7.11.2012 | 11:56
Fékk svona símtal....
Já það hringdi einn sem sagðist vera frá Micrasoft og gaurinn var auðsjáanlega flunku fær og hann leiddi mig í gegnum ferli í tölvunni þar sem hann sýndi mér að ég væri með þessa vírusa og þeir byðu þjónustu fyrir að vakta allt svona fyrir 30 Evrur og eiða út þessum vísusum því þeir væru þeir einu sem gætu það þar sem þeir væru Mikrasoft sjálfir og þegar ég kom með ýmsar spekuleringar og spurningar varðandi svindl og pretti þá toppaði hann þetta með því að segja "Not even a good can fix this,only me"
En hann komst inn í tölvuna mína mann andskotinn og var fyrir framan mig að gera hina og þessa hluti og ég gat ekkert um það sagt....Þannig fékk hann athyglina í fyrstu ...
En ég þver neitaði að fara að borga einhvað á Pay PAL eða af korti sem hann vildi endilega fá í gegn,sama hvað hann bauð gull og græna skóga.
En mikið hrikalega var hann lipur í tali og klár á tölvur með Indverska hreiminn sinn og gæti trúað að margir féllu fyrir þessum snillingum því þetta eru engir bjánar þegar að tölvum kemur,allavega ekki þessi.
Vara við tölvuþrjótum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 85270
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef hann gat gert eitthvað í tölvunni þinni þá hefur þú annað hvort hleypt honum inn sjálfur eða þú ert í alvöru með vírus í tölvunni, hafirðu hleypt honum inn hefur hann líklegast notað tækifærið og smitað tölvuna þína af einhverri óværu í leiðinni.
Einar Steinsson, 7.11.2012 kl. 15:25
Mér finnst nú alveg ótrúlegt að fólk falli fyrir svona
Jolnir (IP-tala skráð) 7.11.2012 kl. 16:49
Sá með indverska hreiminn hringdi í mig í gær og blaðraði á ensku einhver ósköp um tölvur. Ég svaraði honum bjánalega á íslensku þangað til hann skellti á mig. Svo frétti ég í dag af nöfnu minni í Borgarnesi sem lét glepjast, því miður. Hvenær hefur tölvufyrirtæki eða tölvuframleiðandi boðið hreinsunarþjónustu í gegnum síma? Gætum okkar á svona þrjótum.
Einar, það er augljóst á því sem Riddarinn skrifar, að hann hleypti manninum í tölvuna sína. Vonandi er tjónið ekki hræðilegt, kæri Riddari.
Anna Dóra Gunnarsdóttir, 7.11.2012 kl. 18:02
Þeir hafa hringt tvisvar hérna heim.
Í fyrra skiptið báðum við hann um lykilorðið sem við áttum hjá Windows hjálparlínunni (sem var auðvitað lygi). Hann sagðist myndu finna það, svo heyrðum við ekkert frá honum aftur. Ekki fyrr en 3 vikum seinna þegar hann hringir. Þá varð ég pirruð og sagði honum að ég myndi ekki falla fyrir svona vitleysu. Hann varð bara reiður og sagði að Microsoft myndi taka af mér tölvuna ef ég yrði ekki að beiðni hans.
Sagði honum að fokka sér.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 7.11.2012 kl. 18:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.