15.2.2012 | 10:23
Ísland er heppið með sinn jarðhita
Ég hef ferðast um Evrópu að vetri og gist í heimahúsum og kynnst því hvað fólk á erfitt með að kynda húsin sín.
Þar sem ég ferðaðist um Tyrkland að vetri þá voru húsin stundum jafn köld og úti en fólk undir teppum kappklætt inni við en að frjósa úr kulda engu að síður.
Oftast var bara einu herbergi haldið heitu í húsinu og maður fraus næstum í hel við það eitt að fara á klósettið,Pissubunan komst varla alla leið niður, fraus næstum á leiðinni.....
Svo er allt hitað með einhversonar viðartegund sem gersamlega rústar loftinu útivið og setur borgirnar í eitt allsherjar mengunar ský og fílan ógeðsleg af þessari viðartegund.
Keyrði þarna þúsundi kílómetra um Tyrkland að vetri og ég og ferðafélar mínu áttuðum okkur ekki á því í fyrstu af hverju það var svona þykkt -illa lyktandi mengunar ský yfir öllum borgum sérstaklega eftir að fólk kom heim að kvöldi en komumst svo að þvi að þessi upphitunar máti var orsökin.
Fólk hefur ekki þá hitaveitu sem við höfum og kostnaður við upphitun er alveg stjarnfræðilegur fyrir heimili svo fólk er hálf frosið yfir veturinn og deyr nú unvörpum.
Þvílíkt fannfergi þarna úti í Rúmeníu,snjór upp fyrir þak og fólk kemst ekki út úr húsum,líklega hellingur af fólki sem finnst látið þegar þyðnar upp og hefur einfaldlega lokast inni og frosið í hel.
Ekki alslæmt að búa á Íslandi þrát fyrir allt, höfum við þó heit hýbýli en ef einkavæðingin og hlutafélaga græðgin festir klóna og eignast hitaveiturnar þá erum við ílla stödd.
Eigendum hitaveitnanna mun vera nákvæmlega sama þó við séum að frjósa heima og mundu mergsjúga buddu fólks því enginn getur sloppið við það að hita upp húsin sín á Íslandi fólk nauðugur kostur að kaupa heita vatnið sama hvað verði það er á því ekki hleypur maður og kaupir heitt vatn úti í búð eð af nýjum aðila.
Eins og með Bensínstöðvanar þá myndi Hitaveitur vera með samráð til að halda upp verði og styðja við bakið á hverjum öðrum til að halda upp verði.
Reyna allt til þess að halda á sér hita | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.