3-4000 Útlendingar á atvinnuleysisbótum!

Já það er auðvelt að setja upp svona dæmi en það virðist gleymast að það eru mögr þúsund erlendir borgarar hérlendis sem eru á atvinnuleysisbótum núna stöðugt og mjólka peninga útúr kerfinu í formi aðstoðar og bóta og því miður eru alltof margir þeirra sem eru ansi iðnir við að afbrot í sínum frístundum og kunna sitt fag og svífast einskis og t.d hef ég heyrt að pólverjar og lithár séu búnir að yfirtaka landa markaðinn sem vex hratt hérlendis vegna okurgjalda á víni hérlendis og svívirðilegs verðlags á brennivíni.

Svo fara margir til síns heimalands og láta aðra skrá sig hérna heima til að fá bæturnar og lifa góðu lífi á íslenskum bótum í sínu heimalandi því það er yfirleitt  mikku ódýrara að lifa í þeirra löndum .

Nú hoppa kannski einhverjir og segja þetta vera fordóma en ég þekki þetta persónulega í gegnum ákveðna einstaklinga sem eru erlendis frá og bæði gera þetta og þekkja fólk frá sínum löndum sem gera þetta.

Af hverju er ekki gert eins og í Danmörku og erlendum borgurum vísað til síns heima þegar þeir eru búinir að vera visst lengi atvinnulausir hér og hætt að púkka undir erlenda borgara þegar íslenska ríkið getur ekki einu sinni hjálpað íslenskum borgurum að draga fram lífið á sínum bótum og fólk lépjandi dauðan úr skel alla daga.

Það fara milljarðar á eftir milljarða í bætur og tími til að fara að taka til í þessum málum og finna leiðir til að skera niður þann fjölda sem lifir á íslenska ríkinu vegna þess að það hentar þeim vel að fá sjálfkrafa peninga í vasann.

Ekki svo að skilja að allur hópurinn sé svona en það er ansi mikið af skemmdum eplum í eplakörfunni og þarf eitthvað að taka til í þeirri körfu.


mbl.is Erlendir ríkisborgarar hafa styrkt efnahagslífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill og athyglisverður hér hjá síðuskrifara.     Þetta er enn ein aðferð Evrópusinnanna og trúlegast unnið af einhverjum pótintátanum þar. Sífellt er reynt að ljúga að fólki,   Allar aðferðir eru notaðar til að sannfæra Íslendinga,að samþykkja að ganga inní hryðjuverkabandalagið ESB.  

Númi (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 13:46

2 Smámynd: Che

Það eru líka tugir þúsunda Íslendinga sem eru skemmd epli, bæði hér og erlendis.

Che, 9.6.2011 kl. 13:49

3 identicon

Herra Riddari, haltu kjafti.

Kári (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:41

4 identicon

tek undir Che.

ks (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 14:59

5 identicon

Riddarinn,er hér einungis að fara með staðreyndir. Kári,Che,og ks::::lesið ykkur aðeins betur til.  Og umfram allt rólegir,rólegir.

Númi (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 15:11

6 identicon

Ég er ekki rasisti en...

Ég er ekki sexisti en...

Ég er ekki hálfviti en...

Magnús Þór (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 15:28

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er markvist verið að skipta um þjóð í landinu.  Barnfæddir íslendingar fá að halda stökkbreyttum skuldum í 110%, aðfluttir íslendingar koma hingað skuldlausir og sætta sig við laun sem duga ekki fyrir 110% skuldsetningu. 

Enda þurfa þeir bara að bíða þolinmóðir eftir því að geta keypt eignirnar á hálfvirði af bönkunum sem þeim innfæddu var gert náðsamlegast að skulda 110%. 

Þetta gerist þegar þeir innfæddu yfirgefa sirkusinn í leit að mannsæmandi lífi í öðrum löndum.

Magnús Sigurðsson, 9.6.2011 kl. 15:35

8 identicon

Það versta sem getur gerst fyrir þjóð efnahagslega er FÓLKSFÆKKUN. Seinustu ár hefur hver kona verið að eignast 1,8 börn að meðaltali þannig að innflutningur fólks var algjörlega nauðsynlegur.

Þetta fólk borgar skatta og gjöld eins og aðrir. Svo er þetta ódýrt vinnuafl að því leiti að við fáum fullorðna aðila tilbúna til vinnu, þarf ekki að koma þeim í gegnum skólaskylduárin eins og innfædd börn.

En já eins og ég sagði þá hefur þetta fólk verið að borga skatta og gjöld og margir búnir að fjárfesta í því að vera hérna til framtíðar. Það yrði mjög ómannúðlegt að leyfa fólki að vera hérna bara í góðæri þegar við getum grætt á því en svo henda því eins og ódýru rusli um leið og eitthvað breytist.

Íslendingar vilja ekki eignast mörg börn og ég efast um að það muni breytast í náinni framtíð. Á meðan það er raunin verða innflytjendur áfram nauðsynlegir okkar samfélagi. Mín vegna má hleypa inn minna fólki á meðan efnahagurinn býður ekki upp á það en það er tímabundið ástand og mikilll munur á því og að henda fólki úr landi.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 15:52

9 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Burt með þetta lið sem lýgur sig inn í Landið....

Vilhjálmur Stefánsson, 9.6.2011 kl. 15:58

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Riddarinn hefur hér velt upp umræðu sem er þess virði að ræða af skynsemi og "rasistalaust".

Magnús nefnir aðeins í #7, hvaða þróun er í gangi. Þjóðfélagið græðir ekki neitt á því að flytja inn ómenntað láglaunafólk ef það þýðir að menntaðir íslendingar flýja land - maður fyrir mann.

