8.6.2011 | 21:00
Rán í björtu að fara í tískuvöruverslanir og sérvöruverslanir.
Ég gekk inn í verslun um daginn í Kringlunni og kíkti á verð á ósköp einföldum Adidas Íþrótta treyjum og ég fékk vægt áfall að sjá 16.000 króna verðmiða á svona einfaldri vöru sem ætti að kosta 4-5 þúsund á eðlilegu mannlegu verði.
Vinafólk verslaði í London Adidas íþrótta skó á 70 pund c.a á 12-13.000 sem kosta 49.990 í Kringlunni og ef þetta er ekki fáráðnlegur verðmunur þá veit ég ekki hvað er fáráðnlegt í verðlangningu yfir höfuð.
Góðir fótbolta skór í þróttaverslunum á 8 ára gutta eru oft á 12-20 þúsund+ og þetta er alger blóðtaka fyrir fólk með börn og engar venjulegar tekjur hérlendis standa undir svona vittleysisgangi í verðlagningu og barnmargar fjölskyndur mega heldur betur mala inn peninga ef þær ætla að hafa börnin sómasamlega klædd og halda þeim í íþróttum í þeim fatnaði sem virðist vera nauðsynlegur í nútíma þjóðfélagi.
Ég hef búið í Asíu og ferðast þar mikið um og séð verðin þar á þessum sömu vörum og það er ekki eðlilegt að sjá t.d Silki náttföt sem voru á 500 krónur í kína á 17.500 krónur í verslun í kringlunni og Nort face kultaúlpa sem ég verslaði þá á 4-5000 kr var 37.000 þúsund hér heima.
Þetta var fyrir 5-6 árum og verðið hér heima hefur farið upp úr öllu valdi síðan og það þarf alvarlega að fara að athuga þessi mál því íslendingar geta ekki látið okra á sér svona endalaust alla daga og tími til að fá ódýrari verslanir með minni álagningu og skattlagningu þarf að athuga í leiðinni.
Íþróttaskór kosta miklu meira á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Riddarinn
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einmitt þessar íþróttaverslanir hér á landi eru ránbúllur í hæstum gæðum sem hika ekki við að blóðmjólka kúnnann, ég er löngu hættur að versla í þessum verslunum.
Hvet alla íslendinga til að sniðganga þessar verslanir.
Friðrik Friðriksson, 8.6.2011 kl. 21:13
Ég mæli með http://www.prodirectsport.com/ ég hef notað þessa síðu margoft, án nokkurra vandræða.
Omar (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 23:47
Þessar verðtölur eru reyndar stórfurðulegar hjá mbl mönnum.
Prófið að reikna þetta sjálf, verð vöru + sendingarkostnaður * tollur(10% yfirleitt, einstakar vörur geta verið hærri eða án) * vsk (25.5%) + tollskýrslugjald 550 krónur ef hlutur er undir 30.000. annars ~ 2000 minnir mig.
Karl J. (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 02:06
Ég geng allavega frekar í mínum gömlu ágætis flíkum en að kaupa mér buxur á 20 þúsund, íþróttatreyju á 16 þúsund og skó á 30 þúsund og bol á 8000 þúsund og flíspeysu á 40 þúsund.
Þessar tölur eru ekki óraunhæfar og þá er bara 1 alfatnaður kominn í yfir 100 þúsund.
Svo þarf maður þarf nú að eiga meira en 1 sett af alfatnaði svo þetta er auðvitað alger fásinna og geðveiki að ætlast til að maður taki þessu þeygjandi og hljóðalaust og brosi við afgreiðsluborðið eins og Reynir Pétur á ferð sinni um Ísland hér áður fyrr
Unglingurinn sem ég á vildi buxur í Afmælisgjöf sem kostuðu um 20 þúsund og ekkert Hagkaups drasl sagði hann,snobb auðvitað en ekki tími ég þessu í sjálfann mig og svo var það 66 gráður Norður úlpan sem ég keypti á 68.000 krónur takk fyrir. asskoti góð úlpa verður að viðrukennast en ég var með tremma og fráhvarfs einkenni eftir þessi kaup í marga daga og mig logsveið í rassgatið af tilhugsuninni einni saman og hef aldrei keypt eins dýra flík á æfinni og mun vonandi aldrei gera aftur nema ef vera skyldi þegar ég verð jarðaður í flottum Armani því þá er mér líklega orðið nokkuð sama hvert peningarnir fara enda fæ ekkert um það ráðið hvort sem er og kvarta ekki mikið þótt ég sé vel klæddur þegar ég spjalla við hann Lukla Pétur og kanski verður hann eitthvað liðlegri við mig er ég er vel taujaður fyrir framan Gullna hliðið.
Riddarinn , 9.6.2011 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.