinni í þessu máli.
Fólk er ekki að átta sig að margföldunin á mannfjöldanum í heiminum er svo svakaleg á stuttum tíma ef 1000 milljónir eignast bara eitt barn á haus á sinni æfi þá er fjöldinn orðinn svo gígantígskur á stuttum tíma að það nær engri átt.
Jörðin og vistkerfið hefur sín takmörk eins og allt annað.það má líkja þessu við fjármálakerfið á Íslandi,það getur ekki endalaust þanist út í það óendanlega því bólan springur einn daginn og þannig er það líka með mannsfjöldann í heiminum.
Það er sprungin skynsemin í mannfjölgun þegar fólk hefur ekki vinnu í hundruða milljóna tali og getur ekki séð sér farborða og ekki hægt að lifa af lengur.
Sjáið til að á næstu áratugum mun ástandið í heiminum verða skelfilegt því það kemur að því að fólk sem ekki á til hnífs og skeiðar að það rís upp með ólátum og allt á eftir að sjóða upp úr og fara norður og niður (
Ég hef ferðast um Kína og Indlands oftar en einu sinni og búið í Asíu um árabil þar sem allt er á kafi í fólki, þegar þið hafið farið til Calkútta þar sem eymdin volæðið fátæktin og sulturinn er landlægt ástand eða t.d.Hong Kong þar sem haus er við haus hvar sem litið og mann mergðin alveg stjarnfræðileg þá er þessi hugsun nærri hjá Íslendingi sem þekkir ekki svona fjölda frá sínum heimahögum "hvernig fer allur þessi fjöldi að því að lifa og hafa í sig og á og við hvað fær það vinnu?
Getur þetta virkilega gengið upp til lengdar? Ó NEI!
Það er einfaldlega engin glóra í þessum fjölda hvernig sem á það er litið en það er alveg eins og með fjármálakerfið að það vill enginn átta sig fyrr en spilaborgin fellur .....en þá er erfitt að breyta hlutunum og hætt við að kreppan sem núna er verði lítilmátleg í samanburðinum við það sem er framundan þegar jörðin annar engan vegin fjöldanum og barist verður til síðasta blóðdropa um allar helstu nauðsynjar,reyndar er það raunin í sumum löndum nú orðið.
Riddarinn , 23.1.2013 kl. 13:49
sigurlaug lilja (IP-tala skráð) 23.1.2013 kl. 05:38 sagði:
"ég er bara ánægð að einhver þorir að nefna þetta... og ef það er ekki maðurinn sem vinnur við að ferðast og sjá dýr og mynda þau... hver á þá að tala um þetta???"
Einhver þorir að nefna þetta? Maður fær nú varla að heyra annað frá hundruðum þúsunda sjálfskipuðum verndurum alheimsins daginn út og daginn inn! Svo tekst einhverjum að finna út að það er okkur vesturlandabúum um að kenna að indverjum og kínverjum fjölgar botnlaust, af því við framleiðum svo mikinn mat eða eitthvað álíka gáfulegt. Nákvæmlega þessi dómsdagsspá er búin að ganga manna á milli í a.m.k. 100 ár og alltaf færist hún fjær því að ganga eftir. Í dag framleiðum við þegar meira en tvöfalt það sem þarf af mat og samt er stærstur hluti Afríku, Asíu og S-Ameríku nánast ónotaður sem ræktarland. Það er mjög langt í að matarskortur verði mannkyninu eitthvað vandamál.
Gulli (IP-tala skráð) 24.1.2013 kl. 16:35
Sigurlaug:
það er gott að hafa einfalda sjón á lífinu,en svona einfalt er þetta samt ekki og langt frá því að framleiða mat sé eina málið. Það gerir lítið gagn að hægt sé að framleiða mat ef þeir sem þurfa á því að halda geta ekki með nokkrum ráðum komist yfir mat til þess að lifa af. Og til þess að hægt sé að rækta endalaust þarf að vera til nægt vatn og þau lönd sem þú nefnir þau glíma flest við vatnsskort til ræktunar og land eitt og sér er lítils virði til ræktunar án vatns.
Hvernig ræktar þú án vatns?
Meiri kjöt kallar á meira beytarland sem minnkar stöðugt í heiminum og það þrengir að skilyrðum dýra vegna manna mengunar veðurbreytinga og guð má vita hvað og þetta endar allt í tómri steypu einn daginn
Skelltu þér til indlands eða Kína þar sem ekki verður þverfótað fyrir fólki sem á ekki í sig né á. Spjallaðu við sem fólkið býður manni börnin sín til gjafar og biður mann að gefa því betra líf því það bíði þess ekkert nema eymd og volæði og dauði hjá þeim. Segðu þessu fólki að það sé nóg af ræktunarlandi í Asíu sem sé gott sem ræktunarland,það myndi líklega hoppa hæð sína af kæti og þessar upplýsingar myndu eflaust breyta lífi þeirra og hamingjan myndi vera við völd það sem eftir er.(þvílíkt bull)
Það er ekki nóg að rækta mat,fólkið í heiminum skiptir ekki auðæfunum jafnt á milli sín,það svelta hundruðir milljóna um heim allan,vistkerfið þetta kjaftæði til lengdar og allt þetta fólk skilur eftir sig úrgang drullu og skít og vandamál sem svo skilur eftir sig önnur vandamál sem aftur skilja svo eftir sig enn önnur vandamál.
Já fín einföldun að halda að heimurinn þoli endalaust af fólki ef það er hægt að framleiða nóg matvælum í heiminum...... Það hverfur fljótt það álit þegar þú ert búin að ferðast til þessara landa þar sem traðakið af fólki er allt að sliga.Ég hef farið til yfir 40 landa og búið um árabil í Asíu og hugsa ekki af þessari einfeldni eftir þá reynslu.
Mér þykir skelfilegt að horfa upp á það hvernig heimurinn er orðinn í eigin sukku og hugsannalausu svínaríi, þótt Ísland sé vel statt í heildina séð þá er það ekki sama sagan annar staðar í heiminum
Riddarinn , 30.1.2013 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.