Ef við viljum endilega flytja inn þúsundir erlendra borgara, í stað þeirra íslendinga sem nú eru að flýja land, þá væri okkur þjóðfélagslega hollast að fara að eins og ástralar hafa löngum gert; þeirra innflytjendur eru menntað fólk, ýmist á bók eða verk - ekki próflausir verkamenn. Við eigum líka nóg af slíku fólki, sem og ástralir.

Það má vel vera að hérlendis sé veltan/neyslan sem innflutt láglaunafólk þarfnast nokkur uppbót fyrir þá töpuðu vegna útfluttra íslendinga.

En láglaunafólk greiðir ekki tekjuskatta svo nokkru nemi. Og það hefur ekki efni á neinum fjárfestingum. Hvorki í íbúðarhúsnæði né öðru. Hvert sem ríkisfang þess er.

Kolbrún Hilmars, 9.6.2011 kl. 16:52

11 Smámynd: Rebekka

Hvar sástu þessar tölur um atvinnuleysi innflytjenda?

Rebekka, 9.6.2011 kl. 16:59

12 Smámynd: Che

Varðandi arðsemi ríkisins af tekjuskatti: Skattar frá þeim þúsundum opinberu starfsmanna, sem eru í starfi á Íslandi fer úr ríkiskassanum og síðan niður í hann aftur, einungis 30%-40% af því sem greiddist af ríkinu. Þess vegna er 60-70% tap fyrir ríkið á öllum opinberum starsmönnum. Sem vel að merkja eru fæstir útlendingar.

Che, 9.6.2011 kl. 16:59

13 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Che, þetta er auðvitað hárrétt en flestir opinberir starfsmenn eru í þjónustu skattgreiðenda - samkvæmt samkomulagi þjóðarinnar. Velferðarþjóðfélagið og allt það batterí.

Reyndar eru þúsundir útlendinga sem vinna á vegum ríkis og sveitarfélaga; á spítölum, skólum, elliheimilum, sorphirðu, umhverfis- og gatnaumhirðu o.s.frv. Láglaunafólk upp til hópa.

En það er ótrúlega stór hópur launþega (og þá er ég að tala um láglaunafólk yfirleitt) sem fær meira endurgreitt frá ríki og sveit en nemur greiddum tekjuskatti. Barnabætur, vaxtabætur, húsaleigubætur, sem dæmi.

Kolbrún Hilmars, 9.6.2011 kl. 17:38

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þeir sem eru íslendingar af erlendu bergi brotnir eru ekki á nokkurn hátt verri íslendingar en gengur og gerist, hvað þá skattgreiðendur. 

En úr því að ríkisstarfsmen eru til umræðu, af hverju í ósköpunum eru ekki fengnir ódýrir útlendingar í þau störf til að minka tapið af opinberum starfsmönnum?  Er það kannski sá hluti innfæddu þjóðarinnar sem má ekki missa sig?

Magnús Sigurðsson, 9.6.2011 kl. 17:44

15 Smámynd: Che

Kolbrún, ég hef ekkert á móti því að mínir skattar fara beint í heilbrigðisþjónustu eða menntunarkerfi, eða þá til fátækra barnafjölskyldna. En ég er á móti því að þeir fara í það að halda uppi ónýtri embættismanna- og stjórnmálamannastétt á ofurlaunum.

Che, 9.6.2011 kl. 19:18

16 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

Auðvitað væri lang skynsamlegast að einungis vinnandi fólk hefði dvalar eða atvinnuleyfi á landinu fyrstu 3 árin af dvölinni. þannig er hægt að vinsa út hismið. Við höfum alveg nóg með innfædda letingja. Við þurfum fleira fólk á íslandi, skiptir ekki máli af hvaða litarhætti það er en landið ber ekki útlendinga sem ekki geta unnið fyrir sér.

Steinunn Friðriksdóttir, 10.6.2011 kl. 11:00

17 Smámynd: Che

Steinunn: Þú ert alveg gífurlega fordómafull. Þú staðhæfir að allir sem eru atvinnulausir, séu letingjar. Nema þú sjálf, auðvitað. Þú hefur augsýnilega ekki heyrt af því, að fleiri þúsund fyrirtæki hafa farið á hausinn síðan 2008. Þau sem enn standa fá allt að 200 starfsumsóknir á mánuði en eru ekki að ráða nema einn og einn.

Che, 10.6.2011 kl. 11:13

18 Smámynd: Che

Af bloggsíðu Steinunnar:

Steinunn Friðriksdóttir
 
reyni bara að mynda mér skoðun samkvæmt bestu samvisku.

Auglysing frá blóðbankanum ..Þýðing

Blóðbankinn óskar eftir blóðgjöfum, okkur vantar fínt Aría blóð ekkert hommablóð uppfullt af allskonar ógeði nei bara fínt blóð helst út hvítum körlum á aldrinum 40-50 ára

Blóðbankinn

Che, 10.6.2011 kl. 11:18

19 Smámynd: Che

Það er nefnilega ekkert í fréttinni frá Blóðbankanum, sem hún tengdi færsluna við, um skilyrði fyrir blóðgjöf. Þess vegna verða menn að álykta að þetta sé viðhorf Steinunnar sjálfrar.  

Che, 10.6.2011 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Riddarinn

Höfundur

Riddarinn
Riddarinn

Með mínar skoðanir og stundum þarf að segja þær hreint og beint 

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • 82E338CD-F075-4AB9-9F84-2AEDE82C466D
  • image
  • ...imgp0201
  • ...imgp0200
  • ...imgp0202

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.10.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband