6.9.2011 | 09:29
Voða flott ....eða hvað?
Það er bara einn hængur á þessum vöruskiptajöfnuði, hann kemur til vegna þess að það er ekki flutt inn neitt að hinum ýmsu nauðsynjum sem kemur í bakið á okkur seinna eins og varðandi nýja bíla það sem endurnýjun er varla nokkur og langt frá því að anna því að viðhalda bílaflotanum okkar.
Það verður ekki glæsilegt ástandið eftir nokkur ár þegar það verða bara til eldgamlar druslur í landinu og það eina sem er eftir af nýlegri tegundum eru örfáir bílar sem bílaleigurnar keyptur því einu bílarnir sem seljast eru þeir sem leigurnar kaupa.
Þessi belvítans ríkistjórn ætti að hafa vit á þvi að drullast til að lækka þessa fáráðnlegu tolla og gjöld á bifreiðar til að lagfæra þetta og fá upp sölu á bílum og eðlilega endurnýjun því ríkið fær margfalt meira í aðflutningsgjöld af hverjum bíl heldur en það fékk áður en gjaldeyrir fór í okur flokk á Íslandi.
En Ríkisstjórnin blóðmjólkar bílaeigendur endalaust og bætir svo meira á til þess að núa hnífnum í sárinu og snýr blinda auganu að ástandinu og lokar eyrunum fyrir allri skynsemi.
Hugsa aldrei lengra en daginn í dag, að hugsa til framtíðar er ríkisstjórninni lokuð bók.
Okur tollar og ósanngjörn gjöld með engri framtíðarsýn er eina lausnin hjá blindum og heyrnarlausum stjórnendum landsins okkar.
Vöruskiptin áfram hagstæð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 85270
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hver er viðskiptajöfnuðurinn að teknu tilliti til þáttatekna. Ef einhver veit hver vaxtakostnaður þjóðarinnar umfram vaxtatekjur er, þá væri fróðlegt að fá þá tölu fram.
Kristján Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 10:04
Já því miður er þetta ekkert of glæsilegt þegar allt er tekið saman eða u.þ.b. 30-milljarðar í mínus á öðrum ársfjórðungi. Sjá hér:
http://www.sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=4fe2ec43-9228-42ce-8103-498c85e1678b&nextday=1&nextmonth=12
Gunnar Valur (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.