Engin endurnýjun á bílaflota.

Hvenær ætlar ríkisstjórnin að drattast til að fara að lækka gjöldin á bílum,þau hækkuðu á sínum tíma þegar krónan féll og engin leiðrétting komið á þeim hækkunum, þegar innkaupsverð á bíl tvöfaldaðist þá hækkuðu aðflutningsgjöld samsvarandi.

Það verður eitthvað að fara að gerast svo það fari að koma nýir bílar hingað án þess að fólk þurfi að selja af sér húsnæði eða líffæri úr sér fyrir eina nýlega bifreið.

 


mbl.is Fæstir kaupa bíl í næstu framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er nóg að bílum til í landinu þannig að það er ekkert vit í því að vera að eyða gjaldeyri í að flytja inn mikið af bílum þegar ástandið er þannig að vegna mikilla erlendra skulda þurfum við að halda uppi miklum afgangi af viðskiptajöfnuði.

Það væri nær að lækka verð á varahlutum í bíla og lækka skatta á bílaverkstæði þannig að við getum með góðu móti látið bílana okkar endast lengur án þess að það ógni öryggi í umferðinni.

Svo til viðbótar við það þá er það alls ekki lág tala að allt að 20% landsmanna muni hugsanlega kaupa bíl innan sex mánaða. Ef 20% landsmanna eru að kaupa bíl á sex mánaða tímabili þá eru menn að meðaltali að endurnýja bílana sína með tveggja og hálfs árs millibili. Er það svo lítið?

Sigurður M Grétarsson, 25.12.2012 kl. 00:21

2 Smámynd: Riddarinn

Þetta þykir mér nú vera skammsýni því gamlir bílar kosta þjóðfélagið formúgu fjár í varahlutum og aukinni eldsneytisnotkun og þeir eru óöruggari en þeir nýju og börn síns tíma. Gengur ekki að hugsa þetta þannig að skattleggja endalaust þennan lið landsmanna og kúga fólk til þess að vera á gömlu óöruggu eyðslufreku druslunum alla daga. Og það er einkvað að hjá þeim sem segir að 20% landsmanna muni hugsanlega kaupa nýjan bíl þegar meiri partur landsmanna á ekki til hnífs og skeiðar og þúsundir manns lifa sultarlífi og 6000 fjölskyldur þiggja mat frá Mæðravernd.

Riddarinn , 28.12.2012 kl. 09:38

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Spurningin í könnuninni snerist reyndar ekki um það hvort menn ætluðu að kaupða nýjan bíl heldur aðeins hvort menn gerðu ráð fyrr að endurnýa bílinn sinn. Það getur gerst með kaupum á notuðum bíl.

Það kostar minna að halda nothæfum gömlum bílum við heldur en að kaupa nýja bíla. Aukinn varahlutakaup og eldsneytskaup vegna notkunar á eldri og eyðslufrekari bílum kostar okkur minni gjaldeyri en kaup á nýjum bílum. Það er líka unhversivænna að halda bílunum lengur við jafnvel þó þeir séu eyðslufrekari en nýrri bílar vegna þess hversu mikil mengun fylgir því að framleiða nýja bíla. Sú mengun snýst ekki bara um mengunina frá sjálfri bílaverksmiðjunni heldur bæði vinnsu og flutning hráefna til vinnslu og þaðan til bílaverksmiðjunnar auk flutninga á bílunum frá versksmiðju til kaupeda.

 Með góðu viðhaldi geta gamlir bílar verið allt eins öruggir og nýir. Það er einnig hægt að nota hluta þeirra peninga sem færu í að endurnýja bílflotan í að bæta vegakerfið og auka þannig öryggið. Það er mjög óskilvirk leið til að bæta umferðaöryggi að henda full nothæfum bílum og eyða stórfé í að kaupa nýja bíla vegna þess að þeir eru komnir með einhverja örygguisþætti sem ekki eru í eldir bílum.

Sigurður M Grétarsson, 28.12.2012 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband